Lífið

Hleypur á tíu fjöll á þrettán tímum á morgun

Tinni Sveinsson skrifar
Hemmi og félagar á Bylgjunni leggja sín lóð á vogarskálarnar í söfnun Ljóssins á morgun.
Hemmi og félagar á Bylgjunni leggja sín lóð á vogarskálarnar í söfnun Ljóssins á morgun.
„Þetta eru stórkostleg samtök. Erna Magnúsdóttir forstöðumaður var til að mynda kosin afrekskona ársins af Létt Bylgunni. Við ætlum að taka þátt í söfnun með þeim á morgun," segir Hemmi Gunn.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra.

Á morgun ætlar Bylgjan að vera með beina útsendingu í húsnæði Ljóssins og fylgjast með því þegar Þorsteinn Jakobsson göngugarpur gengur á tíu fjallstinda á þrettán klukkutímum. Þetta gerir hann til stuðnings Ljósinu og safnar hann áheitum. Tilefnið er fimm ára afmæli samtakanna og söfnunarfénu verður varið til kaupa á framtíðarhúsnæði.

„Þetta verður mjög skemmtilegt hjá okkur. Eftir hádegi kemur Þorsteinn síðan að Esjurótum þar sem hann tekur lokasprettinn," segir Hemmi en búist er við Þorsteini þangað um klukkan 14.30. Þangað ætlar síðan fjöldi manns að mæta og taka þátt í að ganga með honum upp á fjallið og fagna áfanganum á toppinum.

Hægt er að styðja Ljósið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer: 907 1001 (1.000 krónur), 907 1003 (3.000 krónur) og 907 1005 (5.000 krónur). Einnig er hægt að skrá áheit hér á bylgjan.is.

Hér er hægt að hlusta á viðtal Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni við Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.