Fleiri fréttir Enn má gerast hestamaður Þetta er hugmynd sem byggir á eldri bók sem hét sama nafni og Bændasamtökin gáfu út um árabil,“ segir Hulda G. Geirsdóttir sem situr í ritstjórn bókarinnar Hrossaræktin 2011 sem út kom nýverið. „Í nokkur ár hefur þó ekki komið út neitt ársrit um hestamennskuna þar sem greint er frá því sem hæst bar á yfirstandandi ári og margir hafa saknað þess að fá ekki árbók með alls konar skemmtilegu efni til að fletta upp í.“ 28.11.2011 11:00 Blóðugt myndband Benna "Ég hef ekki alveg fylgst með því hvað er satt og rétt í því,“ segir tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson spurður hvort blóðugt myndband hans við lagið FF ekki CC hafi verið bannað á Youtube, enda finnst það ekki á síðunni. 28.11.2011 11:00 Býður starfsfólki í kalkún Söngkonan Rihanna gerir vel við starfsmenn sína, en hún bauð í stóra þakkargjörðarmáltíð á bar í Dublin í gærkvöldi. Rihanna er á tónleikaferðalagi og vorkenndi starfsmönnum sínum fyrir að vera frá fjölskyldunni yfir hátíðina, en starfslið söngkonunnar telur á yfir 100 manns. 28.11.2011 09:00 Léttsveit Reykjavíkur í Hörpu Léttsveitin undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, hélt árlega aðventutónleika, Með eld í æðum, í Eldborgarsal Hörpu í gær fyrir troðfullu húsi... 28.11.2011 08:51 Framtíðin er runnin upp Danstónlistarþátturinn Skýjum ofar er fimmtán ára um þessar mundir. Haldið verður upp á afmælið með tónleikum á Barböru. Arnþór Snær Sævarsson stjórnaði Skýjum ofar ásamt Eldari Ástþórssyni og saman ætla þeir að spila jungle- og drum&bass-tónlist eftir Goldie, Roni Size, Squarepusher og fleiri. Þeir héldu á sínum tíma Skýjum ofar-kvöld á 22 þar sem stemningin var jafnan mikil og dansinn dunaði. 27.11.2011 22:00 Sögunni sem varð að segja fagnað Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar útgáfu ævisögu Ingimars H. Ingimarssonar eftir Þorfinn Ómarsson var fagnað í Eymundsson, Austurstræti. Fjöldi mætti til að gleðjast með þeim félögum... 27.11.2011 13:47 Náði í samning hjá einni fremstu umboðsskrifstofu heims Edda Óskarsdóttir, 18 ára menntaskólamær, er komin á samning hjá Select í Bretlandi. "Ég átti nú alls ekki von á þessu og fannst þetta satt best að segja lengi vel ótrúlegt. Fyrst núna er að renna upp fyrir mér að draumurinn er orðinn að veruleika,“ segir Edda en Select er talin vera ein sú fremsta í heimi og hafa frægar fyrirsætur og leikarar á borð við Siennu Miller, Stellu Tennant, David Gandy og Danny Beauchamp verið á samningi hjá henni. 27.11.2011 14:00 Átján grasrótarlistamenn sýna á Köllunarklettsvegi Málverk, skúlptúrar, ljósmyndir og vídeóverk átján listamanna má nú sjá í gömlu Sanitas-verksmiðjunni á Köllunarklettsvegi 4. Internet-galleríið Muses stendur fyrir sýningunni. 26.11.2011 15:00 Myndir frá opnun Lady Gaga-búðarinnar Söngkonunni Lady Gaga er margt til lista lagt, en hún opnaði á dögunum búð í Barneys-verslunarmiðstöðinni í New York. Frægir flykktust á opnunina og mátti þar sjá mörg stærstu nöfnin í tísku-og skemmtanabransanum. 26.11.2011 23:00 Gulla hannar glæsihýsi í Mið-Austurlöndum Íslenskur arkitekt, Guðlaug Jónsdóttir, ætlar á næstunni að opna skrifstofur í þremur heimsálfum. Guðlaug hefur getið sér gott orð í Bandaríkjunum en hyggst sækja á ný mið í Evrópu og Mið-Austurlöndum. 26.11.2011 21:00 Þriðju barnabók Hendrikku fagnað Skartgripahönnuðurinn og rithöfundurinn Hendrikka Waage fagnaði útgáfu bókarinnar Rikka og töfrahringurinn í Japan í vikunni. Bókin er sú þriðja í seríunni um stúlkuna Rikku og töfrahringinn hennar. Ungir sem aldnir gestir mættu í boðið og fengu að fletta nýju barnabókinni. 26.11.2011 18:00 Regína Ósk mætir aftur í Eurovision - Syngur stuðlag Maríu Bjarkar „Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. 26.11.2011 17:00 Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg „Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. 26.11.2011 17:00 Sesar A fagnar afmæli íslensku rappplötunnar "Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum,“ segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. 26.11.2011 15:45 Nýtísku sushi og vatnsmelónufranskar „Við ætlum að bjóða upp á nýtískulegt sushi sem er að slá í gegn út um allan heim ásamt suðrænum steikum,“ segir Gunnsteinn Helgi einn af eigendum nýs veitingarstaðar sem nefnist Sushisamba. 26.11.2011 15:00 Mátti ekki lita hárið Kate Beckinsale mátti ekki lita á sér hárið þegar hún var yngri. Móðir hennar, sjónvarpsleikkonan Judy Loe, var ströng þegar þetta umræðuefni var annars vegar og vildi hafa háralitinn náttúrulegan. „Mamma var mjög á móti því að ég litaði hárið mitt. Ég var alltaf stelpan sem mátti það ekki,“ sagði breska leikkonan. „Mamma hefði aldrei gefið mér bíl. Við þurftum alltaf að vinna fyrir slíku,“ bætti hin 38 ára Beckinsale við. Á meðal næstu kvikmynda hennar eru hin hálfíslenska Contraband og hasar-endurgerðin Total Recall. 26.11.2011 14:00 Pálmi í læri hjá Jóni Ársæli Þeir Spaugstofumenn með Pálma Gestsson í fararbroddi hafa í vikunni dvalið á heimili Jóns Ársæls Þórðarsonar að Litla-Skipholti í Reykjavík. Þar hefur Pálmi reynt að líkjast húsbóndanum, Jóni Ársæli, sem allra mest til að taka hann almennilega fyrir í Spaugstofunni. 26.11.2011 13:59 Barnabók Bergljótar "Mig langaði að gera bók sem fræðir börnin um íslensku húsdýrin og sýnir hversu mikilvæg þau eru fyrir samfélagið," segir Bergljót Arnalds, rithöfundur og söngkona, sem hélt útgáfuhóf í Iðnó í tilefni af útkomu barnabókarinnar Íslensku húsdýrin og Trölli. Bergljót og krakkar skelltu sér á hestbak og brugðu á leik eins og sjá má á myndunum. 26.11.2011 10:00 Fallega fólkið lét sjá sig Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar E-Label hélt upp á endurkomu sína á íslenskan markað í versluninni 3 Smárum Smáralind á dögunum... 26.11.2011 09:29 Fær hlutverk í Dog Fight John Lithgow hefur bæst við stjörnum prýtt leikaralið gamanmyndarinnar Dog Fight. Tökur á myndinni eru hafnar og annast Jay Roach leikstjórnina. Hann á að baki grínsmelli á borð við Meet the Parents og Austin Powers-myndirnar. 26.11.2011 23:30 Þakkar unnustanum Leik- og söngkonan Jennifer Hudson þakkar unnusta sínum, David Otunga, fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hudson hefur gengið í gegnum erfiða tími eftir að móðir hennar og bróðir voru myrt á heimili sínu í Chigago í fyrra, en hún hefði einnig verið á staðnum þennan dag ef ekki væri fyrir unnustann. „Það bjargaði lífi mínu að David bað mig um að koma til sín í Flórída einmitt þennan dag, annars hefði ég verið heima hjá mömmu og líklega ekki á lífi í dag,“ segir Hudson í viðtali við blaðið Ebony, en þetta er í fyrsta sinn sem söngkonan talar um atburðina. 26.11.2011 17:00 Ómar endurvekur Gáttaþef á jólaballi „Þetta verður í anda gömlu stóru jólaballanna, þar sem börnin taka þátt og syngja með,“ segir fréttamaðurinn og skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. 26.11.2011 16:00 Um klósettpappír frá Gucci og fleira gott Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók síðari missera. Það sem fyrst vekur athygli þegar bókinni er flett er kímnin í ljóðum Antons Helga. Tyrfni í myndmáli er víðs fjarri, ljóðin bera með sér hversdagslegan blæ og eru sannanlega fyndin. 26.11.2011 15:30 Frumleg afmælisgjöf Leikkonan Katherine Heigl fékk frumlega afmælisgjöf frá eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Josh Kelley, en hann fékk sér húðflúr til heiðurs henni og dóttur þeirra. Heigl lýsir því yfir á Twitter-síðu sinni að gjöfin sé sú rómantískasta sem hún hafi fengið, en húðflúrið er á handlegg Kelley með mynd af sameiginlegu stjörnumerki mæðgnanna og fæðingardögum þeirra. 26.11.2011 13:00 Finnst tískusýningar leiðinlegar Leikkonan Chloë Sevigny viðurkennir að hún hafi ekki mikinn áhuga á tísku og leiðist að fara á tískusýningar. Þessi ummæli Sevigny koma nokkuð á óvart þar sem leikkonan er þekkt fyrir fatastílinn og er gjarnan talin ein af helstu tískufyrirmyndum í heimi. 26.11.2011 12:00 Bluegrassið á líka heima á Íslandi Andi Suðurríkjanna hefur svifið yfir vötnum á tónleikum íslensku bluegrass-sveitarinnar Brother Grass undanfarið ár. Í dag kemur fyrsta plata sveitarinnar út, en hún kallast Didn‘t Leave Nobody But the Baby. 26.11.2011 11:00 Dreymir um að fara á skíði Britney Spears segir að draumafríið sitt sé skíðaferð með sonum sínum og kærasta. Poppsöngkonan viðurkennir í viðtali við blaðið Stylist að hæfileikar hennar í brekkunum séu takmarkaðir en hún vilji gjarnan læra. „Það væri yndislegt að fara í frí í snjóinn og drekka heitt súkkulaði með strákunum mínum.“ Spears viðurkennir einnig að hana langi stundum til að fara í dulargervi og fara út að borða óáreitt. 26.11.2011 10:00 Dikta fagnaði á Nasa Aðdáendur hljómsveitarinnar Diktu fylltu Nasa á fimmtudagskvöldið þegar útgáfutónleikar sveitarinnar fóru fram. Dikta gaf á dögunum út fjórðu plötu sína, Trust Me, og flutti nýju lögin við mikinn fögnuð viðstaddra. 26.11.2011 09:00 Beikon í boði 26.11.2011 08:00 Rocky kjörin best Rocky hefur verið kjörin besta íþróttamynd allra tíma í skoðanakönnun á vegum síðunnar Lovefilm. Í myndinni, sem er frá árinu 1976, leikur Sylvester Stallone hnefaleikakappann Rocky Balboa. Rocky er ein af fimm boxmyndum sem komust á topp tíu í könnuninni. Í öðru sæti lenti bobbsleðamyndin Cool Runnings, í því þriðja varð Million Dollar Baby og saman í fjórða sæti voru Raging Bull og The Wrestler. "Hvort sem um er að ræða ruðningshetjur, bobbsleðagaura eða Balboa þá elskum við að horfa á íþróttahetjur komast yfir endalínuna á dramatískan hátt," sagði ritstjóri Lovefilm. 25.11.2011 22:30 Skreytir bæinn með jólavættum "Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. 25.11.2011 21:00 Ánægðir gestir á Freddie Mercury-tónleikum Tvennir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, hinum sáluga söngvara Queen, voru haldnir í Hörpu á miðvikudagskvöld. Stemningin í salnum var góð enda sá hópur góðra söngvara og tónlistarmanna um að lög Mercury kæmust vel til skila. 25.11.2011 21:00 Prófaði öll eiturlyfin Leikkonan Angelina Jolie segist vera heppin að vera á lífi miðað við óheilbrigt lífernið á sínum yngri árum. "Ég tók öll eiturlyf sem til voru; kókaín, e-pillu, heróín og hreinlega allt," sagði hin 36 ára Jolie í viðtali við 60 Minutes. "Ég fór í gegnum mikið myrkur og ég komst í gegnum það. Ég dó ekki ung, þannig að ég er mjög heppin. Margir aðrir listamenn og manneskjur hafa ekki lifað slíkt af." Hún viðurkennir að vera ekki laus við allt myrkrið en aðeins kærastinn Brad Pitt fær að kynnast því. "Þessi hluti af mér er enn til staðar. Hann er bara á sínum stað og er bara fyrir Brad og okkar ævintýri." 25.11.2011 20:30 Biel stjórnar sambandinu Þegar Justin Timberlake og Jessica Biel tóku aftur saman eftir fimm mánaða hlé á sambandinu töldu flestir vina þeirra að loksins væri komið að því að þau myndu ganga í það heilaga. Timberlake er hins vegar tregur til, því hann heldur að hjónaband myndi hafa skaðleg áhrif á feril hans, sem byggist mikið á vinsældum hans hjá kvenþjóðinni. 25.11.2011 20:00 Óánægð með kærastann Jennifer Lopez hefur ekki verið heppin í ástarmálunum undanfarið. Eftir að hafa skilið við eiginmann sinn til sjö ára, Marc Anthony, í sumar hóf hún ástarsamband með 24 ára dansaranum Casper Smart. Nú hefur komið í ljós að sá á mögulega fangelsisvist yfir höfði sér fyrir ýmis umferðarbrot. Lopez er að sögn heimildamanna ekki ánægð með kærastann og hefur ekki gert upp við sig hvort hún muni mæta í dómssal til að styðja hann þegar málið verður tekið fyrir. 25.11.2011 19:30 Auglýsingar tískurisa þykja ekki börnum sæmandi Bresku samtökin Advertising Standards Authority hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. 25.11.2011 16:15 Gylfi Ægis með aukatónleika í kvöld Nú eru hátt í 200 miðar seldir en salurinn tekur 300 manns. Þannig að það eru nokkrir miðar eftir, segir Gylfi Ægisson söngvari og lagasmiður. 25.11.2011 15:00 Frumsýna glænýtt myndband við lagið Ást og áfengi Hljómsveitin Klaufar frumsýnir hér nýtt glænýtt myndband við smellinn Ást og áfengi og fer ekki milli mála að hér er alvöru kántrísveit á ferðinni. Klaufarnir hafa starfað í fimm ár og leikið kántrí vítt og breytt um landið fyrir landann. Sveitin samanstendur af þeim Guðmundi Annas Árnasyni söngvara, Sigurgeir Sigmundssyni fetilgítarleikara, Birgi Nielsen trommara, Friðriki Sturlusyni bassaleikara og Kristjáni Grétarssyni gítarleikara. 25.11.2011 15:00 Sonic Youth að hætta? Mikil óvissa ríkir nú um framtíð rokksveitarinnar Sonic Youth eftir að eitt langlífasta par rokksins, Thurston Moore söngvari og Kim Gordon bassaleikari, tilkynntu um skilnað sinn eftir nærri 30 ára hjónaband. Tilkynningin kom í október þegar hljómsveitin var á tónleikaferðalagi í Suður-Ameríku. Moore og Gordon giftu sig árið 1984 þegar hljómsveitin hafði starfað í þrjú ár. Aðdáendur sveitarinnar voru því flestir jafnframt aðdáendur hjónabandsins, og haft var eftir eyðilögðum ungum manni að skilnaðurinn hefði orðið til þess að hann tryði ekki lengur á sanna ást. 25.11.2011 15:00 Skúrkur afhjúpaður í Týndu kynslóðinni Í Týndu kynslóðinni í kvöld verður frumsýndur nýr dagskrárliður sem kallast Sönn íslensk swagamál. Þar verður hulunni svipt af skúrkinum Steinari Bárðarsyni sem Týnda kynslóðin vill meina að hafi farið illa með marga íslenska tónlistarmenn og sé núverandi umboðsmaður stúlknasveitarinnar Charlies. 25.11.2011 14:30 Stjörnurnar horfa til Íslands Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011. 25.11.2011 14:00 Gibb á batavegi Söngvarinn Robin Gibb hefur fullvissað aðdáendur sína um að hann sé ekki á grafarbakkanum eins og breskir fjölmiðlar hafa gefið í skyn. Hann sé þvert á móti á góðum batavegi þrátt fyrir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús í annað sinn á skömmum tíma í síðustu viku. Gibb ætlaði að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar en varð að aflýsa komu sinni sökum veikinda. 25.11.2011 14:00 Star Trek 3D kemur 2013 Framhaldsmyndin Star Trek 3D er væntanleg í kvikmyndahús 17. maí 2013. Hinir fjölmörgu Trekkarar, dyggir aðdáendur Star Trek, geta því byrjað að telja niður dagana í rólegheitum. Tökur hefjast í janúar á næsta ári og sem aftur eru þau Zoe Saldana, Chris Pine og Zachary Quinto í aðalhlutverkum. Orðrómur er einnig uppi um að Benecio Del Toro leiki illmennið í myndinni. Star Trek 3D átti upphaflega að koma út næsta sumar en var frestað af kvikmyndaverinu Paramount. Í staðinn var farið í framleiðslu á G.I. Joe 2. Retaliation. 25.11.2011 13:00 Ný barnabók Hendrikku Waage Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar Hendrikka Waage skartgripahönnuður fagnaði útkomu barnabókar, Rikka og töfrahringurinn í Japan, hjá bókaútgáfunni Sölku með vinum og fjölskyldu.... 25.11.2011 12:45 Í makaleit á netinu Leikkonan, Playboy-fyrirsætan og dagskrágerðarkonan Jenny McCarthy hefur gefist upp á að finna maka i Los Angeles og leitað á náðir internetsins. McCarthy hætti með leikaranum Jim Carrey fyrir nokkru og hefur nú sett auglýsingu á einkamálasíðuna Match.com undir dulnefni. McCarthy skrifaði í auglýsingunni að hún væri komin með leið á karlmönnunum í Los Angeles. „Mennirnir hérna líta allir út eins og konur. Ég er að leita að einhverjum sem er ekki héðan.“ Það er vefsíðan Perezhilton.com sem uppljóstrar um makaleit leikkonunnar. 25.11.2011 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Enn má gerast hestamaður Þetta er hugmynd sem byggir á eldri bók sem hét sama nafni og Bændasamtökin gáfu út um árabil,“ segir Hulda G. Geirsdóttir sem situr í ritstjórn bókarinnar Hrossaræktin 2011 sem út kom nýverið. „Í nokkur ár hefur þó ekki komið út neitt ársrit um hestamennskuna þar sem greint er frá því sem hæst bar á yfirstandandi ári og margir hafa saknað þess að fá ekki árbók með alls konar skemmtilegu efni til að fletta upp í.“ 28.11.2011 11:00
Blóðugt myndband Benna "Ég hef ekki alveg fylgst með því hvað er satt og rétt í því,“ segir tónlistarmaðurinn Benedikt Hermann Hermannsson spurður hvort blóðugt myndband hans við lagið FF ekki CC hafi verið bannað á Youtube, enda finnst það ekki á síðunni. 28.11.2011 11:00
Býður starfsfólki í kalkún Söngkonan Rihanna gerir vel við starfsmenn sína, en hún bauð í stóra þakkargjörðarmáltíð á bar í Dublin í gærkvöldi. Rihanna er á tónleikaferðalagi og vorkenndi starfsmönnum sínum fyrir að vera frá fjölskyldunni yfir hátíðina, en starfslið söngkonunnar telur á yfir 100 manns. 28.11.2011 09:00
Léttsveit Reykjavíkur í Hörpu Léttsveitin undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur, hélt árlega aðventutónleika, Með eld í æðum, í Eldborgarsal Hörpu í gær fyrir troðfullu húsi... 28.11.2011 08:51
Framtíðin er runnin upp Danstónlistarþátturinn Skýjum ofar er fimmtán ára um þessar mundir. Haldið verður upp á afmælið með tónleikum á Barböru. Arnþór Snær Sævarsson stjórnaði Skýjum ofar ásamt Eldari Ástþórssyni og saman ætla þeir að spila jungle- og drum&bass-tónlist eftir Goldie, Roni Size, Squarepusher og fleiri. Þeir héldu á sínum tíma Skýjum ofar-kvöld á 22 þar sem stemningin var jafnan mikil og dansinn dunaði. 27.11.2011 22:00
Sögunni sem varð að segja fagnað Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar útgáfu ævisögu Ingimars H. Ingimarssonar eftir Þorfinn Ómarsson var fagnað í Eymundsson, Austurstræti. Fjöldi mætti til að gleðjast með þeim félögum... 27.11.2011 13:47
Náði í samning hjá einni fremstu umboðsskrifstofu heims Edda Óskarsdóttir, 18 ára menntaskólamær, er komin á samning hjá Select í Bretlandi. "Ég átti nú alls ekki von á þessu og fannst þetta satt best að segja lengi vel ótrúlegt. Fyrst núna er að renna upp fyrir mér að draumurinn er orðinn að veruleika,“ segir Edda en Select er talin vera ein sú fremsta í heimi og hafa frægar fyrirsætur og leikarar á borð við Siennu Miller, Stellu Tennant, David Gandy og Danny Beauchamp verið á samningi hjá henni. 27.11.2011 14:00
Átján grasrótarlistamenn sýna á Köllunarklettsvegi Málverk, skúlptúrar, ljósmyndir og vídeóverk átján listamanna má nú sjá í gömlu Sanitas-verksmiðjunni á Köllunarklettsvegi 4. Internet-galleríið Muses stendur fyrir sýningunni. 26.11.2011 15:00
Myndir frá opnun Lady Gaga-búðarinnar Söngkonunni Lady Gaga er margt til lista lagt, en hún opnaði á dögunum búð í Barneys-verslunarmiðstöðinni í New York. Frægir flykktust á opnunina og mátti þar sjá mörg stærstu nöfnin í tísku-og skemmtanabransanum. 26.11.2011 23:00
Gulla hannar glæsihýsi í Mið-Austurlöndum Íslenskur arkitekt, Guðlaug Jónsdóttir, ætlar á næstunni að opna skrifstofur í þremur heimsálfum. Guðlaug hefur getið sér gott orð í Bandaríkjunum en hyggst sækja á ný mið í Evrópu og Mið-Austurlöndum. 26.11.2011 21:00
Þriðju barnabók Hendrikku fagnað Skartgripahönnuðurinn og rithöfundurinn Hendrikka Waage fagnaði útgáfu bókarinnar Rikka og töfrahringurinn í Japan í vikunni. Bókin er sú þriðja í seríunni um stúlkuna Rikku og töfrahringinn hennar. Ungir sem aldnir gestir mættu í boðið og fengu að fletta nýju barnabókinni. 26.11.2011 18:00
Regína Ósk mætir aftur í Eurovision - Syngur stuðlag Maríu Bjarkar „Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. 26.11.2011 17:00
Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg „Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. 26.11.2011 17:00
Sesar A fagnar afmæli íslensku rappplötunnar "Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum,“ segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. 26.11.2011 15:45
Nýtísku sushi og vatnsmelónufranskar „Við ætlum að bjóða upp á nýtískulegt sushi sem er að slá í gegn út um allan heim ásamt suðrænum steikum,“ segir Gunnsteinn Helgi einn af eigendum nýs veitingarstaðar sem nefnist Sushisamba. 26.11.2011 15:00
Mátti ekki lita hárið Kate Beckinsale mátti ekki lita á sér hárið þegar hún var yngri. Móðir hennar, sjónvarpsleikkonan Judy Loe, var ströng þegar þetta umræðuefni var annars vegar og vildi hafa háralitinn náttúrulegan. „Mamma var mjög á móti því að ég litaði hárið mitt. Ég var alltaf stelpan sem mátti það ekki,“ sagði breska leikkonan. „Mamma hefði aldrei gefið mér bíl. Við þurftum alltaf að vinna fyrir slíku,“ bætti hin 38 ára Beckinsale við. Á meðal næstu kvikmynda hennar eru hin hálfíslenska Contraband og hasar-endurgerðin Total Recall. 26.11.2011 14:00
Pálmi í læri hjá Jóni Ársæli Þeir Spaugstofumenn með Pálma Gestsson í fararbroddi hafa í vikunni dvalið á heimili Jóns Ársæls Þórðarsonar að Litla-Skipholti í Reykjavík. Þar hefur Pálmi reynt að líkjast húsbóndanum, Jóni Ársæli, sem allra mest til að taka hann almennilega fyrir í Spaugstofunni. 26.11.2011 13:59
Barnabók Bergljótar "Mig langaði að gera bók sem fræðir börnin um íslensku húsdýrin og sýnir hversu mikilvæg þau eru fyrir samfélagið," segir Bergljót Arnalds, rithöfundur og söngkona, sem hélt útgáfuhóf í Iðnó í tilefni af útkomu barnabókarinnar Íslensku húsdýrin og Trölli. Bergljót og krakkar skelltu sér á hestbak og brugðu á leik eins og sjá má á myndunum. 26.11.2011 10:00
Fallega fólkið lét sjá sig Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar E-Label hélt upp á endurkomu sína á íslenskan markað í versluninni 3 Smárum Smáralind á dögunum... 26.11.2011 09:29
Fær hlutverk í Dog Fight John Lithgow hefur bæst við stjörnum prýtt leikaralið gamanmyndarinnar Dog Fight. Tökur á myndinni eru hafnar og annast Jay Roach leikstjórnina. Hann á að baki grínsmelli á borð við Meet the Parents og Austin Powers-myndirnar. 26.11.2011 23:30
Þakkar unnustanum Leik- og söngkonan Jennifer Hudson þakkar unnusta sínum, David Otunga, fyrir að hafa bjargað lífi sínu. Hudson hefur gengið í gegnum erfiða tími eftir að móðir hennar og bróðir voru myrt á heimili sínu í Chigago í fyrra, en hún hefði einnig verið á staðnum þennan dag ef ekki væri fyrir unnustann. „Það bjargaði lífi mínu að David bað mig um að koma til sín í Flórída einmitt þennan dag, annars hefði ég verið heima hjá mömmu og líklega ekki á lífi í dag,“ segir Hudson í viðtali við blaðið Ebony, en þetta er í fyrsta sinn sem söngkonan talar um atburðina. 26.11.2011 17:00
Ómar endurvekur Gáttaþef á jólaballi „Þetta verður í anda gömlu stóru jólaballanna, þar sem börnin taka þátt og syngja með,“ segir fréttamaðurinn og skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson. 26.11.2011 16:00
Um klósettpappír frá Gucci og fleira gott Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók síðari missera. Það sem fyrst vekur athygli þegar bókinni er flett er kímnin í ljóðum Antons Helga. Tyrfni í myndmáli er víðs fjarri, ljóðin bera með sér hversdagslegan blæ og eru sannanlega fyndin. 26.11.2011 15:30
Frumleg afmælisgjöf Leikkonan Katherine Heigl fékk frumlega afmælisgjöf frá eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Josh Kelley, en hann fékk sér húðflúr til heiðurs henni og dóttur þeirra. Heigl lýsir því yfir á Twitter-síðu sinni að gjöfin sé sú rómantískasta sem hún hafi fengið, en húðflúrið er á handlegg Kelley með mynd af sameiginlegu stjörnumerki mæðgnanna og fæðingardögum þeirra. 26.11.2011 13:00
Finnst tískusýningar leiðinlegar Leikkonan Chloë Sevigny viðurkennir að hún hafi ekki mikinn áhuga á tísku og leiðist að fara á tískusýningar. Þessi ummæli Sevigny koma nokkuð á óvart þar sem leikkonan er þekkt fyrir fatastílinn og er gjarnan talin ein af helstu tískufyrirmyndum í heimi. 26.11.2011 12:00
Bluegrassið á líka heima á Íslandi Andi Suðurríkjanna hefur svifið yfir vötnum á tónleikum íslensku bluegrass-sveitarinnar Brother Grass undanfarið ár. Í dag kemur fyrsta plata sveitarinnar út, en hún kallast Didn‘t Leave Nobody But the Baby. 26.11.2011 11:00
Dreymir um að fara á skíði Britney Spears segir að draumafríið sitt sé skíðaferð með sonum sínum og kærasta. Poppsöngkonan viðurkennir í viðtali við blaðið Stylist að hæfileikar hennar í brekkunum séu takmarkaðir en hún vilji gjarnan læra. „Það væri yndislegt að fara í frí í snjóinn og drekka heitt súkkulaði með strákunum mínum.“ Spears viðurkennir einnig að hana langi stundum til að fara í dulargervi og fara út að borða óáreitt. 26.11.2011 10:00
Dikta fagnaði á Nasa Aðdáendur hljómsveitarinnar Diktu fylltu Nasa á fimmtudagskvöldið þegar útgáfutónleikar sveitarinnar fóru fram. Dikta gaf á dögunum út fjórðu plötu sína, Trust Me, og flutti nýju lögin við mikinn fögnuð viðstaddra. 26.11.2011 09:00
Rocky kjörin best Rocky hefur verið kjörin besta íþróttamynd allra tíma í skoðanakönnun á vegum síðunnar Lovefilm. Í myndinni, sem er frá árinu 1976, leikur Sylvester Stallone hnefaleikakappann Rocky Balboa. Rocky er ein af fimm boxmyndum sem komust á topp tíu í könnuninni. Í öðru sæti lenti bobbsleðamyndin Cool Runnings, í því þriðja varð Million Dollar Baby og saman í fjórða sæti voru Raging Bull og The Wrestler. "Hvort sem um er að ræða ruðningshetjur, bobbsleðagaura eða Balboa þá elskum við að horfa á íþróttahetjur komast yfir endalínuna á dramatískan hátt," sagði ritstjóri Lovefilm. 25.11.2011 22:30
Skreytir bæinn með jólavættum "Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fær á sig nýjan blæ í desember. 25.11.2011 21:00
Ánægðir gestir á Freddie Mercury-tónleikum Tvennir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, hinum sáluga söngvara Queen, voru haldnir í Hörpu á miðvikudagskvöld. Stemningin í salnum var góð enda sá hópur góðra söngvara og tónlistarmanna um að lög Mercury kæmust vel til skila. 25.11.2011 21:00
Prófaði öll eiturlyfin Leikkonan Angelina Jolie segist vera heppin að vera á lífi miðað við óheilbrigt lífernið á sínum yngri árum. "Ég tók öll eiturlyf sem til voru; kókaín, e-pillu, heróín og hreinlega allt," sagði hin 36 ára Jolie í viðtali við 60 Minutes. "Ég fór í gegnum mikið myrkur og ég komst í gegnum það. Ég dó ekki ung, þannig að ég er mjög heppin. Margir aðrir listamenn og manneskjur hafa ekki lifað slíkt af." Hún viðurkennir að vera ekki laus við allt myrkrið en aðeins kærastinn Brad Pitt fær að kynnast því. "Þessi hluti af mér er enn til staðar. Hann er bara á sínum stað og er bara fyrir Brad og okkar ævintýri." 25.11.2011 20:30
Biel stjórnar sambandinu Þegar Justin Timberlake og Jessica Biel tóku aftur saman eftir fimm mánaða hlé á sambandinu töldu flestir vina þeirra að loksins væri komið að því að þau myndu ganga í það heilaga. Timberlake er hins vegar tregur til, því hann heldur að hjónaband myndi hafa skaðleg áhrif á feril hans, sem byggist mikið á vinsældum hans hjá kvenþjóðinni. 25.11.2011 20:00
Óánægð með kærastann Jennifer Lopez hefur ekki verið heppin í ástarmálunum undanfarið. Eftir að hafa skilið við eiginmann sinn til sjö ára, Marc Anthony, í sumar hóf hún ástarsamband með 24 ára dansaranum Casper Smart. Nú hefur komið í ljós að sá á mögulega fangelsisvist yfir höfði sér fyrir ýmis umferðarbrot. Lopez er að sögn heimildamanna ekki ánægð með kærastann og hefur ekki gert upp við sig hvort hún muni mæta í dómssal til að styðja hann þegar málið verður tekið fyrir. 25.11.2011 19:30
Auglýsingar tískurisa þykja ekki börnum sæmandi Bresku samtökin Advertising Standards Authority hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. 25.11.2011 16:15
Gylfi Ægis með aukatónleika í kvöld Nú eru hátt í 200 miðar seldir en salurinn tekur 300 manns. Þannig að það eru nokkrir miðar eftir, segir Gylfi Ægisson söngvari og lagasmiður. 25.11.2011 15:00
Frumsýna glænýtt myndband við lagið Ást og áfengi Hljómsveitin Klaufar frumsýnir hér nýtt glænýtt myndband við smellinn Ást og áfengi og fer ekki milli mála að hér er alvöru kántrísveit á ferðinni. Klaufarnir hafa starfað í fimm ár og leikið kántrí vítt og breytt um landið fyrir landann. Sveitin samanstendur af þeim Guðmundi Annas Árnasyni söngvara, Sigurgeir Sigmundssyni fetilgítarleikara, Birgi Nielsen trommara, Friðriki Sturlusyni bassaleikara og Kristjáni Grétarssyni gítarleikara. 25.11.2011 15:00
Sonic Youth að hætta? Mikil óvissa ríkir nú um framtíð rokksveitarinnar Sonic Youth eftir að eitt langlífasta par rokksins, Thurston Moore söngvari og Kim Gordon bassaleikari, tilkynntu um skilnað sinn eftir nærri 30 ára hjónaband. Tilkynningin kom í október þegar hljómsveitin var á tónleikaferðalagi í Suður-Ameríku. Moore og Gordon giftu sig árið 1984 þegar hljómsveitin hafði starfað í þrjú ár. Aðdáendur sveitarinnar voru því flestir jafnframt aðdáendur hjónabandsins, og haft var eftir eyðilögðum ungum manni að skilnaðurinn hefði orðið til þess að hann tryði ekki lengur á sanna ást. 25.11.2011 15:00
Skúrkur afhjúpaður í Týndu kynslóðinni Í Týndu kynslóðinni í kvöld verður frumsýndur nýr dagskrárliður sem kallast Sönn íslensk swagamál. Þar verður hulunni svipt af skúrkinum Steinari Bárðarsyni sem Týnda kynslóðin vill meina að hafi farið illa með marga íslenska tónlistarmenn og sé núverandi umboðsmaður stúlknasveitarinnar Charlies. 25.11.2011 14:30
Stjörnurnar horfa til Íslands Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011. 25.11.2011 14:00
Gibb á batavegi Söngvarinn Robin Gibb hefur fullvissað aðdáendur sína um að hann sé ekki á grafarbakkanum eins og breskir fjölmiðlar hafa gefið í skyn. Hann sé þvert á móti á góðum batavegi þrátt fyrir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús í annað sinn á skömmum tíma í síðustu viku. Gibb ætlaði að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar en varð að aflýsa komu sinni sökum veikinda. 25.11.2011 14:00
Star Trek 3D kemur 2013 Framhaldsmyndin Star Trek 3D er væntanleg í kvikmyndahús 17. maí 2013. Hinir fjölmörgu Trekkarar, dyggir aðdáendur Star Trek, geta því byrjað að telja niður dagana í rólegheitum. Tökur hefjast í janúar á næsta ári og sem aftur eru þau Zoe Saldana, Chris Pine og Zachary Quinto í aðalhlutverkum. Orðrómur er einnig uppi um að Benecio Del Toro leiki illmennið í myndinni. Star Trek 3D átti upphaflega að koma út næsta sumar en var frestað af kvikmyndaverinu Paramount. Í staðinn var farið í framleiðslu á G.I. Joe 2. Retaliation. 25.11.2011 13:00
Ný barnabók Hendrikku Waage Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar Hendrikka Waage skartgripahönnuður fagnaði útkomu barnabókar, Rikka og töfrahringurinn í Japan, hjá bókaútgáfunni Sölku með vinum og fjölskyldu.... 25.11.2011 12:45
Í makaleit á netinu Leikkonan, Playboy-fyrirsætan og dagskrágerðarkonan Jenny McCarthy hefur gefist upp á að finna maka i Los Angeles og leitað á náðir internetsins. McCarthy hætti með leikaranum Jim Carrey fyrir nokkru og hefur nú sett auglýsingu á einkamálasíðuna Match.com undir dulnefni. McCarthy skrifaði í auglýsingunni að hún væri komin með leið á karlmönnunum í Los Angeles. „Mennirnir hérna líta allir út eins og konur. Ég er að leita að einhverjum sem er ekki héðan.“ Það er vefsíðan Perezhilton.com sem uppljóstrar um makaleit leikkonunnar. 25.11.2011 12:00