Lífið

Dreymir um að fara á skíði

Britney Spears vill læra á skíði og drekka heitt súkkulaði með sonum sínum og kærasta.
Britney Spears vill læra á skíði og drekka heitt súkkulaði með sonum sínum og kærasta. Nordicphotos/getty
Britney Spears segir að draumafríið sitt sé skíðaferð með sonum sínum og kærasta. Poppsöngkonan viðurkennir í viðtali við blaðið Stylist að hæfileikar hennar í brekkunum séu takmarkaðir en hún vilji gjarnan læra. „Það væri yndislegt að fara í frí í snjóinn og drekka heitt súkkulaði með strákunum mínum.“ Spears viðurkennir einnig að hana langi stundum til að fara í dulargervi og fara út að borða óáreitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.