Fleiri fréttir Kviðdómur kemst ekki að niðurstöðu í máli Spectors Meðlimir í kviðdómi í máli Phil Spectors komast ekki að niðurstöðu um hvort Spector sé sekur eða saklaus. Dómari í máli upptökustjórans heimsfræga sem ákærður er fyrir morð segist vera að íhuga að fara fram á að morðákærunni verði breytt í manndrápsákæru. 18.9.2007 22:24 Þorfinnur leysir af í Íslandi í dag Áhorfendur Stöðvar 2 mega eiga von á því að sjá kunnuglegt andlit í Íslandi í dag í kvöld, en Þorfinnur Ómarsson hefur verið fenginn til að leysa þar af í nokkra daga. Þorfinnur starfaði hjá NFS frá upphafi og svo nokkra mánuði í Íslandi í dag áður en hann tók við starfi sem talsmaður friðargæslunnar á Sri Lanka í júní 2006. 18.9.2007 16:29 Pitt smeykur eftir árás aðdáanda Brad Pitt viðurkennir að árás sem hann varð fyrir af hálfu aðdáanda á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum hafi fengið töluvert á hann. Pitt var að gefa eiginhandaáritanir þegar ung stúlka réðst að honum og læsti höndunum utan um hálsinn á honum. 18.9.2007 15:58 Bæjarstjóri lærir Tjútt og Cha Cha Cha Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fór í sinn fyrsta danstíma í Dansskóla Jóns Péturs og Köru í gær ásamt eignkonu sinni Bryndís Guðmundsdóttir. Þar lærði hann meðal annars grunnsporin í Jive, Tja, tja, tja og Tjútti. Hann sprangaði um dansgólfið í félagi við ekki ómerkari menn en Jón Sigurðsson úr Össuri 18.9.2007 14:54 Hudgens biðst afsökunar á nektarmynd Hin átján ára High School Musical stjarna, Vanessa Hudgens, baðst á dögunum afsökunar á nektarmynd af henni sem lekið hefur út á netið. "Ég vil biðja aðdáendur mína afsökunar. Þeir sem styðja mig og treysta á mig skipta mig öllu. 18.9.2007 13:33 Lífvörður fékk ekki að bera vitni gegn Britney Tony Barretto, fyrrum lífvörður Britney Spears, mætti í réttarsal í gær til að bera vitni í forræðisdeilu á milli Spears og Kevin Federline. Hann var þó aldrei leiddur fyrir dómarann heldur ræddi dómarinn einslega við lögfræðinga þeirra Spears og Federline. 18.9.2007 12:31 Foster dásamar Ísland Hollywoodstjarnan, Jodie Foster, kom fram í spjallþætti David's Letterman á dögunum og talað fallega um litla Ísland. Leikkonan dvaldi hér um skeið í sumarfríi ásamt sonum sínum tveimur og féll kylliflöt fyrir landi og þjóð. 18.9.2007 11:14 Áhorf á Emmy sögulega lítið Áhorf á Emmy-verðlaunahátíðina, sem haldin var á sunnudagskvöld, hefur aldrei verið jafn lítið og í ár. Um 13.1 milljónir fylgdust með hátíðinni á Fox sjónvarpsstöðinni en í fyrra horfðu 16 milljónir á útsendinguna. Mun fleiri horfðu á lansleik í fótbolta sem sýndur var á NBC sjónvarpsstöðinni á sama tíma. 18.9.2007 10:28 Sex Pistols koma saman á ný Breska pönkhljómsveitin Sex Pistols mun koma saman á ný til að fagna því að 30 ár eru liðin frá því að plata þeirra Never Mind the Bollocks kom út. Eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar, þeir John Lydon, Steve Jones, Paul Cook og Glen Matlock munu koma fram á Brixton Academy í London þann áttunda nóvember næstkomandi. 18.9.2007 09:36 Yfir 100 Drullusokkar í Eyjum Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkarnir í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn nýlega með miklum stæl en klúbburinn hefur nú 124 meðlimi innan sinna raða sem telja verður einhverskonar Íslandsmet miðað við höfðatölu eyjaskeggja. Tryggvi Sigurðsson formaður klúbbsins segir í samtali við Vísi að þar að auki séu þeir með útibú á "Norðureyjunni" eins og hann kallar fastalandið. 18.9.2007 09:21 Umboðsskrifstofa gefst upp á Britney Umboðsskrifstofa Britney Spears, The Firm, hefur bundið enda á samstarf sitt við söngkonuna einungis mánuði eftir að það hófst. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir: "Britney hefur mikla hæfileika en núverandi kringumstæður koma í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar" 18.9.2007 09:01 Lögfræðingurinn hættur Samkvæmt heimildum TMZ hefur lögfræðingur Britney Spears, Laura Wasser, sagt starfi sínu lausu. Ákvörðunin kemur á versta tíma en forræðismál þeirra Spears og fyrrverandi eignmanns hennar Kevin's Federline var tekið fyrir hjá dómara í dag. Britney er sögð hafa verið erfiður skjólstæðingur og fór hún ekki að ráðum Wasser. 17.9.2007 17:13 Aguilera sýnir bumbuna en viðurkennir ekki að vera með barni Það telst til tíðinda að söngfuglinn Christina Aguilera skuli enn ekki viðurkenna að hún sé með barni. Hún tróð upp á Emmy-verðlaunahátíðinni í Las Vegas í gærkvöldi og söng lagið "Steppin' Out With My Baby" ásamt Tony Bennet. 17.9.2007 16:17 Kynnir nýja kærastann fyrir vinum Kate Moss og rokkarinn Jamie Hince úr hljómsveitinni The Kills verða nánari með hverjum deginum sem líður. Um helgina bauð Moss honum í sumarbústaðarferð ásamt nánum vinum, þar á meðal Kelly Osbourne. 17.9.2007 15:34 Britney rekin af veitingastað Britney Spears gæti ekki verið í verri málum nú þegar forræðisdeila hennar og Kevin's Federline er að hefjast fyrir rétti. Kevin hefur fengið til liðs við sig vitni sem sögð eru ætla að greina frá fíkniefnaneyslu söngkonunnar á heimilinu fyrir framan synina tvo, þá Sean Preston og Jayden James. 17.9.2007 13:45 Madonna og Peres ræddu heimsfrið Poppdrottninginn Madonna hitti Shimon Peres, forseta Ísraels, á laugardag en hún er, ásamt eiginmanni sínum Guy Ritchie, í pílagrímsferð í Jerúsalem til að fagna nýu ári gyðinga. 17.9.2007 13:13 Mikið um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni Mikið var um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Las Vegas í nótt og mættu sjónvarpsstjörnurnar að vonum prúðbúnar til leiks. Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna bar sigur úr býtum og hlaut verlaun fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina. 17.9.2007 11:56 Börn og Mýrin tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna Íslensku kvikmyndirnar Börn og Mýrin hafa verið tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna 2007 en dómnefnd skipuð fulltrúum allra norrænnu ríkjanna gerði tilnefningar sínar opinberar í morgun. 17.9.2007 11:30 Simspon svarar fyrir sig Fyrrum ruðningshetjan OJ Simpson sem var yfirheyrður á dögunum fyrir grun um aðild að vopnuðu ráni í spilavíti í Las Vegas segist engu hafa rænt. "Ég var einfaldlega að endurheimta hluti sem voru í minni eigu. Það kallast ekki rán og engin vopn voru notuð" 17.9.2007 10:09 West hafði betur en 50 Cent Rapparinn Kanye West hefur sigrað andstæðing sinn 50 Cent í harðri samkeppni þeirra á milli um söluhæstu plötu Bretlands. 50 Cent hét því fyrir nokkrum vikum að hætta að gefa út sólóplötur ef plata hans seldist verr en plata West's og nú er ljóst Graduation með West er söluhærri en Curtis með 50 Cent. 17.9.2007 09:26 Spennan magnast fyrir Emmy-verðlaunin Fallega og fræga fólkið er eflaust að hafa sig til þessa stundina því í kvöld verða veitt Emmy-verðlaunin fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Flestra augu beinast að mafíuþáttunum um Soprano-fjölskylduna sem tilnefndir eru til 15 verðlauna á hátíðinni, en þættirnir hafa runnið sitt skeið í Bandaríkjunum. 16.9.2007 17:48 Madonna hitti Shimon Peres Söngkonan Madonna átti í gær fund með forseta Ísraels, Shimon Peres, í Jerúsalem en þar var söngkonan á Kabbalah-ráðstefnu ásamt ýmsum öðrum úr þotuliði Hollywood. 16.9.2007 15:09 Tólf ára stúlka andlit tískuvikunnar í Ástralíu Tólf ára stúlka hefur valdið miklu fjaðrafoki í Ástralíu en hún hefur verið valin andlit tískuvikunnar þar í landi. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, líkar það illa og hefur ekki legið á skoðun sinni. 16.9.2007 10:10 Þetta er orðið gott, segir lögmaður Britneyjar „Það er komið nóg af brjálæðinu," segir lögmaður Britney Spears en fátt annað hefur komist að á slúðursíðum blaðanna en frammistaða söngkonunnar á MTV-tónlistarhátíðinni í vikunni. 15.9.2007 21:38 Nágranni stefnir Helenu Christensen vegna framkvæmda Ýmsa dreymir eflaust um að eiga dönsku ofurfyrirsætuna Helenu Christensen sem nágranna en það er ekki tilfellið með Fran Panasci. Hún hefur stefnt Christensen fyrir hæstarétt Manhattan vegna byggingaframkvæmda. 15.9.2007 21:09 Býður upp hlutverk í næstu mynd til stuðnings gömlum félaga Gamanleikarinn Will Ferrell hyggst bjóða upp aukahlutverk í nýjustu kvikmynd sinni til þess að afla fjár fyrir krabbameinssjóð gamals skólafélaga. 15.9.2007 18:13 Mikil reiði vegna vægs dóms yfir Langham Mikil reiði hefur gripið um sig meðal ýmissa samtaka í Bretlandi eftir að í ljós kom að breski leikarinn Chris Langham þyrfti aðeins að dúsa í fimm mánuði í fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Langham fékk tíu mánaða dóm en þarf aðeins afplána helming tímans. 15.9.2007 16:51 Þýsk yfirvöld gefa framleiðendum Valkyrie grænt ljós Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa Tom Cruise og tökuliði hans sem vinnur að gerð myndarinnar Valkyrie að mynda á aftökusað ofurstans Claus von Stauffenberg. Hingað til hafa yfirvöld ekki viljað gefa leyfið þar sem menn voru hræddir um að virðing staðarins væri í húfi. Framleiðendur Valkyrie hafa nú fengið leyfi til að mynda á staðnum með því skilyrði að þeir sýni eftirstríðsárin í Þýskalandi í jákvæðu ljósi. 14.9.2007 18:13 ,,Allt gáfað og vel gert fólk mun hafa gaman af Næturvaktinni" Gamanþáttaröðin Næturvaktin hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudag. Þættirnir verða sýndir vikulega og eru tólf talsins. Þeir Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Jóhannsson sömdu handritið en Ragnar Bragason leikstýrir. 14.9.2007 15:57 Tommy Lee hættur í Motley Crue Tommy Lee er hættur í hljómsveit sinni Motley Crue. Ekki er ljóst hvaða ástæða liggur þar að baki en Tommy hefur verið töluvert í sviðsljósinu þessa viku. Hann lenti í slag við Kid Rock á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag en þeir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið giftir ofurbombunni Pamelu Anderson. 14.9.2007 14:17 Blaðamenn fá byssuleyfi Blaðamennirnir og félagarnir Mikael Torfason og Jakob Bjarnar Grétarsson eru nú saman á byssuleyfisnámskeiði hjá lögreglunni. Að sögn Mikaels er stefnan sett á rjúpuveiðina nú í upphafi vetrar. "Jakob Bjarnar er landeigandi austur á fjörðum eins og kunnugt er og á í máli gegn Landsvirkjun um vatnsréttindin. Hann er með mann á sínum snærum á Austfjörðum og þangað förum við í nóvember," segir Mikael. 14.9.2007 14:14 Cowell býðst til að hjálpa Britney aftur á toppinn Fyrr í vikunni lét American Idol dómarinn, Simon Cowell, hafa það eftir sér að Britney Spears hefði farið langleiðina með að eyðileggja feril sinn með frammistöðu sinni á MTV-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi. Nú hefur hann skipt um skoðun og býðst sjálfur til að aðstoða söngkonuna við að komast aftur á toppinn. 14.9.2007 13:04 Sting myndaður fyrir utan hóruhús Rokkgoðsögnin Sting náðist á mynd aðfararnótt miðvikudagsins síðastliðna þar sem hann situr í bíl fyrir utan Relax klúbbinn sem er eitt frægasta hóruhúsið í Hamborg. Sting hafði nýlokið við að spila á fjölsóttum endurkomutónleikum með hljómsveitinni Police í borginni og stökk að þeim loknum upp í bíl ásamt tveimur lífvörðum. 14.9.2007 11:34 Langham á kafi í barnaklámi Breski leikarinn Chris Langham hefur verið ákærður fyrir að hlaða niður barnaklámi á tölvunni sinni og má hann búast við fangelsisdómi að því er breskir fjölmiðlar segja. Hluti efnisins sem fannst í tölvu leikarans er af grófustu gerð. 14.9.2007 10:57 Prince í stríð við YouTube Poppprinsinn Prince hefur farið fram á það með aðstoð lögfræðinga að myndbönd frá tónleikum hans verði fjarlægð af YouTube.Söngvarinn segist vilja endurheimta list sína sem sett hefur verið inn á netið í leyfisleysi. 14.9.2007 10:44 Ráðherra líst vel á hvannalambið Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk tækifæri á því að gæða sér á hvannakjötinu og hefðbundnu lambakjöti til samanburðar á veitingastaðnum Vox á Nordica Hótel í gærkvöldi og fann greinanlegan mun á bragði. Ráðherra lýsti af því tilefni ánægju sinni með verkefnið og sagði að það yrði spennandi að fylgjast með framgangi þess. 14.9.2007 10:23 Paddington á hvíta tjaldið Hinn heimsfrægi og viðkunnalegi bangsi Paddington mun brátt þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu en ákveðið hefur verið að gera um hann kvikmynd í fullri lengd. David Heyman, framleiðandi Harry Potter myndanna, hefur verið fenginn til að framleiða myndina í samstarfi við Warner Bros og mun Hamish McColl, handritshöfundur Mr. Bean's Holiday, skrifa handritið. 14.9.2007 09:38 Witherspoon var nær lömuð af sársauka eftir skilnaðinn við Phillippe Reese Witherspoon er stórglæsileg á forsíðu nýjasta tölublaðs Elle tímaritsins en hún viðurkennir þó í viðtali við blaðið að henni hafi ekki liðið jafn vel undanfarið og útlitið gefur til kynna. Í kjölfar skilnaðarins við leikarann Ryan Phillippe sem hún á tvö börn með viðurkennir hún að hafa verið nær lömuð af tilfinningalegum sársauka. 13.9.2007 16:28 Eimskips-Magnús kaupir lúxusíbúð í Skuggahverfi Milljarðamæringurinn Magnús Þorsteinsson, sem er stærsti hluthafinn og stjórnarformaður í Eimskip, festi á dögunum kaup á glæsiíbúð í Skuggahverfinu. Íbúðin er á 12. hæð og herma heimildir Vísis að Magnús hafi greitt rúmar 70 milljónir fyrir hina 136 fermetra íbúð. 13.9.2007 16:27 Britney var ógreidd á MTV-verðlaunahátíðinni Britney Spears tók kast á hárgreiðslumanni sínum rétt áður en hún átti að stíga á svið og flytja opnunaratriðið á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Hún brjálaðist þegar hún sá útkomuna hjá hárgreiðslumanninum og þurfti læknir að útvega henni róandi. 13.9.2007 15:29 Wilson vill ekki fara í meðferð Gamanleikarinn Owen Wilson sem gerði tilraun til sjálfsvígs fyrir nokkrum vikum vill ekki fara í meðferð en hann er sagður eiga við fíkniefnavanda að stríða. Fjölskylda hans hefur lagt hart að honum að leggjast inn en leikarinn virðist ekki líta svo á að hann eigi við vandamál að stríða. Hann hefur þó ráðið til sín allsgáðan félaga sem fylgir honum eftir allan sólarhringinn. 13.9.2007 15:01 Róbert vinnur heimildarþætti um Norðurlandabúa í Peking Róbert Douglas sem hefur meðal annars gert myndirnar Strákarnir okkar, Maður eins og ég og Íslenska drauminn vinnur nú að gerð heimildaþátta um Norðurlandabúa í Peking. Þættirnir eru framleiddir af norska fyrirtækinu Nordisk og hefur Róbert unnið að gerð þeirra síðan um áramót. 13.9.2007 14:19 Soldáninn af Brunei fjórfalt ríkari en Björgólfur Thór Forbes tímaritið hefur gefið út lista yfir ríkasta kóngafólk heims. Þar trónir efst soldáninn af Brunei, Haji Hassanal Bolkiah, en auðævi hans eru metin á um 1440 milljarða íslenskra króna og hafa þau gengið í arf í um 600 ár. Til samanburðar þá eru auðævi Björgólfs Thórs Björgólfssonar metin á um 315 milljarða og er soldáninn því rúmlega fjórfalt ríkari. 13.9.2007 12:24 Knowles, Lopes og Stefani meðal best klæddu kvenna ársins 2007 Tímaritið People hefur útnefnt Beyonce Knowles, Jennifer Lopez og Gwen Stefani sem best klæddu konur ársins 2007. Katie Holmes, Penelope Cruz, Jessica Biel, Cameron Diaz, Drew Barrymore og Reese Witherspoon eru auk þess meðal best klæddu kvenna á lista tímaritsins. 13.9.2007 11:21 Moore fær ekki hlutverk þrátt fyrir að hafa eytt um 28 milljónum í lýtaaðgerðir Demi Moore hefur ákveðið að opna umræðu um æskudýrkun í Hollywood. Hún viðurkennir að hafa eytt um 28 milljónum í lýtaaðgerðir í von um að geta keppt við ungar stjörnur um hlutverk, en án árangurs. Hin 44 ára leikkona segir síðustu ár hafa verið erfið. 13.9.2007 10:53 Sjá næstu 50 fréttir
Kviðdómur kemst ekki að niðurstöðu í máli Spectors Meðlimir í kviðdómi í máli Phil Spectors komast ekki að niðurstöðu um hvort Spector sé sekur eða saklaus. Dómari í máli upptökustjórans heimsfræga sem ákærður er fyrir morð segist vera að íhuga að fara fram á að morðákærunni verði breytt í manndrápsákæru. 18.9.2007 22:24
Þorfinnur leysir af í Íslandi í dag Áhorfendur Stöðvar 2 mega eiga von á því að sjá kunnuglegt andlit í Íslandi í dag í kvöld, en Þorfinnur Ómarsson hefur verið fenginn til að leysa þar af í nokkra daga. Þorfinnur starfaði hjá NFS frá upphafi og svo nokkra mánuði í Íslandi í dag áður en hann tók við starfi sem talsmaður friðargæslunnar á Sri Lanka í júní 2006. 18.9.2007 16:29
Pitt smeykur eftir árás aðdáanda Brad Pitt viðurkennir að árás sem hann varð fyrir af hálfu aðdáanda á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum hafi fengið töluvert á hann. Pitt var að gefa eiginhandaáritanir þegar ung stúlka réðst að honum og læsti höndunum utan um hálsinn á honum. 18.9.2007 15:58
Bæjarstjóri lærir Tjútt og Cha Cha Cha Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fór í sinn fyrsta danstíma í Dansskóla Jóns Péturs og Köru í gær ásamt eignkonu sinni Bryndís Guðmundsdóttir. Þar lærði hann meðal annars grunnsporin í Jive, Tja, tja, tja og Tjútti. Hann sprangaði um dansgólfið í félagi við ekki ómerkari menn en Jón Sigurðsson úr Össuri 18.9.2007 14:54
Hudgens biðst afsökunar á nektarmynd Hin átján ára High School Musical stjarna, Vanessa Hudgens, baðst á dögunum afsökunar á nektarmynd af henni sem lekið hefur út á netið. "Ég vil biðja aðdáendur mína afsökunar. Þeir sem styðja mig og treysta á mig skipta mig öllu. 18.9.2007 13:33
Lífvörður fékk ekki að bera vitni gegn Britney Tony Barretto, fyrrum lífvörður Britney Spears, mætti í réttarsal í gær til að bera vitni í forræðisdeilu á milli Spears og Kevin Federline. Hann var þó aldrei leiddur fyrir dómarann heldur ræddi dómarinn einslega við lögfræðinga þeirra Spears og Federline. 18.9.2007 12:31
Foster dásamar Ísland Hollywoodstjarnan, Jodie Foster, kom fram í spjallþætti David's Letterman á dögunum og talað fallega um litla Ísland. Leikkonan dvaldi hér um skeið í sumarfríi ásamt sonum sínum tveimur og féll kylliflöt fyrir landi og þjóð. 18.9.2007 11:14
Áhorf á Emmy sögulega lítið Áhorf á Emmy-verðlaunahátíðina, sem haldin var á sunnudagskvöld, hefur aldrei verið jafn lítið og í ár. Um 13.1 milljónir fylgdust með hátíðinni á Fox sjónvarpsstöðinni en í fyrra horfðu 16 milljónir á útsendinguna. Mun fleiri horfðu á lansleik í fótbolta sem sýndur var á NBC sjónvarpsstöðinni á sama tíma. 18.9.2007 10:28
Sex Pistols koma saman á ný Breska pönkhljómsveitin Sex Pistols mun koma saman á ný til að fagna því að 30 ár eru liðin frá því að plata þeirra Never Mind the Bollocks kom út. Eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar, þeir John Lydon, Steve Jones, Paul Cook og Glen Matlock munu koma fram á Brixton Academy í London þann áttunda nóvember næstkomandi. 18.9.2007 09:36
Yfir 100 Drullusokkar í Eyjum Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkarnir í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn nýlega með miklum stæl en klúbburinn hefur nú 124 meðlimi innan sinna raða sem telja verður einhverskonar Íslandsmet miðað við höfðatölu eyjaskeggja. Tryggvi Sigurðsson formaður klúbbsins segir í samtali við Vísi að þar að auki séu þeir með útibú á "Norðureyjunni" eins og hann kallar fastalandið. 18.9.2007 09:21
Umboðsskrifstofa gefst upp á Britney Umboðsskrifstofa Britney Spears, The Firm, hefur bundið enda á samstarf sitt við söngkonuna einungis mánuði eftir að það hófst. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir: "Britney hefur mikla hæfileika en núverandi kringumstæður koma í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar" 18.9.2007 09:01
Lögfræðingurinn hættur Samkvæmt heimildum TMZ hefur lögfræðingur Britney Spears, Laura Wasser, sagt starfi sínu lausu. Ákvörðunin kemur á versta tíma en forræðismál þeirra Spears og fyrrverandi eignmanns hennar Kevin's Federline var tekið fyrir hjá dómara í dag. Britney er sögð hafa verið erfiður skjólstæðingur og fór hún ekki að ráðum Wasser. 17.9.2007 17:13
Aguilera sýnir bumbuna en viðurkennir ekki að vera með barni Það telst til tíðinda að söngfuglinn Christina Aguilera skuli enn ekki viðurkenna að hún sé með barni. Hún tróð upp á Emmy-verðlaunahátíðinni í Las Vegas í gærkvöldi og söng lagið "Steppin' Out With My Baby" ásamt Tony Bennet. 17.9.2007 16:17
Kynnir nýja kærastann fyrir vinum Kate Moss og rokkarinn Jamie Hince úr hljómsveitinni The Kills verða nánari með hverjum deginum sem líður. Um helgina bauð Moss honum í sumarbústaðarferð ásamt nánum vinum, þar á meðal Kelly Osbourne. 17.9.2007 15:34
Britney rekin af veitingastað Britney Spears gæti ekki verið í verri málum nú þegar forræðisdeila hennar og Kevin's Federline er að hefjast fyrir rétti. Kevin hefur fengið til liðs við sig vitni sem sögð eru ætla að greina frá fíkniefnaneyslu söngkonunnar á heimilinu fyrir framan synina tvo, þá Sean Preston og Jayden James. 17.9.2007 13:45
Madonna og Peres ræddu heimsfrið Poppdrottninginn Madonna hitti Shimon Peres, forseta Ísraels, á laugardag en hún er, ásamt eiginmanni sínum Guy Ritchie, í pílagrímsferð í Jerúsalem til að fagna nýu ári gyðinga. 17.9.2007 13:13
Mikið um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni Mikið var um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Las Vegas í nótt og mættu sjónvarpsstjörnurnar að vonum prúðbúnar til leiks. Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna bar sigur úr býtum og hlaut verlaun fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina. 17.9.2007 11:56
Börn og Mýrin tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna Íslensku kvikmyndirnar Börn og Mýrin hafa verið tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna 2007 en dómnefnd skipuð fulltrúum allra norrænnu ríkjanna gerði tilnefningar sínar opinberar í morgun. 17.9.2007 11:30
Simspon svarar fyrir sig Fyrrum ruðningshetjan OJ Simpson sem var yfirheyrður á dögunum fyrir grun um aðild að vopnuðu ráni í spilavíti í Las Vegas segist engu hafa rænt. "Ég var einfaldlega að endurheimta hluti sem voru í minni eigu. Það kallast ekki rán og engin vopn voru notuð" 17.9.2007 10:09
West hafði betur en 50 Cent Rapparinn Kanye West hefur sigrað andstæðing sinn 50 Cent í harðri samkeppni þeirra á milli um söluhæstu plötu Bretlands. 50 Cent hét því fyrir nokkrum vikum að hætta að gefa út sólóplötur ef plata hans seldist verr en plata West's og nú er ljóst Graduation með West er söluhærri en Curtis með 50 Cent. 17.9.2007 09:26
Spennan magnast fyrir Emmy-verðlaunin Fallega og fræga fólkið er eflaust að hafa sig til þessa stundina því í kvöld verða veitt Emmy-verðlaunin fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni. Flestra augu beinast að mafíuþáttunum um Soprano-fjölskylduna sem tilnefndir eru til 15 verðlauna á hátíðinni, en þættirnir hafa runnið sitt skeið í Bandaríkjunum. 16.9.2007 17:48
Madonna hitti Shimon Peres Söngkonan Madonna átti í gær fund með forseta Ísraels, Shimon Peres, í Jerúsalem en þar var söngkonan á Kabbalah-ráðstefnu ásamt ýmsum öðrum úr þotuliði Hollywood. 16.9.2007 15:09
Tólf ára stúlka andlit tískuvikunnar í Ástralíu Tólf ára stúlka hefur valdið miklu fjaðrafoki í Ástralíu en hún hefur verið valin andlit tískuvikunnar þar í landi. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, líkar það illa og hefur ekki legið á skoðun sinni. 16.9.2007 10:10
Þetta er orðið gott, segir lögmaður Britneyjar „Það er komið nóg af brjálæðinu," segir lögmaður Britney Spears en fátt annað hefur komist að á slúðursíðum blaðanna en frammistaða söngkonunnar á MTV-tónlistarhátíðinni í vikunni. 15.9.2007 21:38
Nágranni stefnir Helenu Christensen vegna framkvæmda Ýmsa dreymir eflaust um að eiga dönsku ofurfyrirsætuna Helenu Christensen sem nágranna en það er ekki tilfellið með Fran Panasci. Hún hefur stefnt Christensen fyrir hæstarétt Manhattan vegna byggingaframkvæmda. 15.9.2007 21:09
Býður upp hlutverk í næstu mynd til stuðnings gömlum félaga Gamanleikarinn Will Ferrell hyggst bjóða upp aukahlutverk í nýjustu kvikmynd sinni til þess að afla fjár fyrir krabbameinssjóð gamals skólafélaga. 15.9.2007 18:13
Mikil reiði vegna vægs dóms yfir Langham Mikil reiði hefur gripið um sig meðal ýmissa samtaka í Bretlandi eftir að í ljós kom að breski leikarinn Chris Langham þyrfti aðeins að dúsa í fimm mánuði í fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Langham fékk tíu mánaða dóm en þarf aðeins afplána helming tímans. 15.9.2007 16:51
Þýsk yfirvöld gefa framleiðendum Valkyrie grænt ljós Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa Tom Cruise og tökuliði hans sem vinnur að gerð myndarinnar Valkyrie að mynda á aftökusað ofurstans Claus von Stauffenberg. Hingað til hafa yfirvöld ekki viljað gefa leyfið þar sem menn voru hræddir um að virðing staðarins væri í húfi. Framleiðendur Valkyrie hafa nú fengið leyfi til að mynda á staðnum með því skilyrði að þeir sýni eftirstríðsárin í Þýskalandi í jákvæðu ljósi. 14.9.2007 18:13
,,Allt gáfað og vel gert fólk mun hafa gaman af Næturvaktinni" Gamanþáttaröðin Næturvaktin hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudag. Þættirnir verða sýndir vikulega og eru tólf talsins. Þeir Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Jóhannsson sömdu handritið en Ragnar Bragason leikstýrir. 14.9.2007 15:57
Tommy Lee hættur í Motley Crue Tommy Lee er hættur í hljómsveit sinni Motley Crue. Ekki er ljóst hvaða ástæða liggur þar að baki en Tommy hefur verið töluvert í sviðsljósinu þessa viku. Hann lenti í slag við Kid Rock á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag en þeir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið giftir ofurbombunni Pamelu Anderson. 14.9.2007 14:17
Blaðamenn fá byssuleyfi Blaðamennirnir og félagarnir Mikael Torfason og Jakob Bjarnar Grétarsson eru nú saman á byssuleyfisnámskeiði hjá lögreglunni. Að sögn Mikaels er stefnan sett á rjúpuveiðina nú í upphafi vetrar. "Jakob Bjarnar er landeigandi austur á fjörðum eins og kunnugt er og á í máli gegn Landsvirkjun um vatnsréttindin. Hann er með mann á sínum snærum á Austfjörðum og þangað förum við í nóvember," segir Mikael. 14.9.2007 14:14
Cowell býðst til að hjálpa Britney aftur á toppinn Fyrr í vikunni lét American Idol dómarinn, Simon Cowell, hafa það eftir sér að Britney Spears hefði farið langleiðina með að eyðileggja feril sinn með frammistöðu sinni á MTV-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi. Nú hefur hann skipt um skoðun og býðst sjálfur til að aðstoða söngkonuna við að komast aftur á toppinn. 14.9.2007 13:04
Sting myndaður fyrir utan hóruhús Rokkgoðsögnin Sting náðist á mynd aðfararnótt miðvikudagsins síðastliðna þar sem hann situr í bíl fyrir utan Relax klúbbinn sem er eitt frægasta hóruhúsið í Hamborg. Sting hafði nýlokið við að spila á fjölsóttum endurkomutónleikum með hljómsveitinni Police í borginni og stökk að þeim loknum upp í bíl ásamt tveimur lífvörðum. 14.9.2007 11:34
Langham á kafi í barnaklámi Breski leikarinn Chris Langham hefur verið ákærður fyrir að hlaða niður barnaklámi á tölvunni sinni og má hann búast við fangelsisdómi að því er breskir fjölmiðlar segja. Hluti efnisins sem fannst í tölvu leikarans er af grófustu gerð. 14.9.2007 10:57
Prince í stríð við YouTube Poppprinsinn Prince hefur farið fram á það með aðstoð lögfræðinga að myndbönd frá tónleikum hans verði fjarlægð af YouTube.Söngvarinn segist vilja endurheimta list sína sem sett hefur verið inn á netið í leyfisleysi. 14.9.2007 10:44
Ráðherra líst vel á hvannalambið Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk tækifæri á því að gæða sér á hvannakjötinu og hefðbundnu lambakjöti til samanburðar á veitingastaðnum Vox á Nordica Hótel í gærkvöldi og fann greinanlegan mun á bragði. Ráðherra lýsti af því tilefni ánægju sinni með verkefnið og sagði að það yrði spennandi að fylgjast með framgangi þess. 14.9.2007 10:23
Paddington á hvíta tjaldið Hinn heimsfrægi og viðkunnalegi bangsi Paddington mun brátt þreyta frumraun sína á hvíta tjaldinu en ákveðið hefur verið að gera um hann kvikmynd í fullri lengd. David Heyman, framleiðandi Harry Potter myndanna, hefur verið fenginn til að framleiða myndina í samstarfi við Warner Bros og mun Hamish McColl, handritshöfundur Mr. Bean's Holiday, skrifa handritið. 14.9.2007 09:38
Witherspoon var nær lömuð af sársauka eftir skilnaðinn við Phillippe Reese Witherspoon er stórglæsileg á forsíðu nýjasta tölublaðs Elle tímaritsins en hún viðurkennir þó í viðtali við blaðið að henni hafi ekki liðið jafn vel undanfarið og útlitið gefur til kynna. Í kjölfar skilnaðarins við leikarann Ryan Phillippe sem hún á tvö börn með viðurkennir hún að hafa verið nær lömuð af tilfinningalegum sársauka. 13.9.2007 16:28
Eimskips-Magnús kaupir lúxusíbúð í Skuggahverfi Milljarðamæringurinn Magnús Þorsteinsson, sem er stærsti hluthafinn og stjórnarformaður í Eimskip, festi á dögunum kaup á glæsiíbúð í Skuggahverfinu. Íbúðin er á 12. hæð og herma heimildir Vísis að Magnús hafi greitt rúmar 70 milljónir fyrir hina 136 fermetra íbúð. 13.9.2007 16:27
Britney var ógreidd á MTV-verðlaunahátíðinni Britney Spears tók kast á hárgreiðslumanni sínum rétt áður en hún átti að stíga á svið og flytja opnunaratriðið á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag. Hún brjálaðist þegar hún sá útkomuna hjá hárgreiðslumanninum og þurfti læknir að útvega henni róandi. 13.9.2007 15:29
Wilson vill ekki fara í meðferð Gamanleikarinn Owen Wilson sem gerði tilraun til sjálfsvígs fyrir nokkrum vikum vill ekki fara í meðferð en hann er sagður eiga við fíkniefnavanda að stríða. Fjölskylda hans hefur lagt hart að honum að leggjast inn en leikarinn virðist ekki líta svo á að hann eigi við vandamál að stríða. Hann hefur þó ráðið til sín allsgáðan félaga sem fylgir honum eftir allan sólarhringinn. 13.9.2007 15:01
Róbert vinnur heimildarþætti um Norðurlandabúa í Peking Róbert Douglas sem hefur meðal annars gert myndirnar Strákarnir okkar, Maður eins og ég og Íslenska drauminn vinnur nú að gerð heimildaþátta um Norðurlandabúa í Peking. Þættirnir eru framleiddir af norska fyrirtækinu Nordisk og hefur Róbert unnið að gerð þeirra síðan um áramót. 13.9.2007 14:19
Soldáninn af Brunei fjórfalt ríkari en Björgólfur Thór Forbes tímaritið hefur gefið út lista yfir ríkasta kóngafólk heims. Þar trónir efst soldáninn af Brunei, Haji Hassanal Bolkiah, en auðævi hans eru metin á um 1440 milljarða íslenskra króna og hafa þau gengið í arf í um 600 ár. Til samanburðar þá eru auðævi Björgólfs Thórs Björgólfssonar metin á um 315 milljarða og er soldáninn því rúmlega fjórfalt ríkari. 13.9.2007 12:24
Knowles, Lopes og Stefani meðal best klæddu kvenna ársins 2007 Tímaritið People hefur útnefnt Beyonce Knowles, Jennifer Lopez og Gwen Stefani sem best klæddu konur ársins 2007. Katie Holmes, Penelope Cruz, Jessica Biel, Cameron Diaz, Drew Barrymore og Reese Witherspoon eru auk þess meðal best klæddu kvenna á lista tímaritsins. 13.9.2007 11:21
Moore fær ekki hlutverk þrátt fyrir að hafa eytt um 28 milljónum í lýtaaðgerðir Demi Moore hefur ákveðið að opna umræðu um æskudýrkun í Hollywood. Hún viðurkennir að hafa eytt um 28 milljónum í lýtaaðgerðir í von um að geta keppt við ungar stjörnur um hlutverk, en án árangurs. Hin 44 ára leikkona segir síðustu ár hafa verið erfið. 13.9.2007 10:53