Bræður í dansi og leik 27. maí 2010 11:00 Hinn heimsþekkti dansari Jorma Uotinen fer fremstur í bræðraflokknum á frumsýningu kvöldsins. Fréttablaðið/Valli Í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt dansverk eftir þær Ástrósu Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur sem þær kalla Bræður. Verkið kallast á við verk þeirra Systur sem þær unnu fyrir fáum misserum og vakti þá mikla athygli og fékk góða rannsókn. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Bræður er dansverk um karlmenn þar sem dans, leikur, tónar og sjónlist mætast með djörfum og kraftmiklum hætti. Í verkinu er hugarheimur og veruleiki karlmanna í fyrirrúmi, séður með augum karla og kvenna í gegnum gleði, svita og tár. Samskipti kynjanna og kynhlutverk eru sýnd í óvenjulegu og opinskáu samhengi þar sem meðal annars er fjallað um erjur og ástríður, trú og tungumál, sátt og sundurlyndi. Bræður er hugverk þeirra Ástrósar og Láru Stefánsdóttur og kölluðu þær til leikskáldið Hrafnhildi Hagalín þegar kom að fullvinnslu hugmynda fyrir svið. Útlit og búningar er í höndum Filippíu Elísdóttur og Ragnhildur Gísladóttur semur tónlist. Það hefur löngum verið skortur á karldönsurum á Íslandi. Þeir hafa ríkari tilhneigingu til að leita úr landi og enn hefur Íslenska dansflokknum ekki tekist að koma sér upp ungum dönsurum þrátt fyrir merkilega og mikilvæga tilraun að leita í skóla eftir ungum mönnum sem kunni að vilja tjá sig í dansi. Það þarf því að leita víða til að manna stóran korpus karldansara hér á landi og verður að leita út fyrir landsteinana: Bræðurnir eru þeir Jorma Uotinen, Vinicius, Ívar Örn Sverrisson, Ívar Helgason, Aðalsteinn Kjartansson, Gunnlaugur Egilsson, Brian Gerke, Aðalsteinn Kjartansson, Karl Friðrik Hjaltason, Oddur Júlíusson, Sigurður Andrena Sigurgeirsson, Sveinn Breki Hróbjartsson og Viktor Leifsson. Þá dansa þær báðar í sýningunni, Ástrós og Lára. Það er hópurinn Pars Pro Toto (PPT) sem stendur fyrir sýningunni en Lára Stefánsdóttur stofnaði hann fyrir fjölda ára. Þótt dansinn sé í forgrunni verkefna Pars Pro Toto þá leitar sköpunin í samruna ólíkra listgreina; dans, tónlist, myndlist, leiklist, kvikmynd, ritlist o.fl. PPT gerir forvitnilegar tilraunir með ný form, sýningar sem krefjast opins huga og skilningarvita frekar en lærðrar rökhugsunar, sýningar sem gera væntingar til áhorfandans um smíði nýrra og fordómalausra tenginga, að hann opni fyrir skilningarvitin og leyfi áhrifum sýninga að flæða inn í huga og líkama. Dansverkið Bræður er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, Pars Pro Toto og Listahátíðar í Reykjavík og er styrkt af Leiklistarráði Íslands, menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Aðeins tvær sýningar verða á verkinu, í kvöld og annað kvöld. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýtt dansverk eftir þær Ástrósu Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur sem þær kalla Bræður. Verkið kallast á við verk þeirra Systur sem þær unnu fyrir fáum misserum og vakti þá mikla athygli og fékk góða rannsókn. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Bræður er dansverk um karlmenn þar sem dans, leikur, tónar og sjónlist mætast með djörfum og kraftmiklum hætti. Í verkinu er hugarheimur og veruleiki karlmanna í fyrirrúmi, séður með augum karla og kvenna í gegnum gleði, svita og tár. Samskipti kynjanna og kynhlutverk eru sýnd í óvenjulegu og opinskáu samhengi þar sem meðal annars er fjallað um erjur og ástríður, trú og tungumál, sátt og sundurlyndi. Bræður er hugverk þeirra Ástrósar og Láru Stefánsdóttur og kölluðu þær til leikskáldið Hrafnhildi Hagalín þegar kom að fullvinnslu hugmynda fyrir svið. Útlit og búningar er í höndum Filippíu Elísdóttur og Ragnhildur Gísladóttur semur tónlist. Það hefur löngum verið skortur á karldönsurum á Íslandi. Þeir hafa ríkari tilhneigingu til að leita úr landi og enn hefur Íslenska dansflokknum ekki tekist að koma sér upp ungum dönsurum þrátt fyrir merkilega og mikilvæga tilraun að leita í skóla eftir ungum mönnum sem kunni að vilja tjá sig í dansi. Það þarf því að leita víða til að manna stóran korpus karldansara hér á landi og verður að leita út fyrir landsteinana: Bræðurnir eru þeir Jorma Uotinen, Vinicius, Ívar Örn Sverrisson, Ívar Helgason, Aðalsteinn Kjartansson, Gunnlaugur Egilsson, Brian Gerke, Aðalsteinn Kjartansson, Karl Friðrik Hjaltason, Oddur Júlíusson, Sigurður Andrena Sigurgeirsson, Sveinn Breki Hróbjartsson og Viktor Leifsson. Þá dansa þær báðar í sýningunni, Ástrós og Lára. Það er hópurinn Pars Pro Toto (PPT) sem stendur fyrir sýningunni en Lára Stefánsdóttur stofnaði hann fyrir fjölda ára. Þótt dansinn sé í forgrunni verkefna Pars Pro Toto þá leitar sköpunin í samruna ólíkra listgreina; dans, tónlist, myndlist, leiklist, kvikmynd, ritlist o.fl. PPT gerir forvitnilegar tilraunir með ný form, sýningar sem krefjast opins huga og skilningarvita frekar en lærðrar rökhugsunar, sýningar sem gera væntingar til áhorfandans um smíði nýrra og fordómalausra tenginga, að hann opni fyrir skilningarvitin og leyfi áhrifum sýninga að flæða inn í huga og líkama. Dansverkið Bræður er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, Pars Pro Toto og Listahátíðar í Reykjavík og er styrkt af Leiklistarráði Íslands, menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Aðeins tvær sýningar verða á verkinu, í kvöld og annað kvöld. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira