Lífið

Ákvörðunar að vænta eftir áramót

Ekki er talið að hreyfing komist á mál skákmeistarans Bobbys Fischer í Japan fyrr en eftir áramót, að sögn Sæmundar Pálssonar, fyrrverandi lögreglumanns og vinar Fischers. "Lögfræðingur Fischers fékk þau svör í dómsmálaráðuneytinu í Japan að þar þyrftu menn tóm til að skoða málið og ekki væri von á neinum svörum fyrr en eftir áramót," sagði Sæmundur.  Hann sagði að Masako Suzuki, lögfræðingur Fischers, ynni ötullega að málum hans og hefði komið á framfæri harðorðum mótmælum vegna málsmeðferðarinnar sem hann hefur fengið. "Hún segir að allar lagalegar forsendur skorti fyrir því að meina honum að koma til Íslands." Stuðningshópur Bobbys Fischer hér á landi hittist klukkan fjögur í gær og sagðist Sæmundur myndu upplýsa fundargesti um viðræður hans við Fischer og líðan hans yfir hátíðarnar. Sæmundur og Fischer eru í daglegu símasambandi og kvaðst Sæmundur til dæmis hafa rætt við hann fimm sinnum í síma á aðfanga- og jóladag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.