Lífið

Frumleg afmælisgjöf

Húðflúr fyrir konuna Leikkonan Katherine Heigl segir að húðflúr eiginmannsins Josh Kelley sé rómantískasta gjöf sem hún hafi fengið. 
Nordicphotos/getty
Húðflúr fyrir konuna Leikkonan Katherine Heigl segir að húðflúr eiginmannsins Josh Kelley sé rómantískasta gjöf sem hún hafi fengið. Nordicphotos/getty
Leikkonan Katherine Heigl fékk frumlega afmælisgjöf frá eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Josh Kelley, en hann fékk sér húðflúr til heiðurs henni og dóttur þeirra. Heigl lýsir því yfir á Twitter-síðu sinni að gjöfin sé sú rómantískasta sem hún hafi fengið, en húðflúrið er á handlegg Kelley með mynd af sameiginlegu stjörnumerki mæðgnanna og fæðingardögum þeirra. Heigl og Kelley ættleiddu dótturina Naleigh frá Suður-Kóreu fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.