Fleiri fréttir

Shrek 2 tekjuhæst 2004

Teiknimyndin Shrek 2 var tekjuhæsta mynd ársins í Bandaríkjunum á síðasta ári og jafnframt sú þriðja tekjuhæsta í sögunni þar í landi. Halaði hún inn 436 milljónir Bandaríkjadala, eða um 27 milljarða króna.

Lucas segir lítið

Það hvílir jafnan mikil leynd yfir gerð Star Wars mynda Georges Lucas og það gildir einnig um næstu mynd, Episode III: Revenge of the Sith þrátt fyrir að nánast hvert mannsbarn viti hvernig myndin endar þar sem allar fyrri myndirnar fimm hafa undirbyggt sorglega lokaniðurstöðuna.

Jónsi ananas

Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, mun bregða sér í líki Imma ananas þegar söngleikurinn Ávaxtakarfan verður frumsýndur í Austurbæ í febrúar. Jónsi fer með hlutverk vonda karlsins Imma en auk hans mun Birgitta Haukdal leika Geddu gulrót og Selma Björnsdóttir fer með hlutverk Evu appelsínu, svo fáeinir séu nefndir.

Hljómsveitin Vínyl til Texas

Hljómsveitin Vínyl heldur til Austin í Texas í mars þar sem þeir kauðar spila á tónlistarhátíðinni SXSW. Þetta er stærðarinnar hátíð þar sem margar hljómsveitirnar hafa fengið sitt stóra tækifæri.  

Nútímalegur hallarstíll

Nú þykir mjög flott að hafa kristalsljósakrónu á heimilinu og setja hana inn í mjög nútímalegt umhverfi þar sem viktorískum og módernískum stíl er blandað saman. Verslunin Exó í Fákafeni sem að jafnaði býður upp á mjög stílhrein og nútímaleg ljós hefur nánast á einni nóttu breyst í höll þar sem allt hefur fyllst af kristalsljósakrónum.

Þegar jólaskrautið fer í geymsluna

Nú þegar jólin eru á enda og jólaskraut ratar aftur ofan í kassa og kirnur verður eftir ákveðið tómarúm í híbýlum fólks. Það er hins vegar engin ástæða til fyllast þunglyndi því nú er einmitt tíminn til að endurskipuleggja.

Góð vinnuaðstaða fyrir mestu

"Við fluttum inn fyrir þremur árum og þá var eldhúsið agalegt," segir Guðrún þegar hún var beðin um að segja okkur frá eldhúsinu sínu. "Við erum reyndar ekki sú týpa af Íslendingum sem rífa allt út og setja nýtt áður en flutt er inn," segir Guðrún

Gluggaþvottur

* Ef sólin skín úti vertu þá með sólgleraugu þegar þú þrífur gluggana. Þannig sérðu betur þá bletti sem þú átt eftir og hvar strokurnar eftir hreinsivökvann liggja.

Heimsborgarleg gatnamót

Gatnamótin þar sem Suðurlandsbraut og Laugavegur mætast hafa fengið á sig stórborgarbrag þar sem nokkur mikilfengleg og nútímaleg glerhýsi hafa risið. Fyrst ber að nefna Kauphöll Íslands sem trónir yfir gatnamótum, sem bogadregið glerhýsi og gefur tóninn af því sem koma skal í henni Reykjavík. 

Hljómalind verður kaffihús

"Við hringdum í Kidda, sem rak Hljómalind, og hann gaf okkur strax leyfi til að nota nafnið. Hann var mjög ánægður með að við skyldum vilja nota það," segir Helena Stefánsdóttir, sem ásamt sex félögum sínum er að opna nýtt kaffihús að Laugavegi 21, þar sem plötubúðin Hljómalind var áður til húsa.

Illugi í útvarpið

Illugi Jökulsson hefur látið af störfum sem ritstjóri DV og tekur við útvarpsstjórastöðu á nýrri talútvarpsstöð í eigu Íslenska útvarpsfélagsins.

Cleese missir titilinn

Breski grínistinn Peter Cook var í dag valinn hæfileikaríkasti grínisti heims en það var sjónvarpsstöðin Channel 4 í Bretlandi sem stóð fyrir valinu. Cook, sem sló fyrst í gegn fyrir leik sinn í þáttunum „Beyond The Fringe“, tekur við titlinum af Monty Python meðliminum John Cleese. Í öðru sæti var kanadíski leikarinn Mike Myers og þriðji varð Woody Allen.

Börkur undirbýr Karfann

Fyrsta kvikmynd leikstjórans Barkar Gunnarssonar, hin íslensk-tékkneska Sterkt kaffi, er í sjöunda sæti yfir það mikilvægasta sem gerðist árið 2004 á kvikmyndasviðinu, samkvæmt hinu víðlesna tékkneska dagblaði Nedélní svet. Í efsta sæti er tilnefning tékknesku myndarinnar Zelary til Óskarsverðlauna fyrr á árinu.

Ný slanguryrði í orðabók

Eftir að orðið "blingbling" rataði í ensku Webster orðabókina hafa umsjónarmenn netútgáfu ensku Oxford orðabókarinnar ákveðið að bæta einnig nokkrum slanguryrðum í sarpinn.

Á sama vinnustað í 56 ár

Akureyringurinn Svavar Friðrik Hjaltalín lauk starfsævi sinni á nýliðinni Þorláksmessu. Þá hafði hann starfað á sama vinnustaðnum í 56 ár en vinnuveitandinn var Útgerðarfélag Akureyringa sem nú er í eigu Brims.

Sextán fengu heiðursmerki

Sextán Íslendingar hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu nú í ár. Forseti Íslands sæmdi þá orðunni að venju á nýársdag.

Enginn formannsfiðringur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi er fimmtug í dag. "Ég hélt nú upp á fertugsafmælið í Norræna húsinu og mér finnst stórafmæli ágæt til þess að hitta þá sem ég hef verið samferða og unnið með og fagna með þeim. Núna langar mig til þess að hitta vini, ættingja og samferðafólk í dag í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu," segir afmælisbarn dagsins.

Bára bleika nútímans

Í Ingólfsstræti 8 opnaði verslunin og testofan Frú fiðrildi á dögunum. Nafnið kom að sjálfu sér því eigandanum finnst fátt skemmtilegra en að flögra um og gera umhverfið enn fallegra. Marta María Jónasdóttir lét Frú fiðrildi dekra við sig með ilmandi tei, marengstoppum og góðum hugmyndum fyrir heimilið.

Jólaseríur allt árið

Það leiðist víst flestum að taka niður jólin og margir vilja halda í þau eins lengi og kostur er. Aðrir ganga rösklega til verks og pakka jólunum saman á einum eftirmiðdegi og henda ýmsum óþarfa og forgengilegu drasli eins og jólaseríunum. 

Íslandsspil leggja til 5 milljónir

Íslandsspil afhentu í dag Rauða krossi Íslands fimm milljónir króna til hjálparstarfsins vegna hamfaranna sem urðu við Indlandshaf á annan í jólum. Hjálparstarf Rauða krossins á svæðinu er það umfangsmesta sem hreyfingin hefur ráðist í um áratugaskeið. Samkvæmt hjálparbeiðni sem Alþjóða Rauði krossinn sendi út í gær er þörf á um þremur milljörðum króna til hjálparstarfs hreyfingarinnar.

Leitað að ástvinum á netinu

Á vefsíðunni www.p-h-u-k-e-t.com. fer nú fram áköf leit að ástvinum á Netinu. Þar hefur meðal annars verið settur inn dálkur fyrir Íslendinga sem kunna að vera á hamfarasvæðinu og þeir beðnir um að láta vita af sér. Á síðunni hafa þegar margir ferðamenn á hamfarasvæðunum látið vita af sér en einnig eru þar margar orðsendingar þar sem fólk leitar horfinna ástvina.

67 ára ólétt

67 ára gömul kona í Rúmeníu er ólétt að tvíburum eftir að hafa gengist undir frjósemisaðgerð. Fari fæðingin að óskum verður rithöfundurinn og fræðikonan Adriana Iliescu elsta nýbakaða móðir sem um getur, en metið á nú indversk kona sem í fyrra eignaðist dreng á 66. aldursári.

Styðja hjálparstarf

Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa ákveðið að verja milljón hvort fyrirtæki til hjálparstarfs Rauða krossins vegna hamfaranna í Asíu, sem kostað hafa tugþúsundir mannslífa. Jafnframt skora Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar á önnur stærri fyrirtæki landsins að láta ekki sitt eftir liggja vegna hörmulegra afleiðinga flóðanna í kjölfar jarðskjálftans á annan dag jóla.

Verðlaunuð af Alþjóðahúsinu

Félagsþjónustan í Reykjavík, Kári Tran veitingamaður og Hólmfríður Gísladóttir fyrrverandi starfsmaður Rauða krossins fá í dag viðurkenningar Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda og fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi.

11 brennur á höfuðborgarsvæðinu

Kveikt verður í ellefu brennum í höfuðborginni annað kvöld. Söfnun í bálkestina hófst í fyrradag og lýkur um miðjan dag á morgun. Gamlársbrennur höfuðborgarinnar verða á gamalkunnum stöðum. Sjö þeirra eru í umsjá Gatnamálastofu og fjórar í umsjá félags- og íbúasamtaka og verður kveikt í þeim öllum um klukkan hálfníu annað kvöld.

Skýtur upp fram á morgun

Flugeldafíklar skjóta margir upp flugeldum fyrir milljónir króna, að sögn eins þeirra, sem viðurkennir fúslega að þetta sé náttúrulega bilun. Hann byrjar að skjóta fyrir miðnætti á gamlárskvöld og er að fram á nýársmorgun.

Búrfiskar í baðlóni

Fiskar af erlendum uppruna, og algengir eru í fiskabúrum á Íslandi, virðast lifa góðu lífi og fjölga sér ört í baðlóninu við Kaldbak sunnan Húsavíkur. Á huldu er hvernig þeir komust í lónið en getgátur eru um að einhver á Húsavík hafi sleppt þeim þar í tilraunaskyni.

Beiðni Fischers tekin til skoðunar

Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, féllst í gær á að taka til skoðunar beiðni skákmeistarans Bobbys Fischer um að fá að fara til Íslands í stað þess að vera vísað úr landi til Bandaríkjanna.

Rísandi atvinnuvegur

Nýjar byggingar stóru fyrirtækjanna á höfuðborgarsvæðinu hafa vakið athygli fyrir miklar glerklæðningar. Því kemur það ekki á óvart að samhliða fjölgun "speglabygginga" glæðast viðskipti gluggahreinsunarmanna.

Fann partí innra með sér

Valdimar Flygenring leikari hefur orðið flugeldaglaðari með aldrinum en hann segist á árum áður aðallega hafa haldið sína áramótabrennu og flugeldasýningu í hausnum á sér. "Það hefur sem betur fer breyst og í staðinn tek ég þátt í flugeldagríninu af lífi og sál.

Bara fjórir dvergar

Jólaleikrit leikfélagsins í þýska bænum Stendal heitir því frumlega nafni Mjallhvít og dvergarnir fjórir. Ástæðan er ekki vankunnátta leikhúsmanna á hinu sígilda ævintýri um prinsessuna fögru og stjúpuna vondu, heldur er fjárhagsstaða leikfélagsins svo slæm að einungis voru fjárráð til að ráða fjóra dverga í stykkið.

Vill sófann mjúkan

"Mér finnst gott að kasta mér í sófann minn að loknum vinnudegi og glápa á sjónvarp og góðar bíómyndir," segir Eggert Kaaber leikari sem segist vegna vinnu sinnar einnig nota sófann til að lesa yfir handrit. "Svo er líka voðalega gott að sofna í honum yfir sjónvarpinu," segir Eggert og hlær.

Byrjar nýtt og bleikt líf

Helga Thorberg er að losa sig við allt á heimilinu sínu, alla gamla hluti, styttur, bækur, föt - allt. "Ég er að hreinsa allt út af harða disknum og byrja upp á nýtt og það er svo gaman að það er dýrðlegt. Nú er ég að byrja nýtt skvísulíf.

Sjötíu þúsund til Rauða krossins

"Þessar hamfarir snerta okkur öll á einn eða annan hátt," segir Eilífur Friður Edgarsson, sem í gær afhenti Rauða krossinum sjötíu þúsund krónur til styrktar fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf.

Anselmo harmi lostinn

Philip Anselmo, fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Pantera hefur sent fjölmiðlum tilfinningaþrungna yfirlýsingu í formi myndbandsupptöku. Hljómsveitarbróðir hans fyrrverandi, Dimebag Darrell var myrtur á tónleikum á dögunum.

Flugeldar fyrir 400 milljónir?

Búist er við að landsmenn skjóti upp flugeldum fyrir allt að fjögur hundruð milljónir króna um áramótin. Reiknað er með góðri flugeldasölu þrátt fyrir slæma veðurspá. Fluttir voru inn 30 gámar af flugeldum fyrir áramótin, eða um 500 tonn, en langmest, um 400 tonn, er flutt inn af slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, sem með sölu á varningnum aflar fjár fyrir starfsemi sína.

Stefnt að opnun Hlíðarfjalls í dag

Ef veður leyfir verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri opnað klukkan 11 í dag. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðastaða, er kominn þokkalegur snjór í fjallið en þó minni en niður í byggð á Akureyri.

Fasteignamat hækkar um 13%

Fasteignamat íbúða hækkar um 13% víðast hvar suðvestanlands um áramótin. Fasteignamat sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkar þó um 20%. Mest hækkar matið um 30% í Fjarðabyggð og á sérbýli á Seltjarnarnesi.

Laus við allt stress

Linda Pétursdóttir er 35 ára í dag. Hún tekur því rólega í faðmi fjölskyldunnar. Linda vill njóta þess að vera á Íslandi með fjölskyldunni yfir jólin. Eftir fríið hefur hún nýtt nám í Bandaríkjunum í auglýsingagerð.</font /></b /> </font /></b />

Tvöföld nýársgleði á Sögu

Á Hótel Sögu verður árlegur nýársfagnaður í ár samkvæmt venju en þetta er í 15. skipti sem hann er haldinn. "Það má eiginlega segja að við séum með tvo nýársfagnaði þetta kvöld," segir Hafsteinn Egilsson, veislu- og ráðstefnustjóri á Hótel Sögu. 

Hjálpum Hinriki

Söfnun er hafin fyrir læknismeðferð tveggja ára drengs.

Ákvörðunar að vænta eftir áramót

Ekki er talið að hreyfing komist á mál skákmeistarans Bobbys Fischer í Japan fyrr en eftir áramót, að sögn Sæmundar Pálssonar, fyrrverandi lögreglumanns og vinar Fischers.

R-listinn fallinn?

Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í næstu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, fjölskyldur leysast upp á næsta ári vegna skuldsetningar og tvær kvikmyndir verða gerðar eftir bókum Arnaldar Indriðasonar. Þetta er á meðal þess sem völva Vikunnar sér fyrir sér að gerist í íslensku samfélagi á næsta ári og því þarnæsta.

Einn fékk 16 milljónir

Einn getspakur Lottóleikmaður var með allar tölur réttar í lottóúrdrætti að kvöldi jóladags og fær 16 milljónir króna í óvænta jólagjöf.

Jólafrumsýning í Þjóðleikhúsinu

Jólaleikrit Þjóðleikhússins Öxin og jörðin var frumsýnt að kvöldi annars dags jóla eins og vandi er til. Leikritið er byggt á samnefndri skáldsögu Ólafs Gunnarssonar um síðustu daga Jóns Arasonar biskups en fyrir hana hlaut Ólafur Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2003.

Sjá næstu 50 fréttir