Lífið

Finnst tískusýningar leiðinlegar

leiðist Chloë Sevigny leiðist að horfa á tískusýningar en hún er gjarnan talin ein helsta tískufyrirmynd í heimi. nordicphotos/ap
leiðist Chloë Sevigny leiðist að horfa á tískusýningar en hún er gjarnan talin ein helsta tískufyrirmynd í heimi. nordicphotos/ap
Leikkonan Chloë Sevigny viðurkennir að hún hafi ekki mikinn áhuga á tísku og leiðist að fara á tískusýningar. Þessi ummæli Sevigny koma nokkuð á óvart þar sem leikkonan er þekkt fyrir fatastílinn og er gjarnan talin ein af helstu tískufyrirmyndum í heimi.

„Ég keypti mér Birkenstock inniskó um daginn og það sýnir hversu lítinn áhuga ég hef á tísku,“ segir Sevigny í viðtali við New York Times.

Sevigny hlýtur þó að hafa gaman af sínum eigin tískusýningum en þrjú ár eru síðan Sevigny hóf að hanna fatnað í samstarfi við fatamerkið Opening Ceremony. Fatnaðinum hefur verið vel tekið enda segir Sevigny að flíkurnar séu ætlaðar öllum konum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.