Fleiri fréttir

Opna sig um opin sam­bönd við Wil­son bræður

Í nýjum þætti af spjallþættinum The Drew Barrymore Show ræða leikkonurnar Drew Barrymore og Kate Hudson um sambönd sín við bræðurna Luke Wilson og Owen Wilson. Þær tala frjálslega um það að sambönd þeirra hafi verið opin og rifja þær hlægjandi upp gamlar minningar.

Donna lærði að sörfa þrátt fyrir að kunna ekki að synda

„Kostirnir við þetta voru þeir að þetta var mjög gaman. Gallarnir voru þeir að ég dó nærum því,“ segir leikkonan og samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz sem var fyrsti gesturinn í nýju þáttum Alex From Iceland sem hófu göngu sína á Stöð 2+ í gær.

Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi

Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971.

GDRN er ófrísk af sínu fyrsta barni

Tónlistarkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt undir listamannsnafninu GDRN, á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, Árna Steini Steinþórssyni.

Fyrsta platan, síðasta naslið

Rokksveitin unga Final Snack gefur í dag út sína fyrstu breiðskífu, gubba hecto, á vegum listasamlagsins post-dreifingar. Sveitin inniheldur alla meðlimi pönksveitarinnar Gróu ásamt meðlimum úr rafglapasveitinni sideproject og rokksveitinni Trailer Todd.

Vill auka fjölbreytileikann í forritun

Gamithra Marga var fyrsta stelpan sem vann forritunarkeppni framhaldsskólanna og tók þátt fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í keppnisforritun. Hún heldur nú forritunarnámskeið sem er ætlað stelpum, sís og trans, intersex og kynsegin ungmennum.

Expeditions: Rome - Ekki besti leikur í heimi en þó skemmti­legur

Expeditions Rome er skemmtilegur og góður herkænskuleikur sem byggir á því góða sem finna mátti í Expeditions Viking, forvera Rome. Í stað þess að herja á Breta fá spilarar nú að stýra herdeildum Rómar um víðan völl og berja á óvinum borgarinnar eilífu.

Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu

Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son.

Kanye West boðar nýja plötu

Tónlistarmaðurinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, boðaði formlega útgáfu nýrrar plötu á Instagramsíðu sinni fyrr í dag. 

Viðtalið sem allir Spider-Man aðdáendur hafa beðið eftir

Aðdáendur Spider-Man myndanna hafa beðið spenntir eftir viðtali þar sem allir leikarnir sem hafa leikið hann koma saman. Draumurinn rættist og komu þeir Tom Holland, Andrew Garfield og Tobey McGuire saman í viðtali hjá Pete Hammond. Viðtalið fór fram í gegnum fjarskiptabúnað og virtust þeir allir vera hæstánægðir með hvorn annan.

Macaulay Culkin er ekki lengur einn heima

Macaulay Culkin og Brenda Song staðfestu nýlega trúlofun sína eftir nokkurra ára samband í kjölfar þess að Brenda sást með fallegan hring frá unnustanum.

Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify

Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19.

Hreyfum okkur saman: Styrktaræfingar með ketilbjöllu

Í sjötta þætti af Hreyfum okkur saman sýnir Anna Eiríks heimaæfingu með ketilbjöllu. Það er þó auðvitað líka hægt að gera æfinguna með handlóði eða annari þyngd ef þú átt ekki ketilbjöllu á heimilinu.

Babe Patrol: Valda usla á Caldera

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að feta hefðbundnar slóðir í kvöld. Þær munu herja á aðra spialra Warzone og berjast um yfirráð á Caldera.

Bónorð í bíó

Rómantíkusinn Mohamed Idries bað Lorudes Luque Vilatoro kærustu sína til nokkurra ára um að giftast sér í Sambíóunum Egilshöll eftir heimagerða stuttmynd.

Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins

Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.

Hugrún Birta í vali dómnefndar fyrir Miss World

Hugrún Birta Egilsdóttir hefur verið valin af dómnefnd í 25 manna hóp í Miss World keppninni og mun hún því keppa til úrslita. Keppnin átti upphaflega að fara fram í Puerto Rico í desember en var frestað vegna Covid. Nú er ljóst að hún muni fara þar fram þann 16. mars næstkomandi og verður það í sjötugasta skiptið sem keppnin er haldin.

Gefur góð ráð í skammdeginu: „Virkni er óvinur þunglyndis og depurðar“

Á þessum árstíma eru fjölmargir Íslendingar sem finna fyrir skammdegisþunglyndi, þó í mismiklum mæli. Í ofanálag geisar svo heimsfaraldur með tilheyrandi skerðingu á félagslífi sem einnig hefur áhrif. Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur segist finna fyrir því í sínu starfi að það sé þyngra yfir fólki nú en vanalega. Vísir fékk Huldu til þess að deila nokkrum ráðum með lesendum sem gott er að hafa í huga þar til birta tekur á nýjan leik.

Stökkið: „Ég er komin með þykkan stór­borgar­skráp“

Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir býr í Berlín ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi og eiginmanni sínum. Þar búa þau með dætrunum Ísold og Ídu ásamt hundinum Sesar. Elma lærði þýsku þegar þau fluttu út og hefur verið að leika á því tungumáli sem er ekki hennar móðurmál.

Hallgrímur tók þrennuna

Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin.

Queens: Hryllingur í frumskóginum

Stelpurnar í Queens ætla að láta sér bregða í kvöld. Þær munu spila hryllings- og spennuleikinn Green Hell í streymi kvöldsins.

Brúðguminn greindist með Covid nokkrum dögum fyrir brúðkaupið

Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi um helgina þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi. Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu.

Vinna að þremur nýjum Star Wars-leikjum

Forsvarsmenn leikjaútgefandans Electronic Arts tilkynnti í dag að leikjaframleiðendur á þeirra vegum ynnu að gerð þriggja nýrra tölvuleikja úr söguheimi Star Wars. Einn þeirra er framhald hins vinsæla Star Wars Jedi: Fallen Order.

„Þetta er soldið sagan þeirra“

MIMRA sendi frá sér lagið Easy to choose þann 19.janúar síðastliðinn. Lagið er sérstakt að því leyti að það var upprunalega samið sem leynileg brúðkaupsgjöf til vinkonu hennar.  

Yfirvöld vinna í nýjum enda Fight Club í Kína

Fight Club, kvikmyndin víðfræga frá 1999, hefur tekið breytingum í Kína. Hin klassíska mynd David Fincher með þeim Edward Norton og Brad Pitt í aðalhlutverkum, birtist nýlega á streymisveitunni Tencent Video í Kína með mikið breyttum endi.

Hálfur milljarður í menningargeirann

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um hálfs milljarðs króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa sem hann hefur orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins.

Ísland mun keppa í fyrri undankeppni Eurovision

Það er komið í ljós að Ísland muni taka þátt í fyrri undankeppni Eurovision þann 10. maí í Tórínó. Atriði Íslands mun stíga á svið seinnihluta kvöldsins og alls keppa átján lönd í fyrri undankeppninni.

„Hárþynning hjá konum er stundum svolítið vanmetin“

„Við vinnum gegn hárþynningu og erum að vinna með vöru sem stuðlar að heilbrigði hársins. Við erum með sérþjálfaða hársérfræðinga sem meta hár fólks hjá þeim sem upplifa hárþynningu ,“ segir Rakel Pálmadóttir framkvæmdarstjóri Harklinikken í þættinum Spegilmyndin á Stöð 2 í gærkvöldi.

Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan

Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan.

Hljóðfæri á hvert heimili og óþarfi að „sussa“

„Um leið og fólk kaupir lítið og nett rafmagnspíanó á heimilið, gítar eða trommusett, leggja krakkarnir frá sér símann og byrja að skapa eitthvað. Það er svo dýrmætt fyrir krakka að fá að glamra og gera tilraunir og í dag er hægt að tengja hljóðfærin við allskonar smáforrit á netinu, leiki og upptökuforrit.

Sjá næstu 50 fréttir