Lífið

Skýtur upp fram á morgun

Flugeldafíklar skjóta margir upp flugeldum fyrir milljónir króna, að sögn eins þeirra, sem viðurkennir fúslega að þetta sé náttúrulega bilun. Hann byrjar að skjóta fyrir miðnætti á gamlárskvöld og er að fram á nýársmorgun. Trausti Antonsson ætlar að skjóta upp a.m.k.. sjötíu stórum tertum og gríðarlegum fjölda minni flugelda í ár, sem hann geymir á lager hjá flugeldasölunni í Kópavogi. Hann byrjar að skjóta snemma á gamlársdag, og er að til fimm á nýársnótt. Þetta hefur hann gert síðastliðin tíu ár, og stigmagnast umfangið með hverju árinu. Trausti segist flugeldafíkill á háu stigi og því fylgi þessu öllu saman mikil spenna. Trausti segir konu sína og þrjú börn mjög skilningsrík, og viðurkennir að þetta sé hálfgerð bilun. Undirbúningurinn tekur marga daga, en spennan byrjar að magnast innra með Trausta strax og sumri tekur að halla. Hann segir spennuna byrja um ágúst. Hann segist ekki vilja tjá sig um hve miklu hann eyði, en hjá flugeldafíklum geti upphæðin hlaupið á milljónum. Trausti segist fyrir löngu búin að sigra grimma samkeppni við skotglaða nágranna. Hann segir stærstu terturnar vera bestu bomburnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.