Lífið

Unglingar og rómverjar

Michael Cera kynnist draumadísinni og ákveður að skapa Francois Dillinger, hið illa sjálf.
Michael Cera kynnist draumadísinni og ákveður að skapa Francois Dillinger, hið illa sjálf.

Unnendur skylmingamynda halda áfram að fá dýrindis máltíðir framreiddar á kvikmyndahlaðborðið því stórmyndin Centurion verður frumsýnd um helgina.

Myndin gerist á Bretlandi um það leyti sem rómverska heimsveldið er að leggja landið undir sig. Herdeild undir stjórn Quintus Dias lendir í óvæntri mótspyrnu þegar hópur Pikta, þjóðflokks sem býr í Skotlandi, verst með kjafti og klóm gegn hernámi Rómverja. Þegar sonur leiðtoga Pikta er drepinn neyðast Rómverjarnir til að leggja á flótta enda eru Piktar þekktir fyrir sannkallaða villimennsku í stríði.

Með helstu hlutverk í myndinni fara þau Michael Fassbender, Dominic West og Bond-pían Olga Kurylenko.

Þeir sem kjósa aðeins rólegri stemningu gætu kíkt á nýjustu mynd Michaels Cera. Þrátt fyrir að leikarinn Cera verði 22 ára 7. júní næstkomandi virðist hann helst næla sér í sextán ára gelgjuhlutverk. Youth in Revolt er engin breyting á því. Cera virðist fallinn í sömu gildru og Michael J. Fox, hann er alltaf ungur.

Cera leikur Nick Twisp sem á í vandræðum með sjálfan sig en þegar hann kynnist draumadísinni ákveður hann að skapa Francois Dillinger, hið illa sjálf. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Ray Liotta og Justin Long.

Hér er sýnishorn fyrir Centurion.

Hér er sýnishorn fyrir Youth in Revolt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.