Lífið

Ólafur Arnalds tjaldar öllu í Óperunni í kvöld

Tinni Sveinsson skrifar
Ólafur Arnalds heldur veglega útgáfutónleika í Íslensku Óperunni klukkan 20 í kvöld. Þar fagnar hann útgáfu plötunnar ... and they have escaped the weight of darkness, sem fær dúndurdóma gagnrýnenda í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.

Besta nýja útflutningsvara Íslands, hann á framtíðina fyrir sér og tímalaus snilld eru meðal lýsinganna sem gagnrýnendur grípa til þegar þeir fjalla um tónlist Ólafs.

Ólafur hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið en hann er nýbúinn með tónleikaferð um Evrópu. Hann er því í góðri æfingu fyrir tónleikana í kvöld.

Hægt er að kaupa miða á tónleikana hér á midi.is.

Hér er myndband við eitt laganna af nýju plötunni, Hægt kemur ljósið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.