Lífið

Ísfirsk tónlistarhátíð um páskana

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði um páskana. Tæplega þrjátíu listamenn koma fram á hátíðinni sem hefst á laugardaginn. Aðalrakarinn í bænum verður heiðursgestur hátíðarinnar. Tónlistarhátíðin er haldin í miðri skíðaviku Ísfirðinga sem er 70 ára um þessar mundir. Tónlistarmennirnir Mugison og Ragnar Kjartansson kynntu hátíðina á Ísafirði á dögunum og styrktaraðila hennar sem eru Flugfélag Íslands, Íslandsbanki og Síminn sem mun sýna beint frá hátíðinni á Netinu. Mugison sagði við þetta tilefni að það mætti enginn græða á hátíðinni og að markmiðið væri að fólk skemmti sér. Það er ljóst að tónlistarhátíð Ísfirðinga er komin til að vera því færri hljómsveitir komust að en vildu. Villi Valli rakari og djassari verður heiðursgestur hátíðarinnar og mætir hann með sína hljómsveit. Hann segir að líklega verði hann aldursforseti á hátíðinni. Aðspurður hvort hann hafi verið mikið í tónlist segir Villi að hann hafi byrjað að spila á böllum 12 ár gamall og hafi verið að við það í 40 ár. Hann hafi þó ekki verið atvinnumaður í þessu heldur í tónlistinni með öðru og tónlistin hafi gefið honum margt. Það voru Mugison og pabbi hans sem fengu hugmyndina að hátíðinni yfir bjórglasi í London. Mugison segir að í fyrstu hafi þeim fundist hugmyndin fyndin en þegar þeir hafi vaknað daginn eftir hafi þeir munað eftir henni og rætt um hana við Ragnar Kjartansson. Honum hafi fundist hugmyndin frábær og nokkrum vikum seinna hafi þeir allir verið mættir vestur og helgin hafi verið ógleymaleg og hátíðin hafi gengið mjög vel. Mugison hvetur fólk til að koma á hátíðina. Fólk geti hringt í frænkur og frænda sem það eigi á Ísafirði og fengið gistingu. Vonandi snjói eiithvað svo fólk geti líka farið á skíði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.