Fleiri fréttir

Seldist upp á 20 mínútum

Sissel Kyrkjebö er greinilega búin að heilla Íslendinga upp úr skónum, þótt enn sé hálft ár í tónleika hennar í Háskólabíói. Uppselt var á tónleikana á tuttugu mínútum þannig að aukatónleikum var skellt á. Allir miðarnir á þá fóru líka á tuttugu mínútum svo nú er verið að vinna í því að fá hana til að halda þrenna tónleika.

Samvinna Hljóma og Heimis

Hin sívinsæla hljómsveit Hljómar frá Keflavík munu á næstunni halda þrenna tónleika með Karlakórnum Heimi úr Skagafirði. Er óhætt að segja að Hljómar skipti algjörlega um gír með þessum tónleikum en þeir fyrstu verða í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 26. mars nk.

Misræmi í framburði ákæranda

Drengurinn sem sakar Michael Jackson um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir tveimur árum viðurkenndi í réttinum í gær að hafa sagt skólastjórnanda í skólanum sínum að poppstjarnan hefði ekki gert sér nokkurn skapaðan hlut. Þetta kom fram í yfirheyrslum verjenda Jacksons yfir drengnum.

U2 í frægðarhöllina

Írska hljómsveitin U2 var vígð inn í frægðarhöll rokksins fyrir skömmu ásamt The Pretenders, Buddy Guy, O´Jays og Percy Sledge.

Söngleikur um heilagan gral

Leikarinn Eric Idle hefur sett á fjalirnar söngleik á Broadway byggðan á gamanmyndinni sígildu Monty Python and the Holy Grail frá árinu 1974. Tók það Idle, sem er einn af meðlimum Monty Python-hópsins, þrjú ár að undirbúa sýninguna.

Sagði Jackson saklausan

Pilturinn sem hefur sakað Michael Jackson um kynferðislega misnotkun sagði fyrir rétti að hann hefði sagt kennaranum sínum tvisvar sinnum að popparinn hefði ekkert gert sér.

Hvað er úti í garði?

Þegar vorar kemur ýmislegt í ljós í garðinum þínum. Það sem snjór og myrkur huldu er nú orðið sýnilegt.

Hannar hurðir fyrir fólk

Björn Björnsson ráðleggur fólki að keyra um bæinn og skoða hurðir áður en það tekur ákvörðun um nýjar hurðir í húsið.

Upplitast ekki

Hurðir úr PVC-u eru nýjung hér á landi.

Unnu Flug til London og Kaupmannahafnar

Fimm heppnir Vísisnotendur duttu í lukkupott Vísis og Iceland Express á dögunum þegar dregið var úr nöfnum þeirra sem gerðu Vísi að upphafssíðu sinni. Þessir heppnu notendur unnu sér inn ferð til London eða Kaupmannahafnar með Iceland Express.

Myndasvæðin vinsæl á folk.is

Myndasvæðin sem í boði eru á blogghluta Vísis, folk.is njóta sífellt vaxandi vinsælda. Vel á þriðja þúsund manns hafa opnað myndasavæði og eru fleiri hundruð myndasvæði virk á hverjum tíma.

X&Y kemur 6. júní

Nýjasta plata Coldplay, X&Y, kemur út hinn 6. júní næstkomandi. Fyrsta smáskífulag plötunnar, Speed of Sound, kemur út 23. maí og fer það í spilun á útvarpsstöðvum 18. apríl.

DiCaprio æfði tapbrosið

Leikarinn Leonardo DiCaprio eyddi mörgum klukkustundum í að æfa upp tapbrosið fyrir síðustu Óskarsverðlaunaafhendingu. DiCaprio var tilnefndur sem besti leikarinn en tapaði fyrir Jamie Foxx eins og hann hafði búist við.

Leikkonan Lewis í tónleikaferð

Leik- og söngkonan Juliette Lewis ætlar í tónleikaferð um Bretland í næsta mánuði ásamt hljómsveit sinni Juliette and the Licks.

Ný bók um Pétur Pan

Ný bók um Pétur Pan er væntanleg. Rithöfundurinn sem valinn hefur verið til að skrifa framhaldið er hinn verðlaunaði barnabókahöfundur, Geraldine McCaughrean, en bók hennar kallast <em>Pan skipstjóri</em>.

Eins og japanskur túristi

Norska söngkonan Sissel Kyrkjebø kom til landsins um helgina til að undirbúa tónleika sem hún heldur í september og skoða landið. Hún fór ásamt fylgdarliði sínu og skoðaði Gullfoss, Geysi og Þingvelli.

Leno má segja Jackson-brandara

Jay Leno má segja brandara um Michael Jackson. Dómari í Kaliforníu í Bandaríkjunum komst að þessari niðurstöðu í gærdag en spjallþáttastjórnandinn Leno fór fyrir dóm til að ganga úr skugga um að hann bryti ekki lög með Jackson-bröndurum. Leno er nefnilega einn þeirra sem stefnt hefur verið fyrir réttinn sem vitni.

Líkamsræktin skilaði ónýtri mjöðm

Leikkonan Jane Fonda fær nýja mjöðm í aðgerð á næstu dögum. Þetta eru tæpast tíðindi nema í ljósi þess að Fonda var á árum áður einn frumkvöðla aerobic-hreyfingarinnar og framleiddi hvert líkamsræktarmyndbandið á fötur öðru. Æfingin virðist ekki síst hafa skilað sér í ónýtri mjöðm, sem þarf sem sagt að laga.

Erfitt að lýsa tilfinningunni

Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. „Maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér,“ segir Hildur. Og hún segir sl. nótt hafa verið svefnlitla. 

Franz Ferdinand til landsins

Það heldur áfram að hlaupa á snærið hjá rokk- og popptónlistarunnendum hér á landi því ljóst er að enn bætast við Íslandsvinir til viðbótar við fleiri sem hafa boðað komu sína. 27. maí verður skoska hljómsveitin Franz Ferdinand með hljómleika í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Björgólfur á meðal ríkustu manna

Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara.

Michael Jackson að bilast?

Vinir Michaels Jacksons hafa nú áhyggjur af því að poppgoðið sé að bilast, samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla. Þessar fregnir berast eftir að hann mætti fyrir dóm í Santa Maria í Kaliforníu í gær í náttfötum.

Domingo spókar sig um

Spænski stórtenórinn Placido Domingo kom til landsins í gærkvöldi en hann heldur tónleika í Egilshöll klukkan átta á sunnudagskvöld. Með Domingo í för eru eiginkona hans og umboðsmaður. Einnig kom til landsins Ana Maria Martinez sem mun koma fram með Domingo á tónleikunum.

IDOL stjörnuleit - Úrslitaþáttur

IDOL stjarnan 2005 verður krýnd í Smáralindinni í kvöld en Heiða og Hildur Vala keppa til úrslita um titilinn í beinni útsendingu Stöðvar 2. Útsending hefst klukkan 20:30.

Mannslíkaminn án takmarkana

Mannslíkaminn án takmarkana. Þetta er líklega eina leiðin til að lýsa dansflokknum Pilóbólus sem hingað er kominn til að hreyfa við Íslendingum. Þau lofa hráum óbeisluðum tilfinningum, mikilli orku og mannslíkamanum í sinni fjölbreytilegustu mynd á sýningu sinni annað kvöld.<font size="2"></font> 

Hildur Vala IDOL stjarna Íslands

Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin IDOL stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum IDOL stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind.

Pipar og salt í góðri kvörn

Pipar og salt eru þau krydd sem hvað mest eru notuð við eldamennsku og þurfa alltaf að vera við hendina í eldhúsinu.

Hraun á Kaffi Vín í kvöld

Hljómsveitin Hraun mun í kvöld leika lax og synda aftur til gotstöðva sinna á Kaffi Vín, þar sem sveitin mun leika frumsamið efni sitt órafmagnað. Sveitin, sem varð til sem spunaævintýri á Kaffi Vín fyrir tæpum tveimur árum, hefur undanfarin misseri staðið í rannsókna- og þróunarstarfi á svokölluðu Tónleika-Partýi, þar sem dagskrá hefst á tónleikum með frumsömdu efni.

Rather kveður með söknuði

Fréttaþulurinn Dan Rather lauk síðustu útsendingu sinni á CBS með hjartnæmri ræðu þar sem hann þakkaði áhorfendum fyrir að hafa hleypt sér inn á heimili sín á hverju kvöldi í meira en tvo áratugi. Í gær voru nákvæmlega 24 ár frá því að Rather tók við af Walter Kronkite sem aðalfréttalesari CBS.

Dregið í IDOL leik Vísis

Idol leik Vísis og Stöðvar 2 er nú lokið. Dregnir voru út vel á annað hundrað vinningar, miðar á úrslitakvöld IDOL stjörnuleitar, IDOL rubikkubbar og IDOL hálsbönd.

Bálreið út í gamla kærastann

Charlotte Church er bálreið út í fyrrverandi kærasta sinn, Kyle Johnson, og hefur hreytt því í hann að hann skuli fá sér vinnu.

Yfir sig hrifinn af Penelope

Matthew McConaughey hefur í fyrsta sinn rætt opinberlega um samband sitt við leikkonuna Penelope Cruz.

Elskar konur

Angelina Jolie segist vera sérfræðingur í lesbísku kynlífi. "Ég gjörsamlega elska konur og finnst þær vera ótrúlega kynþokkafullar."

Rather hættir að lesa fréttir

Fréttaþulurinn góðkunni Dan Rather les fréttir í síðasta sinn á CBS-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Rather, sem er 73 ára gamall, hefur verið aðal fréttaþulur CBS síðan árið 1981. Til stóð að hann hætti á næsta ári en eftir að sjónvarpsstöðin flutti frétt hans um hermennskuferil George Bush Bandaríkjaforseta sem reyndist röng var ákveðið að hann skyldi hætta þegar á þessu ári.

Líður að lokum IDOL leiks

IDOL leikurinn hér á Vísi stendur nú sem hæst en lokað verður fyrir þátttöku eftir hádegi. Í kjölfarið verður dregið úr þeim þúsundum nafna sem skráð hafa sig í lukkpottinn. Rúmlega 100 vinningar eru í boði, þar á meðal miðar á úrslitakvöld IDOL stjörnuleitar í Smáralindinni næstkomandi föstudagskvöld.

Segir al-Qaida hafa fylgst með sér

Nýsjálenski leikarinn Russel Crowe segir að al-Qaida samtökin hafi hugsanlega ætlað að ráðast á hann snemma árs 2001 til þess að valda menningarlegum óstöðugleika í Bandaríkjunum eins og það er orðað. Crowe heldur þessu fram í viðtali við tímaritið GQ og segir að bandaríska alríkislögreglan hafi gætt sín á meðan á tökum á myndunum A Beautiful Mind og Master and Commander stóð.

Pitt og Aniston fá ráðgjöf

Brad Pitt og Jennifer Anniston eru að reyna að tjasla saman hjónabandi sínu á nýjan leik. Æsifréttablaðið <em>Sun</em> segist hafa heimildir fyrir því að parið gangi nú til hjónabandsráðgjafa sem reyni að hjálpa þeim að ná saman á nýjan leik.

Fróaði sér og þuklaði drenginn

Bróðir drengsins sem Michael Jackson er sakaður um að hafa beitt kynferðislegu ofbeldi segist hafa séð söngvarann fróa sér í tvígang á meðan hann þuklaði drenginn sem lá sofandi við hlið hans.

Berbrjósta konur hrella Karl

Karl Bretaprins varð fyrir óvæntri uppákomu þegar hann heimsótti Wellington, höfuðborg Nýja-Sjálands í gær þegar tvær berbrjósta konur hlupu upp að honum.

Smátelpur vilja grennast

Stór hluti sex ára gamalla stúlkna er óánægður með líkama sinn og vill grennast, samkvæmt nýrri ástralskri könnun.

Oprah forvitin um næturlífið

Þáttagerðarfólk á vegum sjónvarpskonunnar heimsfrægu Oprah Winfrey mun að öllum líkindum koma til landsins í vikunni og safna efni fyrir innslag um stöðu íslenskra kvenna sem sýnt verður í The Oprah Winfrey Show. Oprah sjálf mun því miður ekki sjá sér fært að heiðra landann með nærveru sinni að þessu sinni enda konan með eindæmum upptekin.

Sjá næstu 50 fréttir