Lífið

Stjörnulögfræðingur látinn

Bandaríski stjörnulögfræðingurinn Johnnie Cochran er látinn, 67 ára að aldri. Cochran, sem greindist með heilaæxli í desember árið 2003, lést á heimili sínu í Los Angeles. Cochran skapaði sér nafn sem lögfræðingur með því að taka að sér mál þeldökkra skjólstæðinga sem höfðu margir hverjir átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Hann var þó þekktastur sem lögfræðingur leikarans og fótboltakappans fyrrverandi O.J. sem var sýknaður af ákæru um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og vin hennar. Þótti mörgum sem frammistaða Cochran hafi verið lykillinn að sýknun O.J., sem af flestum var talinn sekur um verknaðinn. Setningin "Ef það passar ekki verðurðu að sýkna" varð fræg í réttarhöldunum þegar Cochran sýndi kviðdóminum fram á að morðhanskinn passaði ekki á Simpson. Á meðal fleiri þekktra skjólstæðinga Cochran voru Tupac Shakur, Snoop Dogg og Sean "P. Diddy" Combs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.