Lífið

Mikil reiði vegna vægs dóms yfir Langham

MYND/Getty

Mikil reiði hefur gripið um sig meðal ýmissa samtaka í Bretlandi eftir að í ljós kom að breski leikarinn Chris Langham þyrfti aðeins að dúsa í fimm mánuði í fangelsi fyrir vörslu barnakláms. Langham fékk tíu mánaða dóm en þarf aðeins afplána helming tímans.

Talsmaður samtakanna Fórnarlömb glæpa segir niðurstöðuna hneyksli og ekki sé hægt að horfa fram hjá því hversu alvarlegur glæpur Langhams var. „Ríkisstjórnin og dómsmálayfirvöld hafa ítrekað lýst því yfir að tekið verði hart á viðbjóðslegum glæpum en enn einu sinni er felldur ótrúlega vægur dómur," segir Norman Brenndan hjá Fórnarlömbum glæpa í Bretlandi í samtali við Daily Mirror.

Langham var sakfelldur fyrir að hlaða niður barnaklámsmyndum en sum barnanna á myndskeiðunum voru allt að átta ára gömul. Langham viðurkenndi að hafa skoðað efnið en sagðist hafa gert það í tengslum við þátt sem hann væri að vinna að. Auk dómsins verður Langham á lista breskra stjórnvalda yfir dæmda kynferðisbrotamenn í tíu ár.

Chris Langham er einna þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Mæðst í mörgu sem Ríkisútvarpið hefur nú til sýninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.