Lífið

11 brennur á höfuðborgarsvæðinu

Kveikt verður í ellefu brennum í höfuðborginni annað kvöld. Söfnun í bálkestina hófst í fyrradag og lýkur um miðjan dag á morgun. Gamlársbrennur höfuðborgarinnar verða á gamalkunnum stöðum. Sjö þeirra eru í umsjá Gatnamálastofu og fjórar í umsjá félags- og íbúasamtaka og verður kveikt í þeim öllum um klukkan hálfníu annað kvöld. Við Ægisíðu verður stór brenna, en þar skammt frá, í Skerjafirði verður lítil brenna. Neðan við Fossvogskirkjugarð verður lítil brenna og á móts við Valbjarnarvöll í Laugardalnum verður einnig lítil brenna. Stór brenna verður við Geirsnef og önnur stór verður í Gufunesi við gömlu öskuhaugana. Litlar brennur verða við Leirubakka og Suðurfell í Breiðholti en Fylkisbrennan í Árbæ verður stór. Þá verða litlar brennur við Úlfarsfell og á Kjalarnesi. Auk þess má gera ráð fyrir að að minnsta kosti ein brenna verði í hverju bæjarfélagi landsins, og meira að segja Grindvíkingar fá sína áramótabrennu, en nýr bálköstur hefur verið hlaðinn í stað þess sem brenndur var í skrílslátum að kvöldi jóladags.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.