Lífið

5 leiðir til að fylgjast með Eurovision án þess að missa kúlið

„Bíddu, Ísrael er ekki í Evrópu.“
„Bíddu, Ísrael er ekki í Evrópu.“

1.

Talaðu stanslaust niður til keppninnar, gáfumannlega en samt af áhuga. Til dæmis að þú hafir hætt að fylgjast með Eurovision eftir 7. áratuginn, þegar Lúxemborg vann með "Poupée de cire, poupée de son" (eftir meistara Gainsburg), hvað Evrópubúar séu ekki nógu menningarlega þenkjandi að hafa ekki kosið Sebastian Tellier, og að þér finnist Simmi ekkert fyndinn síðan hann hætti á X-inu.

2.

Prófaðu að lækka í sjónvarpinu og setja aðra "kúl" tónlist á fóninn. Ef þú spilar t.d. Arcade Fire eða Sufjan Stevens er þetta alveg eins myndrænt séð; mikið af fólki á sviðinu, fullt af skrýtnum og flóknum hljóðfærum og allir í samhæfðum búningum.

Steinþór Helgi, útgáfustjóri Borgarinnar, gefur þeim sem eru óöruggir með Eurovision-gleðina góð ráð.
3.

Láttu sem þú hafir aldrei fylgst með keppninni. "Er íslenska lagið á frönsku?", "Þeir gleymdu að gefa 11 stig", "Bíddu, Ísrael er ekki í Evrópu".

4.

Það er allt í lagi að dansa Brotherhood of Man-dansinn (unnu 1976 með Save All Your Kisses for Me) og/eða Bobbysox-dansinn (unnu 1985 með La det swinge). Ef einhver spyr þá eru þetta nýir rokk og ról tvist-dansar sem þú hefur verið að þróa til að nota á Bakkusi.

5.

Vertu með sólgleraugu, það er alltaf kúl að vera með sólgleraugu innan dyra, algjörlega óháð öllu öðru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.