Fleiri fréttir

Áhrifin beint frá Nietzsche

Rapparinn Kanye West segist ekki hafa stolið texta lagsins Stronger frá lagahöfundinum Vincent Rogers. Sá síðarnefndi hefur kært West og heldur því fram að rapparinn hafi hermt eftir lagi sem hann samdi árið 2006 og heitir sama nafni. Í báðum lögunum eru tilvísanir í þýska heimspekinginn Friedrich Nietzsche og fyrirsætuna Kate Moss. Lögfræðingar West segja að textinn við lag hans sé undir beinum áhrifum frá Nietzsche og orðum hans: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari.“ Vísa þeir því ásökunum Rogers algjörlega á bug.

Frægar fæða fátæka

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian og leikkonurnar Zoe Saldana og Jennifer Love Hewitt, stilltu sér upp á milli þess sem þær gerðu góðverk í gær...

Brjálaðar í Bieber

Í meðfylgjandi myndskeiði og myndum má sjá Justin Bieber, 17 ára, og óteljandi aðdáendur sem biðu hvorki meira né minna en í heilan sólahring til að fylgjast með honum syngja í sjónvarpsþættinum The Today Show í New York...

Gaga jól

Söngkonan Lady Gaga, 25 ára, er greinilega komin í jólaskap eins og heyra má í meðfylgjandi myndskeiði...

Hendrix þótti bestur

Jimi Hendrix hefur verið kjörinn besti gítarleikari sögunnar af tímaritinu Rolling Stone. Þessi niðurstaða kemur líklega fáum á óvart enda hefur Hendrix lengi verið talinn einn sá allra fremsti. Í öðru sæti lenti Eric Clapton og þar á eftir kom Jimmy Page úr Led Zeppelin.

Engin pressa

Hljómsveitin Dikta hefur verið til í meira en áratug, en varð gríðarlega vinsæl fyrir tveimur árum. Þá sendi hún frá sér plötuna Get It Together og í kjölfarið byrjuðu lög á borð við Thank You og Just Getting Started að óma á flestum útvarpsstöðvum, pöbbum, félagsheimilum, leikskólum og elliheimilum landsins. Nú hefur hljómsveitin snúið aftur með nýja plötu í farteskinu.

Viltu vinna nýju plötuna með Diktu?

Viltu freista þess að fá nýju plötuna með Diktu án þess að greiða fyrir hana krónu? Jú, öllum finnst gaman að fá gjafir og ef þú ferð inn á Facebook-síðu Popps, facebook.com/popptimarit, og smellir á "like“ er möguleiki á því að draumur þinn rætist.

Lollapalooza í Brasilíu

Bandarísku rokkararnir í Foo Fighters ætla að spila á fyrstu brasilísku útgáfunni af tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Hátíðin var haldin í Síle í fyrra og verður haldin aftur þar í ár. Brasilíska hátíðin verður haldin í Sao Paulo 7. og 8. apríl á næsta ári, skömmu eftir að stuðinu í Síle lýkur. Á meðal annarra sem stíga á svið í Sao Paulo verða Jane"s Addiction, MGMT og TV on the Radio.

Grípandi danspopp Rihönnu

Söngkonan hæfileikaríka Rihanna er mætt með sína sjöttu hljóðversplötu. R&B og danspoppið er sem fyrr afar fyrirferðarmikið.

Synirnir aðstoða við hönnunina

Söngkona Gwen Stefani úr hljómsveitinni No Doubt viðurkennir að hún lætur syni sína hjálpa sér við hönnun barnafatalínu sinnar. Þeir Kingston, sem er fimm ára, og Zuma, tveggja ára, aðstoðuðu móður sína við að hanna fatalínuna Harajuku Mini fyrir Target-búðina í Bandaríkjunum.

Skelltu sér á tónleika

Leikararnir Kristen Stewart og Robert Pattinson sáust saman á tónleikum með Lauru Marling í London um helgina. Þau höfðu hægt um sig og stóðu aftast með hettu á höfði. Eftir tónleikana voru þau ekki lengi að láta sig hverfa en starfsfólk staðarins þekktu þau. Stewart og Pattinson hafa ávallt farið leynt með samband sitt en þau leika par í Twilight myndunum og eiga nú stund milli stríða á meðan næst síðasta vampírumyndin, The Twilight Saga Breaking Dawn part 1, er sýnd á hvíta tjaldinu.

Kelly Osbourne grét

Kelly Osbourne uppljóstraði á samskiptavefnum Twitter að hún hefði tárast við að sjá sónarmynd af ófæddu barni bróður síns, Jacks Osbourne. „Ég var að sjá sónarmynd af barni bróður míns og ég get ekki hætt að þurrka tárin. Barnið er fullkomið.“

Erfitt að vakna og fara í ræktina

Britney Spears á ekki sjö dagana sæla þessa dagana, en hún hefur verið á erfiðu tónleikaferðalagi frá því í júní. Hún er að kynna sjöundu plötuna sína, Femme Fatale, og segist vera orðin gríðarlega þreytt á flandrinu.

Komin með upp í kok af Kardashian klani

Hávær hópur sem kominn er með upp í kok af Kardashian fjölskyldunni byrjaði eftir tveggja mánaða langt brúðkaup Kim að safna undirskriftum gegn...

George Michael með lungnabólgu

George Michael hefur neyðst til að aflýsa fleiri tónleikum vegna veikinda. Michael er á tónleikaferðalagi sem nefnist Symphonica en hann er að berjast við lungnabólgu. Tónleikaferðalag Michaels hófst í ágúst á þessu ári og síðustu tónleikar hans voru í október í Royal Albert Hall þann 11. október. Hann neyddist hins vegar til að hætta við tónleika sem hann ætlaði að halda þann 26. október og varð loks að aflýsa öllu tónleikahaldi í Vín, Strassburg og Cardiff.

Prinspóló til Danmerkur

Prinspóló leikur á tvennum tónleikum í Danmörku í næstu viku. Fimmtudaginn 24. nóvember verður hljómsveitin á Loppen í Kaupmannahöfn og daginn eftir spilar hún á Musiccafeen í Árósum. Á þessu stutta ferðalagi um Danmörku hitar Prinspóló upp fyrir dönsku hljómsveitina Let Me Play Your Guitar. Prinspóló gaf síðastliðið haust út plötuna Jukk og hafa lög eins og Niðrá strönd, Hakk & spaghettí og Skærlitað gúmmulaði fengið góðar viðtökur. Hljómsveitin hefur spilað á Íslandi, Póllandi, Lettlandi og í Þýskalandi.

Öskubuskuævintýri í bandarísku sjónvarpi

Bandaríska þjóðin átti ekki í miklum erfiðleikum með að velja sigurvegarann í bandaríska raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars á þriðjudagskvöld. Nafn J.R. Martinez var skrifað á bikarinn um leið og stríðshetjan fyrrverandi steig sinn fyrsta dans.

Stríðið um Mjallhvíti

Sagan um Mjallhvíti, prinsessuna fögru sem hrakin var á brott af vondu stjúpunni og fann skjól hjá dvergunum sjö, er flestum kunn. Á næsta ári verða tvær fokdýrar kvikmyndir frumsýndar þar sem snúið er út úr ævintýri Grimm-bræðra að hætti Hollywood.

Heyrðu, Pippa kann að skauta

Yngri systir hertogaynjunnar af Cambridge, Pippa Middleton, var pollróleg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þegar...

Hugljúf og grípandi

Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður velur fimm bestu HAM-lögin. Hann segir HAM bestu rokkhljómsveit Íslandssögunnar.

Íslenskar listakonur heiðraðar

Annað árið í röð verða þrjár íslenskar listakonur, Rakel McMahon myndlistarkona, Hildur Yeoman fatahönnuður og Saga Sig tískuljósmyndari heiðraðar á listakvöldi Baileys...

Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes

The Vaccines er ein af heitustu hljómsveitum Bretlands um þessar mundir. Hljómsveitin sendir frá sér lagið Tiger Blood á næstunni en gítarleikari The Strokes stýrði upptökum á laginu. Árni Hjörvar, bassaleikari hljómsveitarinnar, er ánægður með samstarfið.

Vill tromma þrátt fyrir axlarbrot

„Þetta er tvísýnt. Ég ætla að hitta lækni og gera þetta í samráði við hann,“ segir trommuleikarinn Egill Rafnsson.

Scorsese frumýnir Hugo

Þakkargjörðarhátíðin var um liðna helgi í Bandaríkjunum en þá notaði leikstjórinn Martin Scorsese tækifærið og frumsýndi fyrstu bíómynd sína í þrívídd, Hugo. Myndin fjallar um munaðarleysingja sem býr inni í veggjum lestarstöðvar í París og hefur hún fengið góðar viðtökur gagnrýnenda vestanhafs. Ungstirnin Asa Butterfield og Chloë Grace Moretz leika aðalhlutverkin og voru að sjálfsögðu mætt til að fagna frumsýningunni klædd í sitt fínasta púss. Aðrir leikarar í myndinni eru Sacha Baron Cohen, Jude Law og Emily Mortimer.

Ísland skoðað fyrir stórmynd um örkina hans Nóa

„Í huga Hollywood og kvikmyndaveranna snýst allt um endurgreiðsluna, hún er sett ofar skapandi gildum. Og ef íslensk stjórnvöld hækka endurgreiðslu úr þrettán prósentum í tuttugu á það eftir breyta samkeppnisstöðu Íslands til að fá erlendar kvikmyndir til landsins mjög mikið. Önnur svæði og önnur lönd hafa vissulega hærri endurgreiðslu en Ísland er bara einstakt. Hækkun endurgreiðslunnar mun allavega hafa mikið um mína mynd að segja og nánast ráða úrslitum hvort við komum eða ekki,“ segir bandaríski leikstjórinn Darren Aronofsky í samtali við Fréttablaðið.

Heimsfræg í flegnu

Leikkonan Blake Lively, 24 ára, vakti athygli fyrir glæsileika í blárri Elie Saab buxnadragt sem var ef vel er að gáð í flegnari kantinum...

Endurvekur sjóvin á Broadway

„Þetta er bara gamla góða sjóvið, eins og landinn þekkir það,“ segir Jóhannes Bachmann, nýráðinn markaðsstjóri Broadway.

Datt í gólfið og kærir Evu Longoriu

Viðskiptavinur veitingastaðar Evu Longoriu, Beso, hefur kært staðinn vegna þess að gólfin eru ekki slétt. Konan datt er hún var að standa upp frá borði sínu á staðnum og segist hafa fengið varanlegar taugaskemmdir vegna fallsins. Hún fer fram á tæpar þrjár milljónir íslenskra króna í skaðabætur og heimtar að veitingastaðurinn lagi gólfin.

Tileinkuðu Magneu sigurinn

„Af því að Magnea er einfaldlega besti íslenskukennarinn á landinu og við vildum skila þessari kveðju til hennar. Við vorum ótrúlega ánægð með að geta gert það og að hún skyldi vera að horfa á,“ segja þær Margrét Ósk Einarsdóttir, Þorbjörg Tinna Hjaltalín og Eglé Sipaviciute.

Missti næstum af Potter

Leikarinn Daniel Radcliffe missti næstum því af hlutverki Harry Potters í samnefndum kvikmyndum því foreldrar hans vildu ekki hleypa honum í prufu fyrir þær.

The Prodigy spilar lög af nýrri plötu

Hljómsveitin The Prodigy er komin aftur á stjá og ætlar að spila ný lög af væntanlegri plötu sinni á Download-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Platan verður sú sjötta í röðinni og hefur ekki fengið nafn enn sem komið er. Sú síðasta hét Invaders Must Die og kom út fyrir tveimur árum. Rokksveitirnar Metallica og Black Sabbath, sem er að koma saman á nýjan leik með Ozzy Osbourne í fararbroddi, spila einnig á hátíðinni.

Ísland hentar Vampillia afar vel

Japanska hljómsveitin Vampillia er stödd hér á landi til að taka upp nýja plötu, auk þess sem hún hitar upp fyrir Ham á föstudagskvöld.

Clooney vill leika Jobs

Þótt aðeins sé liðinn rúmur mánuður síðan bandaríski frumkvöðullinn Steve Jobs lést er baráttan um hver muni leika hann í kvikmynd um ævi hans þegar hafin.

Victoria's Secret fyrirsæta klæðist Kalda

"Þetta er frekar gaman og auðvitað góð auglýsing fyrir merkið,“ segir Katrín Alda Rafnsdóttir, annar hönnuða íslenska fatamerkisins Kalda. Sænska ofurfyrirsætan Carolina Winberg klæddist kjól frá Kalda í eftirpartýi eftir sýningu Victoria‘s Secret á dögunum.

Barn í staðinn fyrir brúðkaup

Söngkonan Jessica Simpson, 31 árs, og unnusti hennar, Eric Johnson, voru mynduð yfirgefa mexíkóskan veitingastað í Los Angeles...

Ungur trommari í vinnu hjá Youtube

Þorsteinn Baldvinsson er 18 ára trommari sem byrjaði að gera myndbönd sér til skemmtunar, en er núna kominn í vinnu hjá Youtube. Allt að hundrað þúsund manns horfa á myndböndin sem hann setur á netið.

Konur eru konum bestar

Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar Korka, félagsskapur kvenna í nýsköpun, stóð fyrir viðburði undir yfirskriftinni: Konur eru konum bestar...

Bíl stolið - hjálpum Rakel að leita

Ég var bara á leiðinni í vinnuna í gærmorgun eins og alla aðra daga og ætlaði að setjast upp í bílinn minn en fann hann hvergi fyrir utan heima hjá mér, útskýrir Rakel Elíasdóttir en bílnum hennar, hvít þriggja dyra Toyota Corolla árgerð 1995, var stolið fyrir framan heimili hennar í fyrradag....

Myndbandið ekki við barna hæfi

Myndband söngkonunnar Rihönnu við lagið We Found Love hefur verið bannað þangað til eftir klukkan 22 í Frakklandi. Ástæðan er sú að ástarsenur í myndbandinu þykja of tvíræðar og grófar. Í myndbandinu leikur Rihanna á móti fyrirsætunni Dudley O‘Shaughnessy og er söngkonan svo stolt af myndbandinu að hún skrifaði eftirfarandi á Twitter samskiptavefinn.

Forneskjulegt framtíðarpopp

Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins og stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki.

Músíkalskt par gefur út

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur hafa gefið út plötuna Glæður. Þar eru fjórtán hugljúf lög, þar af þrjú frumsamin. Platan varð til upp úr samstarfi þessa músíkalska pars, sem hefur undanfarin ár haldið fjölda dúettatónleika við sívaxandi vinsældir. Á meðal laga á plötunni eru Við gengum tvö, Enn syngur vornóttin, One of Us með ABBA og Boat on the River. Glæður var hljóðrituð á einu kvöldi í Stúdíó Sýrlandi með völdum hópi áheyrenda. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Daði Birgisson og Taylor Selsback spiluðu inn á plötuna.

Sjá næstu 50 fréttir