Lífið

Sjötíu þúsund til Rauða krossins

"Þessar hamfarir snerta okkur öll á einn eða annan hátt," segir Eilífur Friður Edgarsson, sem í gær afhenti Rauða krossinum sjötíu þúsund krónur til styrktar fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf. Eilífur Friður hefur safnað peningunum í nokkur ár, síðan jarðskjálfti olli miklu tjóni í heimalandi hans Kólumbíu. Aðrir hafa einnig lagt söfnuninni lið, þar á meðal fjölskylda Eilífs Friðar. "Ég ákvað að núna væri rétti tíminn til þess að gefa peningana," segir Eilífur, sem hvetur landsmenn og fyrirtæki til þess að láta sitt af hendi rakna til styrktar fórnarlömbum hamfaranna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.