Lífið

Jónsi ananas

Jón Jósep Snæbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Í svörtum fötum, mun bregða sér í líki Imma ananas þegar söngleikurinn Ávaxtakarfan verður frumsýndur í Austurbæ í febrúar. Jónsi fer með hlutverk vonda karlsins Imma en auk hans mun Birgitta Haukdal leika Geddu gulrót og Selma Björnsdóttir fer með hlutverk Evu appelsínu, svo fáeinir séu nefndir. Samlestur á verkinu hófst í fyrradag en leikstjóri er Gunnar Ingi Gunnsteinsson. Ávaxtakarfan sló í gegn árið 1998 þegar verkið var sýnt í Íslensku óperunni en þar fór Andrea Gylfadóttir með stórt hlutverk sem og Selma Björnsdóttir. Búast má við að Ávaxtakarfan muni í sumar keppa um hylli áhorfenda við Kalla á þakinu sem sýndur verður í Borgarleikhúsinu. Þar fer sjálfur Sveppi með aðalhlutverkið sem og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir en leikstjórn er í höndum Óskars Jónassonar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.