Fleiri fréttir

Eurovision: Því miður þú átt ekki bókað viðtal - myndband

Valgeir Magnússon, umboðsmaður Heru í Osló, stendur vörð um söngkonuna. Meðfylgjandi myndskeið sem var tekið daginn áður en Valgeir setti Heru í fjölmiðlabann sýnir þegar hann vísar erlendri sjónvarpsstöð frá. Þá má greinilega sjá að Heru líður ekkert allt of vel með að hann neiti fjölmiðlafólkinu um að ræða við hana líkt og hún sagði við okkur sama dag: „Ég náttúrulega verð alveg rosa meðvirk og finnst svo erfitt þegar hann er að vísa fólki frá."

Eurovision: Röddin er fín sko - myndband

„Röddin er fín sko. Laaa... já hún er hérna," sagði Erna Hrönn bakraddarsöngkona áður en hún söng fyrir okkur fyrir utan hótelið í Osló þar sem íslenski Eurovision hópur dvelur eftir fyrri rennslisæfinguna sem fram fór í Telenor höllinni í dag. Erna var full af orku á leiðinni að versla eins og hún segir í myndskeiðinu.

Eurovision: Svíar öskureiðir - Anna þurfti áfallahjálp

„Leggið þessa skítakeppni niður!" og „Neiiiiiiiii!" eru meðal vinsælustu frasa Svíþjóðar í dag. Svíar eiga ekki orð yfir því að Anna Bergendahl skyldi ekki hafa verið kosin áfram úr undanúrslitum Eurovision í gærkvöldi.

Eurovision: SIGURVEGARI grafið í hring Heru - myndir

„Já þetta er hringurinn sem Ingi hjá Sign gerði fyrir mig," segir Hera spurð út í hringinn sem hún verður með annaðkvöld þegar hún flytur framlag Íslendinga, lagið Je ne sais quoi, í Eurovisionkeppninni annaðkvöld.

Eurovision: Svona dansa þau á sviðinu - myndband

Bakraddasöngvararnir Erna Hrönn, Pétur Örn Guðmundsson og Heiða Ólafs, voru hress þegar þau sýndu okkur danssporin sem þau stíga í Telenor-höllinni í úrslitakeppni Eurovision á laugardagskvöldið.

Eurovision: Eiríkur Hauks peppar Heru upp - myndband

„Ég er bara að heimsækja Heru og peppa hana aðeins upp fyrir laugardag," segir Eiríkur Hauksson söngvari sem flutti lagið Valentine lost árið 2007 fyrir Íslands hönd en komst ekki upp úr undankeppninni. „Sko lagið er ekki alveg í mínum stíl sko en ég held mikið upp á Heru og lagið er vel samið."

Eurovision: Endalaus viðtöl Heru - myndband

Við settum inn þetta stutta myndskeið sem tekið var af Heru Björk og umboðsmanni hennar, Valla Sport, í gærdag. Þar má sjá Heru ganga á milli fjölmiðlamanna sem fengu aðeins 10 mínútur með henni. Þrátt fyrir þéttskipaða dagskrá náði hún að vera með dóttur sinni og foreldrum í 2 klukkustundir í gær.

Eurovision: Íslenska hreinskilnin svínvirkar - myndband

„Ég er bara svo vel upp alin stúlka frá Íslandi," segir Hera Björk meðal annars í samtali okkar í gærdag á hótelinu sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á í Osló. „Þetta er bara spurning um að vera maður sjálfur, vera hreinskilin og vera ekkert að reyna að búa til eitthvað annað viðmót en maður er alinn upp við," segir Hera.

S.H. Draumur spilar á Airwaves

Dagskrá Iceland Airwaves þéttist stöðugt og eru nú kynntar til leiks hljómsveitir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Íslandi.

Það er reynsla í famelíunni

Dóri DNA leikstýrir nýju leikverki Bergs Ebba Benediktssonar sem frumsýnt verður um helgina. Hann segist vera stressaður fyrir þessa frumraun sína en er sannfærður um að snilldarverk sé í fæðingu.

Sammi spilar í Noregi

Stórsveit Samúels J. Samúelssonar spilar í kvöld á Nattjazz-hátíðinni í Bergen í Noregi.

Með nýjan þjóðsöng

Gunnar Reynir Þorsteinsson, trommari í Bermúda, hefur gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist hinu hógværa nafni Nýi þjóðsöngurinn.

María og Sigga leita að nýjum stjörnum

„Þetta er fyrsta alvöru keppnin fyrir þennan aldurshóp,“ segir María Björk Sverrisdóttir en hún ásamt Sigríði Beinteinsdóttur ætla að þvælast um allt Ísland og leita að næstu söngstjörnu landsins í söngvakeppninni Röddin. Keppnin er hugsuð fyrir krakka á aldrinum tólf til sextán ára og ætlar Stöð 2 að fylgjast grannt með gangi mála en þættir um keppnina verða sýndir á sjónvarpsstöðinni í haust.

Passar sem lok á pott

Á morgun verður nýtt leik- og tónverk fyrir börn, Herra Pottur og ungfrú Lok, frumsýnt í Kúlunni, barnaleiksviði Þjóðleikhússins. Sýningin er bræðingur tónlistar eftir Bohuslav Martinu frá 1927 og sögu Christhophe Garda frá 2007 sem í fyrsta sinn er sögð í sviðsuppfærslu á Íslandi fyrir tilstilli Óperarctic félagsins.

Eurovision: Tvífari Heru - myndband

„Ég hef verið að gefa eiginhandaráritanir og svona. Mjög skemmtilegt," segir Emilía Tómasdóttir hárgreiðslukona Heru Bjarkar í Osló.

Ólafur Arnalds tjaldar öllu í Óperunni í kvöld

Ólafur Arnalds heldur veglega útgáfutónleika í Íslensku Óperunni klukkan 20 í kvöld. Þar fagnar hann útgáfu plötunnar ... and they have escaped the weight of darkness, sem fær dúndurdóma gagnrýnenda í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.

Eurovision: Hera mynduð úr launsátri

Við mynduðum Heru Björk nánast úr launsátri í dag þegar hún veitti erlendum fjölmiðlum óteljandi viðtöl á hótelinu í Osló þar sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á. Fjölmiðlarnir spyrja Heru að ólíklegustu hlutum eins og um heilsu hennar, ástandið á Íslandi, hvaða lönd eru líkleg til að sigra Eurovision, fjölskylduna og eldgosið svo eitthvað sé nefnt.

Hleypur á tíu fjöll á þrettán tímum á morgun

Það er hægara sagt en gert að leggja af stað klukkan fimm í fyrramálið og klára að ganga á tíu fjöll áður en þrettán tímar eru liðnir. Þetta ætlar Þorsteinn Jakobsson að gera á morgun.

Meira að segja Jesús hatar KR

Eigendur Dogma líta svo á að KR sé hataðasta lið á Íslandi. Þeir gerðu stuttermabol með áletrun sem hefur vakið mikla athygli og rennur út eins og heitar lummur.

Fjölnir er tíður gestur í norsku sjónvarpi

Norsk auglýsing þar sem athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson notar hreinsiefnin Zalo Oppvask og Kjøkkenspray óspart í eldhúsinu hefur verið spiluð mikið upp á síðkastið.

Unglingar og rómverjar

Unnendur skylmingamynda halda áfram að fá dýrindis máltíðir framreiddar á kvikmyndahlaðborðið því stórmyndin Centurion verður frumsýnd um helgina.

Deilt um Frank Sinatra

Dóttir Frank Sinatra og Martin Scorcese deila um hver eigi að leika söngvarann í nýrri mynd um hann.

Bræður í dansi og leik

Aðeins tvær sýningar verða á verkinu Bræður þar sem föngulegir karldansarar eru undir stjórn Ástrósar Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur.

Túristar dansa við Jungle Drum í íslenskri náttúru

Landkynningarátak ferðamálafyrirtækja og iðnaðarráðuneytisins vegna eldgossins er smám saman að taka á sig endanlega mynd. Vefsíðan inspiredbyiceland.com verður opnuð í dag og nú er verið að leggja lokahönd á óhefðbundna auglýsingu.

Jack fer á bólakaf

Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn.

Fylgir Jóni eins og skugginn

„Ég er að safna heimildum. Þetta er, held ég, einstakur viðburður í Íslandssögunni,“ segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson sem fylgir grínistanum og frambjóðanda Besta flokksins, Jóni Gnarr, eins og skugginn þessa dagana. „Ég fékk leyfi til að mynda allt þetta ferli. Það er ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þessu. Þetta er líka mjög upplýsandi fyrir fólkið í landinu að sjá hvernig þetta allt fer fram.“

Sjá næstu 50 fréttir