Lífið

Eurovision: Svíar öskureiðir - Anna þurfti áfallahjálp

Tinni Sveinsson skrifar
Anna Bergendahl stóð sig með prýði í gærkvöldi en hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu.
Anna Bergendahl stóð sig með prýði í gærkvöldi en hlaut ekki náð fyrir augum Evrópu.
„Leggið þessa skítakeppni niður!" er meðal vinsælustu frasa Svíþjóðar í dag. Svíar eiga ekki orð yfir því að Anna Bergendahl skyldi ekki hafa verið kosin áfram úr undanúrslitum Eurovision í gærkvöldi. Dagblöðin þar birtu fyrirsagnir á borð við „Neiiiiiiiii!" í dag.

Það kom ekki bara Svíum á óvart að þeir skyldu ekki komast í úrslitin í fyrsta skipti í sögu keppninnar. Þeir hafa 50 sinnum verið í úrslitum og margir sérfræðingar höfðu veðjað á sigur Önnu á morgun.

Sjálf var Anna greyið í sjokki, enda aðeins 18 ára gömul og undir mikilli pressu. Hún þurfti áfallahjálp í gærkvöldi og komu sérfræðingar henni til hjálpar á hótelherbergið.

Þá eru uppi háværar raddir heimafyrir að það þurfi að skipta út stjórnanda Melodiefestivalen, undankeppni Svíanna. Hún er gríðarlega vinsæl, um 300 þúsund atkvæði bárust þegar Anna vann í úrslitunum í mars. Nú eru Svíar einnig farnir að velta því fyrir sér hvort þeir hefðu frekar átt að velja söngvarann í öðru sæti, sem heitir Selem al Fakir.

Anna keyrði heim til Svíþjóðar með foreldrum sínum í hádeginu í dag. Þeir sögðust ætla að gefa henni taco í matinn í kvöld, uppáhaldið hennar.

Svíar geta þó huggað sig við að að fimm af þeim sænsku lögum sem tóku þátt í keppninni komust áfram. Sænskir lagahöfundar eru skráðir fyrir Drip Drop frá Aserbaídjan, In A Moment Like This frá Danmörku, It's For You frá Írlandi, Shine frá Georgíu og My Heart Is Yours frá Noregi.


Tengdar fréttir

Eurovision: Íslenska hreinskilnin svínvirkar - myndband

„Ég er bara svo vel upp alin stúlka frá Íslandi," segir Hera Björk meðal annars í samtali okkar í gærdag á hótelinu sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á í Osló. „Þetta er bara spurning um að vera maður sjálfur, vera hreinskilin og vera ekkert að reyna að búa til eitthvað annað viðmót en maður er alinn upp við," segir Hera.

Eurovision: SIGURVEGARI grafið í hring Heru - myndir

„Já þetta er hringurinn sem Ingi hjá Sign gerði fyrir mig," segir Hera spurð út í hringinn sem hún verður með annaðkvöld þegar hún flytur framlag Íslendinga, lagið Je ne sais quoi, í Eurovisionkeppninni annaðkvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.