Lífið

Stefnt að opnun Hlíðarfjalls í dag

Ef veður leyfir verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri opnað klukkan 11 í dag. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns skíðastaða, er kominn þokkalegur snjór í fjallið en þó minni en niður í byggð á Akureyri. Fimm starfsmenn Skíðastaða unnu í gær við að flytja til snjó í fjallinu svo hægt verði að opna skíðaleið meðfram Fjarkanum og Hólabraut. "Það spáir suðvestanátt og hugsanlegt að veðrið verði ágætt en þó gæti brugðið til beggja vona. Töluverður skafrenningur hefur verið í fjallinu, og snjór safnast í lægðum, en þetta lítur þokkalega út," sagði Guðmundur Karl. Ef veðrið verður skaplegt er ætlunin að skíðasvæðið verði opið til klukkan 16 í dag eða á meðan birtu gætir. Í fyrra var skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað 13. desember en að jafnaði er svæðið opnað almenningi síðari hluta janúarmánaðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.