Lífið

S.H. Draumur spilar á Airwaves

Popparinn og plötusnúðurinn Alex Metric spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október.
Mynd/Dan Wilton
Popparinn og plötusnúðurinn Alex Metric spilar á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. Mynd/Dan Wilton

Hljómsveitir frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi hafa bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Sömuleiðis hefur pönktríóið sögufræga S.H. Draumur ákveðið að spila á hátíðinni. Þetta verður í fyrsta skipti í sautján ár sem hljómsveitin stígur á svið og eru tíðindin því hvalreki á fjörur íslenskra rokk-áhugamanna.

Frá Bretlandi kemur popparinn og plötusnúðurinn Alex Metric ásamt sérstökum gesti, ungstirninu Charli XCX. Metric endurhljóðblandaði nýverið Gorillaz-lagið Stylo og er mikils metinn í heimalandi sínu. Einnig kemur hingað breska þjóðlagasveitin Tunng, gítarpoppsveitin Every-thing Everything og elektródúóið Mount Kimbie.

Frá Bandaríkjunum koma Tune-Yards, indí-rokkararnir The Antlers og stuðgjafarnir Hercules and Love Affair. Frá Finnlandi kemur síðan hljómsveitin Jaakko and Jay. Áður höfðu hljómsveitir á borð við JJ, Efterklang, Junip, Joy Formid-able, Dikta, Hjálmar og Hjaltalín boðað komu sína á hátíðina.

Miðasala á Airwaves er í fullum gangi og kosta miðar 11.900 kr. Þá má nálgast hér.

1. júlí hækkar miðaverðið og svo aftur 1. september. Hátíðin sjálf fer síðan fram dagana 13. til 17. október. - fb




Tengdar fréttir

Grímur Atla tekur upp veskið

Forsvarsmenn Iceland Airwaves ætla að borga átta til tólf íslenskum hljómsveitum fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Þetta er breyting frá því sem verið hefur því samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur það einungis verið gert í undantekningartilfellum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.