Fleiri fréttir

40 sinnum í fallhlífarstökk

Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir er nú stödd í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum þar sem hún sinnir nýju áhugamáli sínu; fallhlífarstökki. María Birta hefur stokkið nokkrum sinnum á dag síðustu daga og í gær náði hún sínu fertugasta stökki. Fallhlífarstökkið er hluti af áramótaheiti Maríu Birtu en hún einsetti sér að bæta við þekkingu sína á árinu og hefur einnig nælt sér í skotveiðileyfi, kafarapróf og mótorhjólapróf og hyggst taka einkaflugmannspróf í haust.

Sumarveisla í LA

Fjöldi leikara sótti CBS og Showtime sumarveisluna sem fram fór í Beverly Hills á laugardag. Gestirnir klæddust flestir ljósum flíkum í hitanum í Kaliforníu og virtust skemmta sér vel saman.

Neyddist til að setjast í dómarasætið

„Þetta var eitthvað sem ég neyddist til að gera þar til storminn linnti ef ég á að vera alveg hreinskilinn." Þá segist Tyler ekki kæra sig um að eyðileggja drauma þátttakenda. „Þessi keppni gengur út á að virkja hæfileika keppenda. Þáttastjórnendur vildu að ég gerði út af við þessa krakka en ég hef það bara ekki í mér. Þannig er ég einfaldlega," lét hann hafa eftir sér. Þátttaka Tyler í Idolinu var heldur ekki alslæm að hans sögn því hann þénaði 10 milljónir Bandaríkjadala fyrir hverja þáttaseríu og fékk að hanga með fræga fólkinu. „Ég elskaði þetta og hataði á sama tíma. Þetta var frábært starf. Ég fékk að sitja hjá J. Lo og þénaði fullt af peningum," sagði kappinn.

Hrollvekja í norrænni keppni

"Okkur fannst vanta íslenska hrollvekju og ákváðum að gera þessa mjög íslenska með því að sækja í þjóðsögur og náttúru,“ segir Erlingur Óttar Thoroddsen en handrit hans að hrollvekju í fullri lengd tekur þátt í Nordic Talents Pitch keppninni í Kaupmannahöfn dagana 5. til 7. september.

Goðsögn í bókmenntaheiminum fellur frá

Bandaríski rithöfundurinn og háðfuglinn Gore Vidal lést á heimili sínu í Los Angeles í gær 86 ára gamall, en hann var af mörgum talinn meðal fremstu rithöfunda Bandaríkjanna á 20. öld. Eitt verka hans olli straumhvörfum í menningarheiminum þar sem um var að ræða fyrsta skáldverkið vestanhafs þar sem aðalsöguhetjan var samkynhneigð.

Karl Lagerfield gerir alvarlegar athugasemdir við útlit Pippu

Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfield hefur enn einu sinni hneykslað fólk með ummælum sínum. Hann sagði á dögunum að hann kynni ekki við andlit Pippu Middleton, en Pippa er mágkona Vilhjálms Bretaprins. Hönnuðurinn sagði að Pippa ætti einungis að sýna bakið á sér og að hún ætti í mestu vandræðum með útlit sitt. Einungis fáeinir dagar eru síðan að Lagerfield bað söngkonuna Adele afsökunar á því að hafa sagt að hún væri of feit. Daily Telegraph segir að Lagerfield hafi aftur á móti gefið Kate Middleton, eiginkonu Vilhjálms prins, mun betri einkunn og sagt hana vera fallega.

Kex-menn fegra bakgarð sinn

„Okkur fannst þessi rassendi á miðbænum, það er að segja Hlemmur og Barónsstígur, þurfa á smá andlitslyftingu að halda. Við ræddum fyrst við húseigendur í kring og þeir tóku vel í hugmyndina og þá bárum við þetta undir Reykjavíkurborg og hún aðstoðar okkur við verkefnið," segir Pétur Marteinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kexi hosteli, sem stendur við Skúlagötu 28. Pétur og meðeigendur hans hafa ráðist í framkvæmdir á svæðinu á milli Kexins og verslunarinnar 10-11 og ætla að skapa þar grænt svæði.

Hljómsveit sem eldist með reisn

Fleiri frábær lög og textar frá Magga Eiríks og Pálma Gunn. Í blómabrekkunni er fín Mannakornaplata. Lög og textar svíkja ekki, útsetningarnar eru hágæða og tilgerðarlausar og Pálmi syngur jafn vel og áður.

Framtíðin í tísku hjá Sólveigu

Sólveig Káradóttir, fyrirsæta og sálfræðingur, segir í viðtali við vefsíðuna Shopghost.com að hana langi til að reyna fyrir sér í tískubransanum í framtíðinni. Viðtalið er tekið að því tilefni að Sólveig giftist syni bítilsins George Harrison, Dhani Harrison, í byrjun júní. Þá segir Sólveig að hún hafi haft taugar til tískuheimsins síðan hún vann í versluninni 17 þegar hún var unglingur. Einnig uppljóstar Sólveig að um leið og hún sé snúin aftur frá brúðakaupsferðalaginu sínu ætli hún að einbeita sér að nokkrum spennandi verkefnum tengdum tísku en vill ekki fara nánar út í þá sálma.

Ótrúlegur árangur

Myndband hljómsveitarinnar Of Monsters and Men við lagið Little Talks hefur verið tilnefnt til MTV-verðlauna fyrir bestu listrænu stjórnun. Tilnefningin er enn ein rósin í hnappagat hljómsveitarinnar sem hefur verið á góðri siglingu á árinu. Platan My Head is an Animal hefur selst í meira en 420 þúsund eintökum en þar af hafa um 260 þúsund plötur selst í Bandaríkjunum og um 50 þúsund í Þýskalandi. Þá er smáskífa lagsins Little Talks komin í gull í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Belgíu og Austurríki. Ótrúlegur árangur hjá Nönnu Bryndísi og félögum.

Feðgin með sex daga tónlistarhátíð

"Hún fer sínar eigin leiðir og þarf lítið á leiðbeiningum að halda því þetta liggur svo fallega fyrir henni,“ segir tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson um 19 ára gamla dóttur sína, Vigdísi Völu Valgeirsdóttur.

Hví svo alvarlegur?

Helst til þunglamalegur lokakafli en mikil veisla fyrir augað. Mig langar þó að þakka Nolan fyrir metnaðarfulla seríu og þá sérstaklega fyrir miðjumyndina. Honum hefur svo sannarlega tekist að leiðrétta mistök forvera síns, leikstjórans Joel Schumacher, sem breytti uppáhalds ofurhetjunni minni í súrrealískt BDSM-sirkusatriði og lét sauma á hana leðurgeirvörtur.

Bandaríkjamenn taka fram úr Íslendingum á Airwaves

Miðasala fyrir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves hófst í desember í fyrra og að sögn Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er líklegt að Bandaríkjamenn verði fjölmennastir á hátíðinni.

Leikur í kvikmynd

Söngkonan Lady Gaga þreytir frumraun sína í kvikmyndaleik í kvikmynd leikstjórans Robert Rodriguez, Machete Kills. Kvikmyndin er framhald hasarmyndarinnar Machete frá árinu 2010.

Keira vill breyta til

Leikkonan Keira Knightley sagði í viðtali við Empire Magazine að hún væri orðin þreytt á frægðinni og vildi bráðlega fara að einbeita sér að minni og listrænni kvikmyndum.

Fyrst kvenna í stjórn IMAGO

"Það er mjög skemmtilegt að takast á við þá ábyrgð að vera fyrsta kona stjórnarinnar. Í flestum löndum eru kvikmyndatökumenn karlkyns en með hverju árinu eykst fjöldi kvenna, það er kvikmyndatökukvenna, í þessu skemmtilega starfi," segir kvikmyndatökukonan Birgit Guðjónsdóttir sem braut blað í sögu Sambands evrópskra kvikmyndatökumanna í febrúar þegar hún var kjörin fyrst kvenna í stjórn félagsins frá upphafi.

Fékk hálsmen að gjöf

Jennifer Lopez fagnaði 43 ára afmæli sínu á miðvikudag. Casper Smart, kærasti Lopez, gaf henni demantshálsmen og bleikan bangsa í afmælisgjöf.

Útlitið skiptir nánast jafn miklu máli og maturinn

"Ég lærði húsasmíði á sínum tíma og hef í raun aldrei titlað mig hönnuð – ég bara framkvæmi,“ segir Leifur Welding sem er í dag einn vinsælasti innanhúshönnuður landsins. Leifur hefur komið að útlitshönnun um tuttugu veitingastaða á landinu og verður ekki uppiskroppa með verkefni í bráð.

Fetar í fótspor Alexanders McQueen

Aníta Hirlekar útskrifaðist með BA í fatahönnun frá virta listaháskólanum Central Saint Martins í London í síðustu viku og hefur fengið inngöngu í eftirsóknarvert meistaranám hans. Sama nám hefur verið stökkpallur fyrir þekkta hönnuði á borð við Alexander McQueen.

Campbell í sjónvarpið

Fyrirsæturnar Karolina Kurkova og Coco Rocha hafa gengið til liðs við Naomi Campbell og verða þátttakendur í nýjum sjónvarpsþætti þeirrar síðastnefndu. Ljósmyndarinn Nigel Barker, sem þekktur er úr America?s Next Top Model, verður þáttastjórnandinn.

Aðdáendur gráta með Robert Pattinson

Fátt kemst að í slúðurheimum þessa dagana annað en fréttir af framhjáhaldi Kristen Stewart, 22ja ára og Rupert Sanders, 41 árs. Sanders leikstýrði Stewart í myndinni Snow White and the Huntsman sem kom út í maí, en myndir af kossaflensi þeirra rötuðu á síður US Weekly í vikunni og hafa valdið miklu fjaðrafoki.

Jazz undir fjöllum í dag

Djasshátíðin "Jazz undir fjöllum" fer fram í níunda sinn í dag. Fram koma aðilar úr framvarðasveit íslenskrar djass- og blústónlistar, Sigurður Flosason, Þórir Baldursson, Einar Scheving og Andrea Gylfadóttir með hljómsveit sinni, Sálgæslunni. Þau spila á aðaltónleikum hátíðarinnar í kvöld í félagsheimilinu Fossbúð.

Allt leyfilegt þegar menn eru komnir í spandexið

„Við erum svo klisjukenndir að það hálfa væri nóg, en það þarf smá pung til að þora þetta,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson, eða Bebbi Diamond eins og hann kallar sig, trommari glysrokkbandsins Diamond Thunder.

Hæggeng sveimtónlist í djassstíl

"Um er að ræða hæggenga og stemningsfulla sveimtónlist í aflöppuðum djassstíl,“ segir Pan Thorarensen, eða raftónlistarmaðurinn Beatmakin Troopa, inntur eftir lýsingu á tónlistinni á nýjustu plötu sinni, If You Fall You Fly. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu breiðskífu hans, Search for Peace, en hún fékk verðskuldaða athygli í raftónlistarheiminum hér og erlendis.

Miðalausar eftir níu tíma ferðalag

"Ég mundi eftir hamborgarakryddinu en ekki miðunum,“ segir körfuboltakonan Andrea Ösp Pálsdóttir hlæjandi en hún lagði upp í níu tíma svaðilför ásamt vinkonu sinni Unni Hauksdóttur í fyrradag til Borgarfjarðar eystri á tónlistarhátíðina Bræðsluna. Þegar komið var á áfangastað klukkan tvö aðfaranótt föstudags uppgötvuðu þær sér til mikillar skelfingar að miðana vantaði.

Ósáttir tónleikagestir

Franskir áhorfendur bauluðu á Madonnu og köstuðu vatnsflöskum í átt að sviðinu að loknum tónleikum hennar í l‘Olympia tónleikahöllinni í París.

Tinna trónir á toppnum

Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri er tekjuhæsta listakonan í hópi leik- og söngkvenna á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hún var með 721 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt blaðinu. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var í öðru sæti með 570 þúsund krónur. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona er þriðja í röðinni en hún var með 534 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Arna Schram tekjuhæsta fjölmiðlakonan

Arna Schram upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar er tekjuhæsta fjölmiðlakonan á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hún var með 984 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt blaðinu. Agnes Guðrún Bragadóttir blaðamaður Morgunblaðsins var í öðru sæti með 888 þúsund krónur. Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri RÚV er þriðja í röðinni en hún var með tvö þúsund krónum lægri mánaðarlaun en Agnes...

Barnadagur í Viðey á sunnudag

Sunnudaginn 29. júlí verður barnadagurinn haldinn hátíðlegur í Viðey. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Viðey að bjóða yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og bjóða skemmtun og afþreyingu sem er þeim að skapi...

Það eru fleiri geðveikir en alkar

„Þetta er nú bara grín því það er alltaf talað um að alkar séu geðveikir og ég held því fram að það megi finna öll þessi vandamál í Íslendingasögunum,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir, um titil fyrirlesturs síns, Það eru fleiri geðveikir en alkar, sem hann flytur á Edrúhátíð SÁÁ að Laugalandi í Holtum um verslunarmannahelgina.

Ein kvöldstund með Ronan í boði

"Það hefur alltaf verið ódýrara að koma á sunnudeginum en núna fengum við Herjólf í samstarf með okkur og settum í fyrsta skipti upp næturferðir aftur í land aðfaranótt mánudagsins,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson meðlimur í skipulagningarnefnd Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum.

Skrifar eiginkonunni bréf

Kristen Stewart og Rupert Sanders sendu bæði frá sér opinbera afsökunarbeiðni í gær eftir að þau urðu uppvís að framhjáhaldi.

Málar til að halda geðheilsu

Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart.

Engin kvöð að þykjast vera ástfanginn af Þórunni

"Við vildum hafa myndbandið bjart og fallegt og að það fengi fólk til að dilla sér og brosa. Rauði þráðurinn er ástfangið par í helgarferð,“ segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir um væntanlegt myndband við lag sitt So High.

Sjá næstu 50 fréttir