Lífið

Tvöföld nýársgleði á Sögu

Á Hótel Sögu verður árlegur nýársfagnaður í ár samkvæmt venju en þetta er í 15. skipti sem hann er haldinn. "Það má eiginlega segja að við séum með tvo nýársfagnaði þetta kvöld," segir Hafsteinn Egilsson, veislu- og ráðstefnustjóri á Hótel Sögu. "Annarsvegar erum við með ´68-kynslóðina í Súlnasalnum, þar sem maturinn kostar 11.700 krónur, og þar bjóðum við upp á dúndur matseðil og frábæra skemmtun. Hins vegar er svo matur í Grillinu, sem meira er lagt í fyrir þá sem það vilja, en þar er átta rétta matseðill sem kostar 18.500 krónur. Ef menn vilja nýta sér þjónustu margfalds Íslandsmeistara í vínfræðum, Sævars Más Sveinssonar framleiðslumeistara þá er það líka í boði. Verðið hækkar þá upp í 24.500 krónur og vínið er innifalið. Sævar leiðir fólk í gegnum matseðilinn og velur eðalvín sem hæfir hverjum rétti." Hafsteinn segir að stemningin á Sögu þetta kvöld sé engu lík, frjálsleg og skemmtileg. "Menn eiga bara að vera þokkalega fínir, koma með góða skapið, njóta góðs matar og þjónustu og dansa svo fram á nótt," segir hann, en gestir úr báðum sölum sameinast í miklum stuðdansleik með Hljómum að loknu að borðhaldi. "Hátíðin, sem var til langs tíma kölluð hátíð ´68-kynslóðarinnar, hefur breyst með árunum og er nú orðin meiri blanda af yngra og eldra fólki úr öllum áttum sem skemmtir sér konunglega saman," segir Hafsteinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.