Lífið

Anselmo harmi lostinn

Philip Anselmo, fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Pantera hefur sent fjölmiðlum tilfinningaþrungna yfirlýsingu, tekna á myndband. Þar kemur vel í ljós hvernig hug hann bar til hljómsveitarbróður síns til langs tíma, Dimebag Darrell sem myrtur var á dögunum. Lýsir hann Dimebag af mikilli ástúð og ber hlýjar kveðjur til aðstandenda, en margt hefur bent til að hugarfar Anselmo hafi einmitt lengi vel verið þveröfugt við það sem kemur fram í yfirlýsingunni, eða allar götur síðan síðan Pantera lagði upp laupana. Anselmo segist m.a. sjá mikið eftir því að hafa ekki getað verið viðstaddur jarðarför vinar síns, en fjölskylda Darrell fór fram á að hann yrði ekki viðstaddur. Hann harmi þá ákvörðun en virði hana samt sem áður. Anselmo sendir einnig skýr skilaboð til þungarokkspressunnar en hann telur hana eiga stærstan þátt í dauða Darrell. Einnig lýsir Anselmo því yfir að lítið eigi eftir að sjást af honum á næstunni. Heimasíða söngvarans, http://www.philanselmo.com/, sýnir í dag aðeins eitt. Svart. Horfið hér á yfirlýsingu Phil Anselmo (Windows Media) Tengdar fréttir:Skothríð á rokktónleikum í OhioFjórir myrtir á skemmtistað





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.