Lífið

Búrfiskar í baðlóni

Fiskar af erlendum uppruna, og algengir eru í fiskabúrum á Íslandi, virðast lifa góðu lífi og fjölga sér ört í baðlóninu við Kaldbak sunnan Húsavíkur. Á huldu er hvernig þeir komust í lónið en getgátur eru um að einhver á Húsavík hafi sleppt þeim þar í tilraunaskyni. Fuglaáhugamaðurinn Gaukur Hjartarson tilkynnti Náttúrustofu Norðausturlands um fiskana s.l. haust. Í ljós kom að um var að ræða s.k. fangasiklíður, Cichlasoma nigrofasciatum, en kjörhiti slíkra fiska er talinn vera 24°C. Lengstir verða þeir 12 sentimetrar en litasamsetning þeirra minnir á fangabúninga fyrr á tímum. Gaukur segir að erfitt sé að átta sig á fjölda fiska í lóninu í svartasta skammdeginu en í haust hafi þeir örugglega skipt hundruðum; jafnvel þúsundum. „Kælivatn frá orkustöð Orkuveitu Húsavíkur rennur í lónið og er það um 20 gráðu heitt yfir vetrarmánuðina en allt að 30 gráðum yfir sumarmánuðina. Miðað við fuglalíf á lóninu um jólin virðist enn vera töluvert af þessum búrfiskum í lóninu og gæða fuglarnir sér á þeim ," segir Gaukur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.