Bára bleika nútímans Marta María Jónasdóttir skrifar 31. desember 2004 00:01 Ingibjörg Grétarsdóttir. Í Ingólfsstræti 8 opnaði verslunin og testofan Frú fiðrildi á dögunum. Nafnið kom að sjálfu sér því eigandanum finnst fátt skemmtilegra en að flögra um og gera umhverfið enn fallegra. Það mætti halda að Ingibjörg Grétarsdóttir væri náskyld Báru bleiku. Bleiki liturinn er í aðalhlutverki í verslun hennar og testofu og er í raun gunntónninn í lífi hennar. Frú fiðrildi situr aðeins í bleikum rókókó-húsgögnum, drekkur úr bleikum postulínsbollum og gæðir sér á bleikum marengstoppum. Þess á milli svalar hún skreytiþröf sinni með því að flögra um heimilið og gera fallegt. "Ég dýrka fiðrildi og nota þau mikið heima fyrir til skrauts. Ég væri mjög mikið til í að vera með vængi svo ég gæti flögrað um heiminn og gert hann fallegri. Mér finnst ég vera Frú fiðrildi," segir Ingibjörg og brosir sínu blíðasta. Hana hefur dreymt um að vera með eigin verslun síðan hún var unglingur. Hún stundaði um tíma hönnunarnám í Danmörku en er nú alkomin heim og búin að láta drauminn rætast. Vörurnar sem seldar eru í Frú fiðrildi koma allar frá Danmörku. Sumar eru splunkunýjar en aðrar hefur Ingibjörg fundið á mörkuðum. Í Frú fiðrildi eru öllum vörunum blandað saman svo úr verður sérstakur ævintýraheimur. Í framtíðinni stefnir hún á að vera með púða og fleira í þeim dúr sem hún lætur sauma eftir eigin hugmyndum. "Það væri líka gaman að vera með svolíitð af fötum. Búðin er það lítið að hún býður ekki upp á neitt mikið, stórar fataslár myndu alveg eyðileggja stemmninguna. En nokkrir undirkjólar og nærbolir í rómantískum stíl myndu alveg gera sig. Og ef ég hnýt um fallega kjóla á mörkuðum þá mun ég að sjálfsögðu koma með þá heim og selja hér."Reykjavík er málið Veröld Ingibjargar er bleik með hvítum og túrkislituðum áhrifum. Aðspurð að því hvort hún sé eitthvað skyld Báru bleiku segir hún að sú fyrrnefnda sé í miklu uppáhaldi hjá henni. "Ég er búin að velta því mikið fyrir mér að bjóða henni í heimsókn. Ég rakst einmitt á gamalt eintak af Heimsmynd um daginn þar sem Vala Matt var mynduð hjá Báru. Mér fannst þetta rosalega flott. Ég er þó meira fyrir að blanda bleika litnum með hvítu heldur en gulli. Mér finnst fallegast að blanda þessu bleika með franskri antíkstemnningu." Eftir að hafa dvalið um nokkurra ára skeið í Danmörku er Ingibjörg búin að finna út að hún vill hvergi annarsstaðar vera en í Reykjavík. "Mér finnst miðbærinn hafa lagast alveg rosalega. Mér brá rosalega ein jólin þegar ég kom heim því þá var svo mikið um autt húsnæði við Laugaveginn til leigu. Það er allt annað upp á teningnum núna. Það er komið miklu meira af litlum sætum búðum og miklu meira líf í bæinn. Annars finnst mér ekkert hafa breyst nema bara viðhorfið hjá sjálfri mér. Ég er miklu hamingjusamari og glaðari. Áður fyrr hataði ég Ísland en það er bara af því ég var ekki ánægð sjálf. Það sem spilar eflaust inní er að þá bjó ég í Breiðholti, núna er ég komin í miðbæinn og búin að öðlast innri ró."Yndisleg innpökkun Ekki er stressinu fyrir að fara í litlu krúttbúðinni hjá Frú fiðrildi. Í einu horninu er skrifborð með fullt af flottum pappír og öðru glingri. "Mér hefur alltaf þótt æðislega gaman að pakka inn og fengið útrás fyrir mína listrænu hæfileika í því. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að gjafir séu fallega pakkaðar inn. Það er svo gaman að gefa og ennþá skemmtilegra þegar fólk týmir ekki að opna pakkana því þeir eru svo fallega pakkaðir inn," segir Inga. Innpökkunin stendur þó ekki bara þeim til boða sem kaupa vörur af Frú fiðrildi heldur getur fólk labbað inn af götunni með gjafir og jafnvel fengið sér tesopa meðan það bíður. Á testofunni er það sama upp á teningnum. Nostrað við allt. Skonsurnar eru heimatilbúnar ásamt öllu bakkelsi. Frú fiðrildi er ákaflega fjölhæf. Innlent Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Í Ingólfsstræti 8 opnaði verslunin og testofan Frú fiðrildi á dögunum. Nafnið kom að sjálfu sér því eigandanum finnst fátt skemmtilegra en að flögra um og gera umhverfið enn fallegra. Það mætti halda að Ingibjörg Grétarsdóttir væri náskyld Báru bleiku. Bleiki liturinn er í aðalhlutverki í verslun hennar og testofu og er í raun gunntónninn í lífi hennar. Frú fiðrildi situr aðeins í bleikum rókókó-húsgögnum, drekkur úr bleikum postulínsbollum og gæðir sér á bleikum marengstoppum. Þess á milli svalar hún skreytiþröf sinni með því að flögra um heimilið og gera fallegt. "Ég dýrka fiðrildi og nota þau mikið heima fyrir til skrauts. Ég væri mjög mikið til í að vera með vængi svo ég gæti flögrað um heiminn og gert hann fallegri. Mér finnst ég vera Frú fiðrildi," segir Ingibjörg og brosir sínu blíðasta. Hana hefur dreymt um að vera með eigin verslun síðan hún var unglingur. Hún stundaði um tíma hönnunarnám í Danmörku en er nú alkomin heim og búin að láta drauminn rætast. Vörurnar sem seldar eru í Frú fiðrildi koma allar frá Danmörku. Sumar eru splunkunýjar en aðrar hefur Ingibjörg fundið á mörkuðum. Í Frú fiðrildi eru öllum vörunum blandað saman svo úr verður sérstakur ævintýraheimur. Í framtíðinni stefnir hún á að vera með púða og fleira í þeim dúr sem hún lætur sauma eftir eigin hugmyndum. "Það væri líka gaman að vera með svolíitð af fötum. Búðin er það lítið að hún býður ekki upp á neitt mikið, stórar fataslár myndu alveg eyðileggja stemmninguna. En nokkrir undirkjólar og nærbolir í rómantískum stíl myndu alveg gera sig. Og ef ég hnýt um fallega kjóla á mörkuðum þá mun ég að sjálfsögðu koma með þá heim og selja hér."Reykjavík er málið Veröld Ingibjargar er bleik með hvítum og túrkislituðum áhrifum. Aðspurð að því hvort hún sé eitthvað skyld Báru bleiku segir hún að sú fyrrnefnda sé í miklu uppáhaldi hjá henni. "Ég er búin að velta því mikið fyrir mér að bjóða henni í heimsókn. Ég rakst einmitt á gamalt eintak af Heimsmynd um daginn þar sem Vala Matt var mynduð hjá Báru. Mér fannst þetta rosalega flott. Ég er þó meira fyrir að blanda bleika litnum með hvítu heldur en gulli. Mér finnst fallegast að blanda þessu bleika með franskri antíkstemnningu." Eftir að hafa dvalið um nokkurra ára skeið í Danmörku er Ingibjörg búin að finna út að hún vill hvergi annarsstaðar vera en í Reykjavík. "Mér finnst miðbærinn hafa lagast alveg rosalega. Mér brá rosalega ein jólin þegar ég kom heim því þá var svo mikið um autt húsnæði við Laugaveginn til leigu. Það er allt annað upp á teningnum núna. Það er komið miklu meira af litlum sætum búðum og miklu meira líf í bæinn. Annars finnst mér ekkert hafa breyst nema bara viðhorfið hjá sjálfri mér. Ég er miklu hamingjusamari og glaðari. Áður fyrr hataði ég Ísland en það er bara af því ég var ekki ánægð sjálf. Það sem spilar eflaust inní er að þá bjó ég í Breiðholti, núna er ég komin í miðbæinn og búin að öðlast innri ró."Yndisleg innpökkun Ekki er stressinu fyrir að fara í litlu krúttbúðinni hjá Frú fiðrildi. Í einu horninu er skrifborð með fullt af flottum pappír og öðru glingri. "Mér hefur alltaf þótt æðislega gaman að pakka inn og fengið útrás fyrir mína listrænu hæfileika í því. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að gjafir séu fallega pakkaðar inn. Það er svo gaman að gefa og ennþá skemmtilegra þegar fólk týmir ekki að opna pakkana því þeir eru svo fallega pakkaðir inn," segir Inga. Innpökkunin stendur þó ekki bara þeim til boða sem kaupa vörur af Frú fiðrildi heldur getur fólk labbað inn af götunni með gjafir og jafnvel fengið sér tesopa meðan það bíður. Á testofunni er það sama upp á teningnum. Nostrað við allt. Skonsurnar eru heimatilbúnar ásamt öllu bakkelsi. Frú fiðrildi er ákaflega fjölhæf.
Innlent Menning Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira