Lífið

Býður starfsfólki í kalkún

Rihanna vorkenndi starfsfólki sínu fyrir að vera að heiman yfir þakkargjörðarhátíðina og bauð öllum í mat í Dublin.
Rihanna vorkenndi starfsfólki sínu fyrir að vera að heiman yfir þakkargjörðarhátíðina og bauð öllum í mat í Dublin. Nordicphotos/getty
Söngkonan Rihanna gerir vel við starfsmenn sína, en hún bauð í stóra þakkargjörðarmáltíð á bar í Dublin í gærkvöldi. Rihanna er á tónleikaferðalagi og vorkenndi starfsmönnum sínum fyrir að vera frá fjölskyldunni yfir hátíðina, en starfslið söngkonunnar telur á yfir 100 manns.

Rihanna tók barinn O‘Donoghue‘s á leigu fyrir herlegheitin, en hún kemur fram á tónleikum í Dublin í kvöld. Á boðstólum var það helsta sem einkennir þakkargjörðarmáltíð, eins og kalkúnn og sætar kartöflur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.