Fleiri fréttir

Áhugi Íslendinga á evrópskum þáttaröðum hefur stóraukist

Efnisveitan Stöð 2+ hefur samið við þjónustuna Kritic sem eykur úrval þáttaraða á hinum ýmsu tungumálum eins og til dæmis frönsku, dönsku, norsku, ítölsku, spænsku, pólsku og þýsku. Áhugi Íslendinga á evrópsku efni hefur stóraukist síðustu misseri.

Prestar meira kinkí en trúboðar

Ný þáttaröð af Allskonar kynlíf er kominn í loftið á Stöð 2. Í þriðja þætti var fjallað um það að vera kinkí eða almennt um hugtakið kink og könnuðu Ahd og Sigga Dögg kynfræðingur það með skemmtilegum leiðum.

Pistol: Sex Pistols fá Disney-meðhöndlunina

Það er eitthvað kaldhæðnislegt við að pönkhljómsveitin Sex Pistols endi undir hatti Disney samsteypunnar og mætti jafnvel segja það smiðshöggið á niðurlægingu þá sem Malcom McClaren, umboðsmaður þeirra, hóf með afskiptum sínum af söngvaranum Steve Jones. Nú er hægt að sjá sjónvarpsþáttaröðina Pistol á Disney+, en hún fjallar um feril hljómsveitarinnar. 

Breska ríkis­út­varpið þekkti ekki Margréti Þór­hildi

Fréttakonu breska ríkisútvarpsins varð á í messunni í gær þegar hún lýsti útsendingu frá móttöku Karls Bretakonungs í tilefni útfarar Elísabetar II Bretadrottningu. Hún þekkti ekki Margréti Þórhildi Danadrottningu í sjón.

Lofar sér reglulega að hætta á Tinder en svíkur það jafnóðum

„Ég hef alveg farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina og það hefur bara verið virkilega lærdómsríkt og þroskandi ferli. Ég hef lært að hægja á mér og skoða hlutina,“ segir matgæðingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Berglind Guðmundsdóttir í viðtali við Makamál. 

Flytja og skoða nýja Call of Duty

Strákarnir í GameTíví ætla að opna flutningaþjónustu í kvöld og spila Call of Duty: Modern Warfare 2. Fyrst ætla strákarnir að reyna við leikinn Totally Reliable Delivery Service, áður en þeir kíkja á betu-prufu MW2.

Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjöl­skyldunnar í Sví­þjóð

Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum.

Með nælu og hatt til heiðurs langömmu

Mæðgurnar Katrín prinsessa af Wales og Karlotta heiðruðu minningu Elísabetar II Bretadrottningar við útför hennar í dag með skartgripavali sínu. Útförin fór fram í West­minster Abbey í Lundúnum og var henni streymt hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Mættu í sínu fínasta pússi á Edduna

Edduverðlaunin voru afhent við hátíðlega viðhöfn í Háskólabíói í gær. Það besta í innlenndri þátta- og kvikmyndagerð var þar verðlaunað. 

Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa eiga von á öðru barni

Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, eiga von á sínu öðru barni í febrúar á næsta ári. Fyrir eiga þau tveggja ára dreng. Albert spilar með liðinu Genoa á Ítal­íu þar sem fjölskyldan er búsett.

Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu

Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag.  

Enduðu á því að taka raðhúsið úti á Nesi í gegn

Sirrý Ósk Bjarnadóttir og Óskar Reynisson keyptu sér raðhús á Seltjarnarnesi. Þau ætluðu fyrst bara að þrífa og mála, taka eldhúsið í gegn en tóku svo ákvörðun um að taka húsið allt í gegn, breyta baðinu, setja gólfhita og margt fleira.

Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll

Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Stjörnulífið: Eddan, kynjaboð og hundrað mílur

Eddan átti hug og hjörtu landsmanna á sunnudagskvöldið þar sem verðlaun voru veitt fyrir íslenskt sjónvarpsefni. Ítalía heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður hjá ferðaþyrstum Íslendingum og listamenn vinna að nýju efni fyrir veturinn. 

Hrella starfsfólk matvöruverslana með fáránlegum spurningum

Fjallað var um útgáfu okkar tíma af hinni klassísku földu myndavél í Íslandi í dag á miðvikudag. Þar voru sýnd brot af TikTok-aðgangi íslenskra ungmenna, sem leggja það í vana sinn áhorfendum sínum til gamans að hrella starfsfólk matvöruverslana með óraunhæfum spurningum um staðsetningu ákveðinna vöruflokka.

Dýrið sankaði að sér verðlaunum

Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins.

Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld.

Diablo og djöfullinn í Sandkassanum

Strákranir í Sandkassanum munu takast á við djölfa og drýsla í streymi kvöldsins. Þá munu þeir spila Diablo 3, með tilheyrandi blóðsúthellingum.

Simmi Vill frumsýnir nýju kærustuna

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaðurinn geðþekki er genginn út. Simmi deildi mynd af sér og nýju dönsku kærustunni, Julie Christensen á Instagram í dag.

„Algjörlega laus við áhrif frá púkanum“

Virk tónlistariðkun Unnsteins Manuels sat aðeins á hakanum í byrjun námsins í kvikmyndaskóla í Berlín. Hann tók því meðvitaða ákvörðun til að bregðast við þessu og sagði hann frá því í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Amatör. 

TikTok stjarna sem ólst upp í Latabæ og elskar Ísland

Leikkonan Chloe Lang kom til Íslands þegar hún var aðeins níu ára gömul til þess að taka við hlutverki Sollu Stirðu í Latabæ. Í dag býr hún í New York, er orðin TikTok stjarna, elskar Ísland og kemur reglulega í heimsókn.

Giftist þeirri fyrstu sem hann hitti á Tinder

Hjónin Stein­þór Helgi Arn­steins­son og Gló­dís Guð­geirs­dóttir giftu sig við há­tíð­lega at­höfn á Flat­eyri í ágúst. Þau kynntust í gegn um stefnu­móta­for­ritið Tinder fyrir sex árum síðan en Gló­dís var sú fyrsta sem Stein­þór „matsaði“ við á for­ritinu.

„Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“

Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragn­ari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn.

Fyrst dó Guð svo ástin

„Guð er dáinn,” sagði þýski heim­spekingurinn Fri­edrich Nietzsche og vildi þannig lýsa hnignun grund­vallar­við­horfa og gilda í 19. aldar sam­fé­lagi, sem höfðu lengi byggst á föstum trúar­skoðunum. Nú 150 árum síðar slengja sumir fé­lags­fræðingar því sama fram um ástina. Og það er tækni­byltingin sem er að drepa hana að þeirra mati.

„Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu“

Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason hefur starfað innan tískuheimsins í langan tíma og farðað hinar ýmsu stórstjörnur, á borð við Íslandsvinkonuna Katy Perry og Dua Lipa. Hann elskar hvað tískan er breytileg og hefur farið í gegnum ólík tímabil í klæðaburði en hallast núna að andro stíl og hefur alltaf verið hrifinn af litum og munstrum. Ísak Freyr er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Flottur harmoníkuleikari úr Skagafirði

Einn efnilegasti og flottasti harmoníkuleikari landsins, Jón Þorsteinn Reynisson, sem er úr Skagafirði en býr á Akureyri hefur nú lokið framhaldsnámi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn í harmonikuleik. Hann spilar á takkaharmonikku.

„Victoria's Secret er gamall maður sem býr í Ohio“

Tónlistarkonan Jax situr í þrettánda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið Victoria's Secret. Lagið er ádeila á undirfatarisann þar sem Jax syngur meðal annars um skaðlega fegurðarstaðla og segir Victoria's Secret einfaldlega vera gamlan mann sem býr í Ohio.

„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“

Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

EyvindR kemur fram á SIRKUS í kvöld!

Albumm heldur sína fimmtu tónleika á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Það er enginn annar en rapparinn EyvindR sem kemur fram á þessum flottu tónleikum.

Fyrstur manna á forsíðu breska Vogue

Leikarinn Timothée Chalamet fékk þann heiður að vera fyrstur manna til þess að sitja einn á forsíðu tímaritsins breska Vogue. Þar fetar hann í fótspor söngvarans Harry Styles, sem var fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt hið sama hjá ameríska Vogue árið 2020.

Unga fólkið fyllti Smárabíó á frumsýningu Abbababb

Söng- og dansmyndin Abbababb var frumsýnd með pompi og prakt í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Myndin var frumsýnd í nokkrum sölum samtímis.

Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni

Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.