Lífið

Vonuðum að einhver væri að leita

"Við vonuðum að einhver væri að leita að okkur undir það síðasta en okkur skorti hvorki vatn né mat og okkur var aldrei kalt," sagði Ragnar Þór Georgsson eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hann og tvo ferðafélaga hans til byggða í gærkvöldi. Þegar þau fundust á áttunda tímanum í gærkvöldi hafði ekkert spurst til þeirra í rúman sólarhring. Ungmennin þrjú; Stefán Pálsson, Sesselja Antonsdóttir og Ragnar Þór, lögðu upp frá Dalvík á tveimur bílum um hádegisbil í fyrradag og var ætlunin að keyra suður til Reykjavíkur um Kjöl. Varhugavert er að fara þar um á þessum tíma enda krapi mikill og veðurfar mjög breytilegt. Annar bíllinn festist fljótlega í krapa en þau héldu engu að síður áfram á hinum bílnum þar til hann varð olíulaus um svipað leiti og þyrlan fann þau. Þá var enn tveggja tíma akstur til byggða. Ungmennin voru björguninni fegin en sagði Ragnar að aldrei hefði væst um þau þann tíma sem leit stóð yfir. "Það var farið að skyggja þegar við loks fundum þau og líklega ekki nema 20 mínútur áður en við hefðum orðið að hætta leit," sagði Björn Brekkan, þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni. Þyrla Gæslunnar var þá nýlent á Reykjavíkurflugvelli með ungmennin þrjú sem leitað var í allan gærdag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.