Lífið

Klyfjahesturinn fluttur á Hlemm

Klyfjahesturinn, listaverk Sigurjóns Ólafssonar, verður fluttur niður á Hlemm þegar breytingum á gatnakerfinu þar lýkur. Hesturinn hefur staðið í Sogamýrinni í 39 ár en folaldið sem honum fylgir öllu styttra. Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, segir verkið verða sett upp á Hlemmi um miðjan júní: "Þegar til stóð að endurskipuleggja Hlemm vegna breytinga á almenningssamgöngum kom upp sú hugmynd að flytja verkið á þann stað sem því var upphaflega ætlaður staður og af því verður." Hann segir að Reykjavíkurborg hafi óskað eftir verkinu árið 1958 og þá ætlað að stilla því upp við Hlemm. Eftir breytingu á skipulagi hafi verkið hins vegar verið sett upp í Sogamýrinni, sem var síðasti áfangastaðurinn áður en keyrt var inn í Reykjavík. Eiríkur segir verkið sjálft í góðu ástandi og ánægja ríki með að flytja það á Hlemm. "Það hefur alltaf verið haft í huga og vitað að verkið var upphaflega ætlað á Hlemm. Það gat bara ekki orðið á þeim tíma."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.