Ungt fólk með fordóma 30. mars 2005 00:01 Neikvæð viðhorf í garð innflytjenda fara vaxandi meðal ungs fólks, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Rannsóknir og greining hafa gert fyrir Rauða kross Íslands. Samanborið við svipaðar kannanir 1997 og 2000 fækkar þeim ungmennum sem telja að menning sem fylgir innflytjendum hafi jákvæð áhrif á samfélagið en hinum sem telja að áhrifin séu neikvæð hefur fjölgað. Rannsóknin, sem var gerð árið 2003, tekur til níundu og tíundu bekkja grunnskóla um allt land en í þeim bekkjum eru krakkar á aldrinum fjórtán til sextán ára. Í könnuninni var meðal annars spurt hvort innflytjendur eigi að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar og er aðeins helmingur unglinganna sammála því en fimmtungur eða 20 prósent er því ósammála. Þar hefur fækkað um átta af hundraði í hópi þeirra sem voru þessu sammála 1997 og þeim sem eru ósammála fjölgað að sama skapi um átta prósent. Áberandi munur er á hlutfalli stráka og stelpna að þessu leyti, en fjórði hver strákur á aldrinum fjórtán til sextán ára er þeirrar skoðunar að innflytjendur eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar. Helmingi færri stelpur, eða 13 prósent, eru sömu skoðunar. Þá var spurt um afstöðu til fjölda innflytjenda og eru um 40 af hundraði unglinganna á þeirri skoðun að þeir séu of margir. Sambærileg tala 1997 var 24 prósent. Afstaða strákanna er mun harðari en stelpnanna en helmingur þeirra telur innflytjendur of marga. "Þetta eru sláandi niðurstöður," segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. "Við sjáum dæmi um jákvæð áhrif útlendinga víða í samfélaginu, meðal annars í menningu, listum og atvinnulífi, en á sama tíma virðist afstaða ungs fólks gagnvart útlendingum vera að harðna". Enginn munur er á afstöðu unglinga á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en efasemdir um jákvæð áhrif innflytjenda aukast eftir því sem áhættuhegðun eykst og félagslegar aðstæður versna. Hins vegar er athyglisvert að þau ungmenni sem gengur vel í skóla og hafa jákvæð viðhorf til námsins eru jákvæðari gagnvart innflytjendum en þau sem verr gengur. Innlent Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Neikvæð viðhorf í garð innflytjenda fara vaxandi meðal ungs fólks, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Rannsóknir og greining hafa gert fyrir Rauða kross Íslands. Samanborið við svipaðar kannanir 1997 og 2000 fækkar þeim ungmennum sem telja að menning sem fylgir innflytjendum hafi jákvæð áhrif á samfélagið en hinum sem telja að áhrifin séu neikvæð hefur fjölgað. Rannsóknin, sem var gerð árið 2003, tekur til níundu og tíundu bekkja grunnskóla um allt land en í þeim bekkjum eru krakkar á aldrinum fjórtán til sextán ára. Í könnuninni var meðal annars spurt hvort innflytjendur eigi að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar og er aðeins helmingur unglinganna sammála því en fimmtungur eða 20 prósent er því ósammála. Þar hefur fækkað um átta af hundraði í hópi þeirra sem voru þessu sammála 1997 og þeim sem eru ósammála fjölgað að sama skapi um átta prósent. Áberandi munur er á hlutfalli stráka og stelpna að þessu leyti, en fjórði hver strákur á aldrinum fjórtán til sextán ára er þeirrar skoðunar að innflytjendur eigi ekki að njóta sömu réttinda og aðrir Íslendingar. Helmingi færri stelpur, eða 13 prósent, eru sömu skoðunar. Þá var spurt um afstöðu til fjölda innflytjenda og eru um 40 af hundraði unglinganna á þeirri skoðun að þeir séu of margir. Sambærileg tala 1997 var 24 prósent. Afstaða strákanna er mun harðari en stelpnanna en helmingur þeirra telur innflytjendur of marga. "Þetta eru sláandi niðurstöður," segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. "Við sjáum dæmi um jákvæð áhrif útlendinga víða í samfélaginu, meðal annars í menningu, listum og atvinnulífi, en á sama tíma virðist afstaða ungs fólks gagnvart útlendingum vera að harðna". Enginn munur er á afstöðu unglinga á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni en efasemdir um jákvæð áhrif innflytjenda aukast eftir því sem áhættuhegðun eykst og félagslegar aðstæður versna. Hins vegar er athyglisvert að þau ungmenni sem gengur vel í skóla og hafa jákvæð viðhorf til námsins eru jákvæðari gagnvart innflytjendum en þau sem verr gengur.
Innlent Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira