Lífið

Shrek 2 tekjuhæst 2004

Teiknimyndin Shrek 2 var tekjuhæsta mynd ársins í Bandaríkjunum á síðasta ári og jafnframt sú þriðja tekjuhæsta í sögunni þar í landi. Halaði hún inn 436 milljónir Bandaríkjadala, eða um 27 milljarða króna. Í öðru sæti var önnur framhaldsmynd, Spider-Man 2, sem náði um 23 milljörðum í miðasölunni og rétt á eftir lenti The Passion of the Christ í leikstjórn Mel Gibson. Teiknimyndin The Incredables hafnaði í fjórða sæti með um 15 milljarða króna og skammt undan varð Harry Potter og fanginn frá Azkaban.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.