Lífið

Stjörnustríðsmyndir í þrívídd

George Lucas ætlar að gefa allar sex Stjörnustríðsmyndirnar út í þrívíddarformi. Hann tilkynnti þetta á ráðstefnu í Las Vegas í Bandaríkjunum og sagðist ætla að hefjast handa við þá framleiðslu eftir tvö ár, en síðasta Stjörnustríðsmyndin verður frumsýnd í sumar. Hann áætlar að kostnaður við að umbreyta einni mynd úr tvívídd í þrívídd verði í kringum fimm milljónir bandaríkjadala, eða andvirði 300 milljóna íslenskra króna. Fleiri kvikmyndaframleiðendur lýstu yfir áhuga sínum á þrívíddarmyndum á ráðstefnunni, meðal annars sagði James Cameron, leikstjóri Titanic, að hann hygðist í framtíðinni eingöngu framleiða þrívíddarmyndir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.