Lífið

Trommari Crowded House látinn

Paul Hester, fyrrverandi trommuleikari hljómsveitarinnar Crowded House, fannst látinn í almenningsgarði í Melbourne í Ástralíu. Talið er að um sjálfsmorð hafi verið að ræða en lík hans fannst hangandi uppi í tré í garðinum. Hester, sem var 46 ára, sást síðast á lífi síðastliðinn föstudag þegar hann fór með hundana sína í göngutúr. Ekkert hafði bent til þess að hann ætti við þunglyndi að stríða. Hester var einn af stofnmeðlimum Crowded House, sem átti blómatíma sinn á níunda áratugnum. Hann hætti í sveitinni 1994 og hóf störf í fjölmiðlum. Hann lætur eftir sig kærustu og tvær dætur. "Ég er eyðilagður. Ég hef misst einn besta vin minn," sagði Neil Finn, söngvari Crowded House, í viðtali eftir dauðsfall Hester.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.