Lífið

Neitar að fyrirskipa næringargjöf

Dómarinn í máli Terri Schiavo, heilasködduðu bandarísku konunnar sem hatrammar deilur standa nú um hvort eigi að fá að deyja eða lifa, hefur neitað að verða við þrýstingi og úrskurða um það að næringaslöngu verði aftur komið fyrir í henni. Næringagjöf Schiavos var hætt á föstudaginn í síðustu viku og hún hefur hvorki fengið vott né þurrt síðan. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Bandaríkjaþing hafa lagst gegn þessu og þingið samþykkti með flýti í gær löggjöf sem verður til þess að málið fer annan umgang í dómskerfinu á öðru dómsstigi. Þingmenn bundu með lagasetningunni vonir við að næringagjöf Schiavos yrði haldið áfram en nú virðist sem málið sé aftur komið í hnút. Schiavo varð fyrir alvarlegum heilaskaða árið 1990 og læknar segja útilokað að hún nái sér eða læknist. Eiginmaður hennar vill að hún fái að deyja en foreldrar hennar geta ekki sætt sig við það.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.