Lífið

Einn þekktasti plötusnúður Breta

Einn þekktasti plötusnúður Bretlands, Alan McGee, mun þeyta skífum á Gauki á Stöng helgina 1. og 2. apríl. McGee er afar þekktur í bresku tónlistarlífi enda uppgötvaði hann meðal annars Oasis, Jesus & Mary Chain og Primal Scream og er nú umboðsmaður The Libertines. Hann rekur umboðsskrifstofuna The Poptones, sem hefur m.a. á sínum snærum The Hives, The Cosmic Rough Riders, og The Bellrays, auk þess sem hann stofnaði hina þekktu Creation Records á sínum tíma. Óli Palli verður gestaplötusnúður bæði kvöldin og bætist þar með í hóp margra mætra einstaklinga sem hafa spilað með Alan. Þeirra á meðal eru Courtney Love, Shane MacGowan og sveitirnar The Libertines, The Hives og Primal Scream. Sign og 911 hita upp fyrir McGee og Óla Palla á föstudagskvöldið og kvöldið eftir hita Dúndurfréttir upp. Stuðið byrjar kl. 22.00 bæði kvöldin og kostar 1500 kr. inn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.