Náði í samning hjá einni fremstu umboðsskrifstofu heims 27. nóvember 2011 14:00 Edda Óskarsdóttir. Mynd/Tomasz Þór Veruson „Ég átti nú alls ekki von á þessu og fannst þetta satt best að segja lengi vel ótrúlegt. Fyrst núna er að renna upp fyrir mér að draumurinn er orðinn að veruleika," segir Edda Óskarsdóttir, átján ára menntaskólamær, sem hefur landað samningi við umboðsskrifstofuna Select í Bretlandi. Stofan er talin vera ein sú fremsta í heimi og hafa frægar fyrirsætur og leikarar á borð við Siennu Miller, Stellu Tennant, David Gandy og Danny Beauchamp verið á samningi hjá henni. Mikil upphefð þykir að því að komast á skrá hjá Select sem er þekkt fyrir að vera einstaklega vandlátt á nýjar fyrirsætur að sögn Andreu Brabin, eiganda Eskimo, sem Edda hefur verið á mála hjá síðan í haust. Hún bendir á að aðeins tveir Íslendingar hafi áður komist að hjá umboðskrifstofunni, þau Kristín Guðmundsdóttir og Sigþór heitinn Ægisson og þá undir lok 10. áratugarins.Breska Cosmopolitan og portúgalska Vogue hafa sýnt Eddu áhuga.Mynd/Helgi ÓmarsForsvarsmenn Select voru hins vegar ekki lengi að gera upp hug sinn þegar þeim bárust myndir af Eddu frá Eskimo því þremur dögum síðar var gengið frá samningi við Eddu. Eins og áður sagði kom samningurinn henni fullkomlega í opna skjöldu. „Í hreinskilni sagt geri ég mér bara sjálf ekki grein fyrir hvað í mínu fari heillaði auk þess sem ég er nú heldur ekki með langa ferilskrá að baki," segir Edda og hlær. Er þó ekki í neinum vafa um þá þýðingu sem hann getur haft fyrir ferilinn. „Auðvitað er flott að vera valin úr stórum hópi hjá stofu eins og Select. Það getur opnað alls konar dyr," segir hún og það eru orð að sönnu þar sem breska Cosmopolitan og portúgalska Vogue hafa þegar sýnt áhuga á að ráða hana til starfa.Edda ásamt Elmari Johnson fyrir NUDE Magazine.Mynd/Helgi ÓmarsSamningurinn við Select mun jafnframt hafa í för með sér verulegar breytingar á högum Eddu sem er á þriðja ári á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð og lærir á klarinett við Tónlistarskólann í Reykjavík. Fyrirsætustarfið hefur hingað til verið aukabúgrein síðan Tinna Aðalbjörnsdóttir stílisti uppgötvaði Eddu fyrr á árinu en verður að fullu starfi þegar hún heldur í janúar á næsta ári til London þar sem umboðsskrifstofan er með höfuðstöðvar. „Auðvitað verður mjög spennandi að fara út og prófa eitthvað alveg nýtt. London er heillandi og heimilisleg og alls ekki yfirþyrmandi eins og sumar stórborgir, New York og fleiri. Þessi vistaskipti eiga örugglega eftir að verða mikil viðbrigði fyrir manneskju eins og mig sem hefur hingað til bara búið á Íslandi og verið á kafi í námi," segir Edda sem kvíðir því ekki að skilja við vini og vandamenn þar sem kærastinn verður með í för.Úr NUDE Magazine.Mynd/Helgi Ómars„Hann ákvað bara að skella sér með þegar þetta lá allt saman fyrir. Við höfum verið dugleg að spara og ætlum að leigja okkur saman litla íbúð úti. Verðum þarna bæði í fjarnámi, hann við HÍ og ég við FÁ. Þannig að þótt ég taki mér jafn vel hálfs árs frí frá námi gæti ég hæglega klárað það á fjórum árum, þar sem ég er hvort eð er á undan í skóla," útskýrir Edda sem hyggst dvelja í það minnsta í ár í London. „Svo er aldrei að vita nema sá tími lengist ef þetta verður rosalega skemmtilegt," segir hún og brosir. roald@frettabladid.is Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
„Ég átti nú alls ekki von á þessu og fannst þetta satt best að segja lengi vel ótrúlegt. Fyrst núna er að renna upp fyrir mér að draumurinn er orðinn að veruleika," segir Edda Óskarsdóttir, átján ára menntaskólamær, sem hefur landað samningi við umboðsskrifstofuna Select í Bretlandi. Stofan er talin vera ein sú fremsta í heimi og hafa frægar fyrirsætur og leikarar á borð við Siennu Miller, Stellu Tennant, David Gandy og Danny Beauchamp verið á samningi hjá henni. Mikil upphefð þykir að því að komast á skrá hjá Select sem er þekkt fyrir að vera einstaklega vandlátt á nýjar fyrirsætur að sögn Andreu Brabin, eiganda Eskimo, sem Edda hefur verið á mála hjá síðan í haust. Hún bendir á að aðeins tveir Íslendingar hafi áður komist að hjá umboðskrifstofunni, þau Kristín Guðmundsdóttir og Sigþór heitinn Ægisson og þá undir lok 10. áratugarins.Breska Cosmopolitan og portúgalska Vogue hafa sýnt Eddu áhuga.Mynd/Helgi ÓmarsForsvarsmenn Select voru hins vegar ekki lengi að gera upp hug sinn þegar þeim bárust myndir af Eddu frá Eskimo því þremur dögum síðar var gengið frá samningi við Eddu. Eins og áður sagði kom samningurinn henni fullkomlega í opna skjöldu. „Í hreinskilni sagt geri ég mér bara sjálf ekki grein fyrir hvað í mínu fari heillaði auk þess sem ég er nú heldur ekki með langa ferilskrá að baki," segir Edda og hlær. Er þó ekki í neinum vafa um þá þýðingu sem hann getur haft fyrir ferilinn. „Auðvitað er flott að vera valin úr stórum hópi hjá stofu eins og Select. Það getur opnað alls konar dyr," segir hún og það eru orð að sönnu þar sem breska Cosmopolitan og portúgalska Vogue hafa þegar sýnt áhuga á að ráða hana til starfa.Edda ásamt Elmari Johnson fyrir NUDE Magazine.Mynd/Helgi ÓmarsSamningurinn við Select mun jafnframt hafa í för með sér verulegar breytingar á högum Eddu sem er á þriðja ári á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð og lærir á klarinett við Tónlistarskólann í Reykjavík. Fyrirsætustarfið hefur hingað til verið aukabúgrein síðan Tinna Aðalbjörnsdóttir stílisti uppgötvaði Eddu fyrr á árinu en verður að fullu starfi þegar hún heldur í janúar á næsta ári til London þar sem umboðsskrifstofan er með höfuðstöðvar. „Auðvitað verður mjög spennandi að fara út og prófa eitthvað alveg nýtt. London er heillandi og heimilisleg og alls ekki yfirþyrmandi eins og sumar stórborgir, New York og fleiri. Þessi vistaskipti eiga örugglega eftir að verða mikil viðbrigði fyrir manneskju eins og mig sem hefur hingað til bara búið á Íslandi og verið á kafi í námi," segir Edda sem kvíðir því ekki að skilja við vini og vandamenn þar sem kærastinn verður með í för.Úr NUDE Magazine.Mynd/Helgi Ómars„Hann ákvað bara að skella sér með þegar þetta lá allt saman fyrir. Við höfum verið dugleg að spara og ætlum að leigja okkur saman litla íbúð úti. Verðum þarna bæði í fjarnámi, hann við HÍ og ég við FÁ. Þannig að þótt ég taki mér jafn vel hálfs árs frí frá námi gæti ég hæglega klárað það á fjórum árum, þar sem ég er hvort eð er á undan í skóla," útskýrir Edda sem hyggst dvelja í það minnsta í ár í London. „Svo er aldrei að vita nema sá tími lengist ef þetta verður rosalega skemmtilegt," segir hún og brosir. roald@frettabladid.is
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira