Lífið

Fær hlutverk í Dog Fight

John Lithgow.
John Lithgow.
John Lithgow hefur bæst við stjörnum prýtt leikaralið gamanmyndarinnar Dog Fight. Tökur á myndinni eru hafnar og annast Jay Roach leikstjórnina. Hann á að baki grínsmelli á borð við Meet the Parents og Austin Powers-myndirnar.

Hinir vinsælu Zach Galifianakis og Will Ferrell leika í Dog Fight tvo náunga sem berjast um þingsæti í Norður-Karólínu. Ekki er vitað hvern Lithgow mun leika, en hann er þessa dagana að kynna nýja sjálfsævisögu sína. Einnig sést hann á næstunni í myndunum New Year"s Eve og This Is Forty.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.