Lífið

Pálmi í læri hjá Jóni Ársæli

Pálmi og Jón Ársæll eru mjög líkir.
Pálmi og Jón Ársæll eru mjög líkir.
Þeir Spaugstofumenn með  Pálma Gestsson í fararbroddi hafa í vikunni dvalið á heimili Jóns Ársæls Þórðarsonar að Litla-Skipholti í Reykjavík. Þar hefur Pálmi reynt að líkjast húsbóndanum, Jóni Ársæli,  sem allra mest til að taka hann almennilega fyrir í Spaugstofunni.

„Pálmi á langt í land þó svo að hann eigi í sjálfu sér ágætis spretti," segir Jón Ársæll um tilraunir Pálma. ,,Svo er þetta náttúrulega ekkert annað en  einelti í sinni svæsnustu mynd þegar maður er tekinn fyrir svona hjá Spaugstofu allra landsmanna. En við vorum sem sagt að fara yfir þetta helsta, hvernig maður heilsar og kveður. Pálmi náði einstaklega og fljótt góðum árangri í faðmlögunum og á tímabili fannst mér jafnvel hann fara örlítið yfir strikið, en það er nú önnur saga.“

Spaugstofan er sýnd á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.