Fleiri fréttir

Þjóðþekktir Íslendingar létu sjá sig

Fyrsti þátturinn af Ljósmyndakeppni Íslands 2013 var forsýndur í gærkvöldi. Af því tilefni var haldið partí á veitingahúsinu Kex. Þættirnir hefja göngu sína 28. mars næstkomandi á Skjánum. Eins og sjá má á myndunum mættu þjóðþekktir Íslendingir á forsýninguna eins og Andri Freyr Viðarsson sjónvarpsmaðurinn vinsæli, Jón Kaldal fyrrum ritstjóri, Tobba Marínósdóttir rithöfundur og kærasti hennar Karl Sigurðsson svo einhverjir séu nefndir.

Vá, hvað hún hefur breyst!

Söngkonan Christina Aguilera snýr ekki aftur í fjórðu seríu af The Voice en vakti svo sannarlega athygli í teiti á vegum NBC til að fagna nýju seríunni.

Ólympíuhafi í blautbolakeppni

Sundkappinn Ryan Lochte bregður sér í rennvotan bol á kynningarmynd fyrir nýja þáttinn sinn What Would Ryan Lochte Do? sem hefst í apríl á sjónvarpsstöðinni E!

Hlýleg stemning

Útgáfu bókarinnar Hlýir fætur var fagnað í Eymundsson, Skólavörðustíg í gær en höfundar hennar eru Ágústa Þóra Jónsdóttir og Benný Ósk Harðardóttir.

Alveg sama um framhjáhaldið

Konur um heim allan hafa undrað sig á því að skíðakonan Lindsey Vonn vilji vera með golfaranum Tiger Woods en þau staðfestu ástarsamband sitt í vikunni.

STÍLL – Diane Kruger

Þýskættuðu fyrirsætunni og leikkonunni Diane Kruger er margt til lista lagt.

Vigdís Finnbogadóttir meðal gesta

Vigdís Finnbogadóttir var meðal ánægðra gesta sem fjölmenntu á opnun sýningar Þórhildar Jónsdóttur í Eiðisskeri, sýningarsal Seltirninga á Eiðistorgi í gær, fimmtudag.

David Bowie heiðraður

Sérstök sýning til heiðurs tónlistarmanninum og tískumógúlnum David Bowie var opnuð í Victoríu og Alberts safninu í London í vikunni.

Dilla sér fyrir þjóðhátíð

Svokallaði "Græni klúbburinn" á Facebook setti af stað keppni um besta Harlem Shake myndband Íslands og eru nú aðeins nokkrir dagar þangað til sigurmyndbandið verður valið.

Coco kennir konum að æfa

Raunveruleikastjarnan Coco Austin deildi myndum af sér í ræktinni á blogginu sínu og vildi þannig sýna konum hvaða æfingar þær ættu að gera til að öðlast líkama eins og hennar.

Íslensk hönnun heillar

Barbara Russ, penni hjá þýsku hönnunar- og tískuvefsíðunni Modabot.de, var stödd hér á landi í síðustu viku, en tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival.

Selur uppáhalds sjónvarpsjakkann sinn

,,Einn jakka vil ég nefna sérstaklega sem þykir afar vænt um og hefur verið uppáhalds sjónvarpsjakkinn minn og verður til sölu í Kolaportinu. Hann er blár með stórum hvítum kraga og hvítum tölum. Hann er kominn til ára sinna svo ég ætla að selja hann ódýrt, á 1000 kall, og vona að einhver kaupi hann sem kunni að meta þessa gæðaflík."

Veittum börnunum athygli

Fátt er jafn yndislegt og að njóta þess að vera úti í fallegri náttúru. Náttúran er fyrirtaks leiksvæði fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst börn en þau eru meistarar í að finna upp á leikjum

Fyrirsæta fór á þing

"Ég komst í úrslitin, en ég rakaði á mig móhíkana til að losna við það," segir Birgitta Jónsdóttir. Vísir fékk í dag senda gamla síðu úr Morgunblaðinu frá því að Elite keppnin var haldin haustið 1983. Nokkrir stelpur tóku þátt sem áttu síðar eftir að verða töluvert þekktar. Þar á meðal voru Birgitta Jónsdóttir þingmaður, Brynja Sverrisdóttir fyrirsæta, Anna Margrét Jónsdóttir, sem síðar varð ungfrú Ísland, og Hólmfríður Karlsdóttir sem síðar varð ungfrú heimur.

Gísli Rúnar táraðist

Óvænt afmælisveisla var haldin í Silfurtunglinu í tilefni af sextugsafmæli hans.

Ebba Guðný segir að Oscar sé bugaður af sorg

Oscar Pistorius spretthlaupari er bugaður af sorg, segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir bókaútgefandi og heilsukokkur. Oscar er mikill vinur Ebbu Guðnýjar og fjölskyldu hennar. Oscar var á dögunum handtekinn, grunaður um morð á unnustu sinni. Ebba segir í samtali við Lífið, fylgiblað Fréttablaðsins, að hann hafi sent fjölskyldunni einstaka skilaboð frá því að hann var handtekinn og þau sent skilaboð á móti.

Partíþokan í síðasta sinn

Partíþokan hófst á Akureyri í október 2011, og teygði sig til Ísafjarðar, og þaðan til Seyðisfjarðar. Hún er komin hringinn og ætlar að leggja árar í bát.

Rappþulan haldin í fyrsta sinn

Rappþulan er heitið á rappkeppni sem verður haldin í fyrsta sinn 19. apríl. Þátttakendur eru sextán ára og eldri frá öllu landinu. Keppnin sjálf fer fram í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.

Anna hlaut tvær milljónir í styrk

Anna Þorvaldsdóttir tónskáld hlaut hæsta styrkinn, eða tvær milljónir króna, þegar Kraumur tónlistarsjóður tilkynnti um hina árlegu styrki sína í gær. Tónlistarsjóðurinn úthlutaði 10.4 milljónum til listamanna og verkefna sem eiga sér stað hér heima og að heiman árið 2013. Rúmlega tíu milljónum króna verður varið til sextán verkefna á sviði innrásar og útrásar íslenskrar tónlistar en einnig er stuðlað að námskeiðum og fræðslu.

Ekki allir svo heppnir að hafa handboltann

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er verndari samtakanna Lífsýn sem starfa fyrir börn á grunnskólaaldri sem eiga í félagslegum erfiðleikum.

Sprengjan kom eftir Sónar

"Það voru alls kyns pælingar á lofti um það hvernig myndbandið ætti að vera. Svo kemur þessi hugmynd úr okkar eigin herbúðum og við ákváðum að slá til,“ segir Carmen Jóhannsdóttir úr hljómsveitinni Sísý Ey. Myndbandið við lagið "Ain't got nobody“ verður frumsýnt á Vísi.is í lok mánaðarins.

Stúdentakjallarinn gengið framar vonum

Það verður spennandi að sjá hvort ný tónleikaröð slái jafn vel í gegn og aðrir dagskrárliðir Kjallarans."Við erum með barþjóna hérna sem hafa unnið lengi á öðrum börum og þeir eru ekki alveg að skilja það hvaða kurteisa fólk er alltaf að kaupa bjór á Kjallaranum. Það eru alltaf allir svo glaðir og nice hérna,“ segir Björg Magnúsdóttir, dagskrárstjóri Stúdentakjallarans.

Hulli í Sjónvarpið

Teiknimyndaþáttaröð sem byggð er á lífi listamannsins Hugleiks Dagssonar er í bígerð. Þættirnir nefnast Hulli og verða sýndir í Sjónvarpinu í haust.

Fyrsta myndin af Rainbow litlu

Glamúrfyrirsætan Holly Madison situr fyrir með dóttur sinni Rainbow Aurora í nýjasta hefti tímaritsins In Touch. Myndin af þeim mæðgum var tekin aðeins sjö dögum eftir fæðingu hnátunnar.

Alvöru kona sem þarf ekki Photoshop

Fyrirsætan Robyn Lawley er búin að fara eins og stormsveipur um tískuheiminn að undanförnu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún er í yfirstærð ólíkt flestum öðrum heimsklassa fyrirsætum.

Neyddur til að vera í nærbuxum

Leikarinn Jon Hamm er hrifinn af því að vera ekki í nærbuxum og hefur sloppið við nærfötin þegar hann er að leika í Emmy-verðlaunaseríunni Mad Men. Nú verður hins vegar breyting á.

Skipuleggur leynilegt brúðkaup

Verðlaunasöngkonan Adele er í óðaönn að skipuleggja leynilegt brúðkaup með unnusta sínum Simon Konecki. Saman eiga þau fimm mánaða gamla soninn Angelo.

Keira Knightley leikur Coco Chanel

Tískukóngurinn Karl Lagerfeld hyggst framleiða og leikstýra stuttmynd um Coco Chanel í tilefni af þeim hundrað árum sem liðin eru síðan hún opnaði sína fyrstu búð í París.

Á ólöglegum hraða

Auðunn Blöndal og Egill Einarsson gáfu miða á Páskagleðina í útvarpsþættinum FM95Blö á dögunum. Meðfylgjandi myndband var tekið af hlustendum sem hikuðu ekki við að keyra á ólöglegum hraða til að nálgast boðsmiða og bjór.

Gleðin verður í bænum um páskana

Þeir sem verða í bænum um páskana verða ekki sviknir. Í fyrsta sinn verður Páskagleði haldin í Listasafni Reykjavíkur á laugardeginum, 30. mars.

Carla Bruni aftur í fyrirsætustörfin

Fyrrverandi forsetafrúin, söngkonan og fyrirsætan Carla Bruni mun snúa aftur til fyrirsætustarfa á næstu mánuðum. Hún skrifaði undir samning við skartgriparisann Bulgari á dögunum og verður andlit nýjustu auglýsingaherferðar fyrirtækisins.

Hanna snjóbretti fyrir Nikita

Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita.

Sálin hans Jóns míns fer yfir ferilinn á Bylgjunni

Stórskemmtilegur þáttur verður á dagskrá á Bylgjunni í kvöld þar sem strákarnir í Sálinni hans Jóns míns fara yfir ferilinn og láta ýmsar sögur flakka. Í þættinum ræða þeir einnig um sögurnar á bakvið lögin, atburði á sínum ferli og hvað eina. Þessi skemmtilegi þáttur hefst á slaginu 20 og verður í loftinu til 23.

Leðurklædd á RFF

Fjöldi fólks sótti Reykjavík Fashion Festival á laugardaginn var. Gestir báru sitt allra besta tau í tilefni dagsins líkt og myndirnar bera vitni um.

Sjá næstu 50 fréttir