Lífið

Hunangsflugur komnar á kreik

Hunangsflugur eru komnar á kreik en þær hafa sést á Húsavík, Laugum, Hornafirði og í Breiðdal. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir mjög óvanalegt að flugurnar vakni úr vetrardvala svo snemma. „Hingað til hefur verið hægt að stilla dagatalið eftir því hvenær þær fara á kreik en það hefur verið 19. eða 20. apríl," segir Erling. Lengi vel var aðeins til ein tegund hunangsfluga á Íslandi en 1959 nam önnur land og sú þriðja 1979. Yfir vetrarmánuðina grafa flugurnar sig í jörð, eða finna annað afdrep, til að leggjast í dvala.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.