Lífið

Lucas segir lítið

Það hvílir jafnan mikil leynd yfir gerð Star Wars mynda Georges Lucas og það gildir einnig um næstu mynd, Episode III: Revenge of the Sith þrátt fyrir að nánast hvert mannsbarn viti hvernig myndin endar þar sem allar fyrri myndirnar fimm hafa undirbyggt sorglega lokaniðurstöðuna. Nýja myndin verður frumsýnd í maí og Lucas hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu þar sem söguþráðurinn er reyfaður í mjög grófum dráttum. Þar kemur fram að á meðan Klónastríðið geysar breykki gjáin milli Palpatine kanslara og Jedi reglunnar. Riddarinn ungi Anakin lendir þar á milli steins og sleggju og blindaður af valdagræðgi og freystingum skuggahliðar Máttarins snýst hann á sveif með hinum illa Darth Sidious og tekur titilinn Darth Vader. Þessir skuggabaldrar hyggja svo á grimmilegar hefndir og byrja á því að útrýna Jedi riddurunum. Aðeins Obi-Wan og Yoda sleppa úr þeim hildarleik og snúa vörn í sókn. Átökin ná svo hámarki með geislasverða einvígi Anakins og Obi-Wans þar sem hvorki meira né minna en örlög vetrarbrautarinnar eru í veði. Það er vitaskuld ekki mikið nýtt í þessu en svona hljómar boðskapur meistarans sem tekst líklega að koma aðdáendum sínum á óvart þó þeir þekki söguna eins og lófann á sér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.