Lífið

Sammi spilar í Noregi

’Helvitis fokking fonk’ - Islandsk afrofunkjazz, segja Norðmennirnir um tónlist Samma og stórsveitarinnar.
’Helvitis fokking fonk’ - Islandsk afrofunkjazz, segja Norðmennirnir um tónlist Samma og stórsveitarinnar.

Stórsveit Samúels J. Samúelssonar spilar í kvöld á Nattjazz-hátíðinni í Bergen í Noregi.

Á meðal annarra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni eru Maria Kannegaard, Roy Hargrove, Tony Allen, Bonnie Prince Billy og norski djassarinn Nils Petter Molvaer.

Nattjazz er ein stærsta djasshátíðin í Norður-Evrópu. Hún stendur yfir í ellefu daga og lýkur 5. júní. Frá stofnun hennar árið 1972 hefur komið þar fram fjöldi frægra listamanna og má þar nefna Stan Getz, Herbie Hancock, James Brown, Van Morrison, The Band og Macy Gray.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.