Lífið

Hættu við á síðustu stundu

Stuðmenn hættu við að koma fram á stórtónleikum nítján ára tónleikahaldara með aðeins dags fyrirvara, en það verður samt ekki messufall. Sálin hans Jóns míns kemur fram á tónleikunum í kvöld í stað Stuðmanna en tónleikarnir verða haldnir í Íþróttahúsinu í Digranesi. Um eitt þúsund miðar höfðu verið seldir á tónleika Stuðmanna og segir tónleikahaldarinn, Karim Djermún, að ef einhverjir miðaeigendur séu óánægðir geti þeir nálgast upplýsingar á heimasíðunni rugl.is. Karim segir að síðasti sólarhringur hafi verið annasamur en hann hefur unnið að skipulagningu Stuðmannatónleikanna í þrjá mánuði. Hann segir haldlitlar skýringar hafa komið frá hljómsveitinni um skyndilegt brotthvarf frá tónleikunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.