Lífið

Nágranni stefnir Helenu Christensen vegna framkvæmda

MYND/Getty

Ýmsa dreymir eflaust um að eiga dönsku ofurfyrirsætuna Helenu Christensen sem nágranna en það er ekki tilfellið með Fran Panasci. Hún hefur stefnt Christensen fyrir hæstarétt Manhattan vegna byggingaframkvæmda.

Christensen er bæta einni hæð við hús sitt í West Village í New York en Panasci segir að framkvæmdunum fylgi alltof mikill hávaði auk þess sem viðbótarhæðin skyggi á hús hennar. „Við vonuðumst til að geta náð sáttum í málinu en því miður varð það ekki raunin og því var ekki annað að gera en að höfða mál," segir lögmaður Panasci sem fer fram á 1,75 milljónir dollara, rúmlega 110 milljónir króna, í bætur auk þess sem hún krefst þess að nýja hæðin verði rifin.

Umboðsmaður Christensen segir hins vegar að hún hafi teygt sig eins langt og hún hafi getað í málinu en staðreyndin sé sú að Christensen hafi farið að lögum við byggingu hæðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.